Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 37

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 37
greiðið þér mér ekki fyrir það, sem ég hef gert fyrir yður? Hann talaði hægt. Honum var sýnilega mikið niðri fyrir. - Ég vil heldur gefa yður aftur handlegg minn — en líf Murdochs. Allt í einu var reiði hennar fokin út í veður og vind. - Er þetta allt, sem þér haf- ið að segja mér, Duncan? Eft- ir öll þessi ár, sem við höfum uhnið saman? Hann horfði skilningslaust á hana. - Ég á við, stamaði hún, hvers vegna eigum við að þræta? Þér þreytið mig. - Það er ekki yður líkt að tala þannig, Anna. - Ég er ef til vill sérkenni- leg kona. Þér vitið ekki, hversu sérkennileg ég er — ég veit það tæpast sjálf. Þér álítið mig Earðbrjósta og kaldlynda, en bað veit hamingjan, að þessa siðustu mánuði er ég orðin við- kvæmari en hin tilfinninga- s.iúka Margrét yðar. Hún horfði niður fyrir sig, eh leit allt í einu upp aftur, og ahgu hennar ljómuðu af óbug- andi þrá. ' Stundum látum við okkur fátt finnast um þá hluti, sem við óskum heitast. En sá tími kemur, að við getum ekki þrætt fyrir þá, getum ekki kæft eldinn. Við höfum þekkzt lengi, Duncan. Lífið hefur leikið okk- hr bæði hart. En við eigum sameiginlegt takmark. Duncan, ég tek innilegan þátt í öllu því, sem viðkemur yður. Ég — rödd hennar varð klökk — ég met yður mjög mikils. Getum við ekki fundið sameiginlegt fram- tiðartakmark? Ég veit svo sem, ég læt mig dreyma! En þér HEIMILISBLAÐIÐ eruð mér svo mikils virði. Má ég ekki líka vera einhvers virði fyrir yður? Hann leit undan, og honum varð þungt um svar. - Ég met yður meira en nokkuð annað. Hún stóð augnablik kyrr. Svo fór hún að hneppa að sér kápunni. Andlitið var aftur orðið rólegt og sviplaust. - Já, já, við þurfum ekki að ræðast lengur við, og ég skal lofa yður því, að ég skal ekki koma aftur í slíka heimsókn. En þér komið á morgun — það er ákveðið. Það er aðeins eitt ennþá — þessi bréf frá ungfrú Dawson hjúkrunarkonu. Hann hristi höfuðið. - Nei, Anna, ég nota þau ekki. Það lá við, að hún reiddist aftur. - Við getum rætt um það á morgun. Ég hitti yður í stofn- uninni. Klukkan þrjú. Gleymið því ekki. - Nei, en það er ekki víst, að ég komi. - Jú, þér munuð koma! svar- aði hún. Þér eruð metorða- gjarn, eins og ég, og þér hend- ið ekki frá yður stærsta tæki- færi lífs yðar. Verið þér sæl- ir — þar til á morgun. Hún kinkaði kolli á sinn vanalega, ákveðna hátt með sigurglampa í augum — og svo var hún farin. Niðurl. í næsta bl. om Reiðstu því ekki, þótt annar viti meira en þú. Það getur verið dýrt að afla sér menntunar — en vanþekkingin er dýrari. Heimsmet. Þýzkur maður, Noll að nafni, setti um daginn heimsmet á mótorhjóli, er var sérstaklega byggt samkvæmt hugmynd hans. Hann ók 212,71 km. á klukkustund. Hér á myndinni sést hetjan ásamt hjólinu, sem er all- nýstárlegt að gerð. Frostið er napurt. Maðurinn, sem myndin er af, vef- ur ekki handklæði um höfuð sér af því að hann þolir ekki að hlusta á sína eigin hljónjlist, heldur af því að honum er í raun og veru kalt. Hann er einn úr hópi hinna 146 Englendinga, er fluttu til Vestur- Indía nú á dögunum, en þar er kalt í veðri um þessar mundir. Hjálpræðisherinn og aðrar áþekk- ar stofnanir tóku þessar soltnu og köldu manneskjur í sína umsjá. [35]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.