Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 15
sem flökkuúlfurinn hefur aflað sér á forustuárum sínum, er gera hann að hættulegasta dýr- inu á öllum norðurhjara ver- aldar. Og nú heyrði ég þetta gól, lágt í upphafi en síhækkandi, þangað til það náði hámarki, og síðan dó það út aftur. Síð- an varð löng þögn, að minnsta kosti tíu mínútur, en þá kom það aftur, og nú var það hærra og ekki eins langt í burtu. Einu sirmi enn kvað það við, enn- þá nær, og síðan tók við graf- arkyrrð næturinnar. Ég hlust- aði, og hver taug var þanin. Var það þefurinn af mér, sem hungraður úlfurinn hafði fund- ið, eða af einhverju dýri á næturflakki? j^ÉTT hjá neðri enda fallna grenitrésins sá ég allt í einu glitta í tvo græna ljós- depla. Þeir færðust nær, og bak við þá greindi ég draugalegan skrokk, sem læddist meðfram trjábolnum. Ég hrópaði upp, og dýrið hörfaði undan, en það kom brátt aftur. Ég hrópaði aftur og aftur, og hann hörfaði undan í hvert skipti. Einu sinni eða tvisvar hvarf hann skamma stund, en kom svo aftur. Ég hélt áfram að hrópa, þangað til rödd mín var orðin að hásu gargi. Úlf- ®um óx kjarkur, og hann færði sig hægt nær og nær, þangað til hann átti á að gizka tíu fet ófarin til mín. Þrátt fyrir það, í hve mikl- háska ég var staddur, gat ég ekki varizt því að finna til kaldhæðninnar í þessum að- stæðum. Hér var ég staddur, fullorðinn maður, alheilbrigð- Ur og vel að manni, á valdi heimilisblaðið dýrs, sem var helmingi minna en ég. Ég var fæddur og upp- alinn í skógum norðurhérað- anna og hafði vanizt skógarlífi og veiðimennsku Indíánanna allt frá barnæsku, og þó hefði jafnvel ekki fákænasti græn- ingi getað lent í verri klípu en ég var nú staddur í. Colt-skammbyssan mín, sem gat banað sex úlfum á tíu sek- úndum, hékk hlaðin við belti mér, en ég náði með hvorugri hendinni til hennar, svo að úlfurinn átti allskostar við mig. Þetta var fyrir neðan all- ar hellur. En hvort sem það var fyrir neðan allar hellur eða ekki, varð ég að gera það sem mér var unnt, meðan ég átti ein- hverja von eftir. Veiðimenn Indíána höfðu oft sagt mér, að úlfur réðist aldrei á mann, meðan hann gæti haldið uppi einhverri taktfastri hreyfingu. Ég tók nú að sveifla til hægri hendinni, taktfast fram og aft- ur, og ég sá, að höfuð og augna- ráð úlfsins fylgdu hreyfingunni eftir. Hann stóð í hálfgerðu hnipri, magur og sultarlegur, slefan lak úr kjafti hans, og það glitti í illúðleg, græn augun í stjörnuskininu, en hann færði sig ekki nær. Ég var dofinn af kulda, og ég varð svo þreyttur í hand- leggnum af þessari stöðugu hreyfingu, að ég fór að velta því fyrir mér, hversu lengi ég gæti haldið þessu áfram. AI- gert magnleysi var að gagn- taka mig. Brátt mundi ég ekki geta sveiflað hendinni lengur, og þá ... Þrjú skot gullu við — í f jarlægð, en þó greinileg í næt- urkyrrðinni. Óli var að gefa [13] mér merki um, að hann væri að koma. Vonarbylgja fór um mig allan, svo að nýr máttur streymdi í þreyttan handlegg minn í bili. En skothvellirnir virtust vekja úlfinn af athafna- leysinu, eins og hann fyndi, að hann hefði ekki lengur mik- inn tíma til umráða og yrði því að taka til óspilltra mál- anna. Hann bretti grönum og skreið nær. Kraftar mínir voru alveg að þrotum komnir; eftir augnablik hlutu vígtennur hans að snerta háls minn. Þungum líkama skaut gegn- um loftið. Tennur Natuks sukku í herðakamb úlfsins, hann rykkti honum frá trénu, og á næsta augnabliki veltust þeir hvor um annan þveran í grimmúðugu einvígi. Snjór- inn þyrlaðist í allar áttir, er baráttan færðist í aukana. Báðir börðust þegjandi, eins og úlfa er siður, ekkert heyrð- ist nema skellir í skoltum og bithljóð í tönnum, og einnig heyrðist óljóst, þegar skinn og kjöt var tætt í sundur. Hafi ég nokkurntíma beðið á æv- inni, þá bað ég þess, að himd- urinn minn ynni. Einvígið hélt áfram, harð- vítugt og miskunnarlaust, því að báðir aðilar börðust til að bana andstæðingnum. Natuk var að vísu lítið eitt þyngri, en úlfurinn var aftur á móti þaulreynt villidýr, sem hafði barizt til forustu í úlfahópn- um og haldið stöðu sinni ár- um saman í skjóli grimmdar sinnar og vígtanna. Um tíma gat ég engu um það spáð, hvor sigur bæri af hólmi. Að lokum stökk úlfurinn' upp úr lautinni hjá gryfjimni og upp þangað, sem slétt var L

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.