Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 16
undir. Natuk stökk á eftir honum, og feigðarglíman hófst aftur. Ég sá Natuk bíta öðr- um megin í háls úlfsins og sveifla honum á hrygginn. Þá hlýtur að hafa liðið yfir mig, því ég vissi ekki af mér fyrr en ég heyrði skammbyssuskot — það var Óli, sem veitti úlf- inum banaskot. IVfÉR fannst líða eilífðartími, þangað til Óli hafði bjarg- að mér úr þekju bjarndýra- gryfjunnar. Ég var svo aðfram kominn, að ég gat ekkert hjálp- að til sjálfur, og hann þurfti að taka á öllu, sem hann átti til, til þess að draga mig upp úr. Mér varð fyrst fyrir að líta á Natuk. Han lá í blóði drifnum snjón- um, hryllilega leikinn, sár við sár hátt og lágt. Allt hold var tætt af herðakambinum inn að beini, annað eyrað var rifið af og önnur síðan var sundur- tætt inn að rif jum, svo að inn- ýflin héngu út úr honum. En augnaráð hans talaði til mín sínu þögla máli, og hann reyndi að sleikja á mér höndina. Við höfum ekki mikla þörf fyrir tilfinningasemi á norð- urslóðunum. Lífið þar er of harðneskjulegt og dauðinn allt- af of nálægur til þess að við- kvæmar tilfinningar megni að þróast, og uppvöxtur minn meðal Indíána hafði stálhert tilfinningalíf mitt allt frá barn- æsku. En þegar ég sá vin minn og félaga liggja þarna svona sárt þjáðan, komst ég nær því að yfirbugast en nokkru sinni fyrr eða síðar. Samt var úlfurinn verr leikinn, og það hafði varla verið þörf fyrir kúluna hans Óla, til þess að veita honum hvíldina. Natuk var í andarslitrunum, en hann hafði borið sigur af hólmi. Ég vissi of mikið um sár, til þess að gera mér neinar vonir. Hið eina, sem ég gat gert fyrir Natuk, var að binda endi á þjáningar hans. Ég greip skammbyssu mína, en augna- ráð hundsins var mér ofviða. - Óli, sagði ég. Ég fel þér að gera miskunnarverkið á hon- um. Ég skreið inn á milli runn- anna, þjáður í hjarta, og vafði frakkanum mínum upp fyrir höfuð, þangað til ég heyrði óljóst hvellinn gegnum þykk- an loðfeldinn og vissi, að það var afstaðið. Við létum Natuk á sleðann, og daginn eftir gróf ég hann í rjóðri, rétt hjá kofa veiðimannsins, þar sem sólin náði að skína á gröfina hans. Við höfðalag hans reisti ég þungá trétöflu og skar djúpt í hana með hnífnum mínum þrjú orð — NATUK, SKUGGINN MINN Skátar voru að œfa hjálp í við- lögum á stríðsárunum. Loftárás átti að hafa verið gerð, og nokkrir skát- anna áttu að leika særða menn og aðrir hjálparsveitir, sem áttu að koma hinum til hjálpar. En hjálparsveitunum seinkaði, svo að einn hinna ,,særðu“ lá tímun- um saman á jörðinni og beið. Loks þegar hjálparsveitin kom á vettvang, var hinn ,,særði“ horfinn, en á jörðinni lá miði, sem á var skrifað: - Dó af blóðmissi og er farinn heim. Úr skólastíl: Óveður eru mjög tíð hér á landi, enda hafa þau órðið mörgum manni að bráð. [14] Veðurfræðingur. í Kanada læra Eskimóar veður- fræði. Þeir eru látnir starfa við norðlægustu veðurathugunarstöðvar landsins. Hér á myndinni sést Eski- mói, sem er veðurfræðingur. Sleða- hundurinn hans er með honum. Skemmtilegt skyldustarf. Borgarstjórinn í London, Alder- man Seymour Howard, þarf að sinna margvíslegum skyldustörfum, og eru flest þeirra sjálfsagt dauðleiðinleg. Einstöku sinnum bíða hans þó skemmtileg verkefni, eins og t. d. að heilsa upp á ungar þýzkar stúlk- ur á hjólaskautum, er sýna um þessar mundir í Olympia í London. HEIMILISB LAÐ IÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.