Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 18
stofunni. Hún fleygði frá sér svuntunni og eldhúskappanum og gekk síðan inn í skrifstof- ima. Kalmen var eldrauður í and- liti. Hann fleygði skinnhönzk- unum frá sér, án þess að mæla orð af vörum. Leda tók upp hanzkana og sagði varfærnis- lega: - Jæja, fimdurinn hefur gengið vel? - Nei, svo sannarlega gerði hann allt annað, urraði Kalm- en. Þarna var óþekktur blý- þakningamaður, og tilboð hans var lægra en okkar. Ég heimt- aði, að þaklagningameistaram- ir héma í borginni sætu fyrir vinmmni við dómkirkjutum- inn, en þá sýndi þessi óþekkti meistari þá dæmafáu frekju, að lesa upp úr lögum borgar- innar. Þar stendur víst, að geti einhver ókunnugur sannað hæfileika sína til starfsins, sé honum heimilt að taka þátt í svona útboðum — en þú mátt vera viss um, að ég lét hann vita, hverjum hér væri að mæta. Ég sagði honum, að mér fyndist það frekleg móðgun við koparlagningafélag, að venju- legur blýlagningamaður skyldi voga sér að gera tilboð á móti því. - Nú, þá hafið þið öll hans ráð í ykkar hendi, sagði Leda huggandi. - Ónei, ekki var því láni að fagna. Hann lagði fram ótal sannanir fyrir því, að hann hefði þakið fjölda af stórbygg- ingum, bæði með blýi og kop- ar, og jafnframt lagði hann fram vottorð um, að það hefði allt verið prýðilega gert. Þetta hreif dómkirkjuráðið — auk þess var tilboð hans mikið lægra en tilboðið frá kopar- lagningafélaginu. - Hvað svo? spurði Leda áköf. - Ég heimtaði, að leitað yrði eftir nýjum tilboðum, en dóm- kirkjuráðsformaðurinn vildi ekki heyra það nefnt, og sagði, að sá, sem hefði komið með lægsta tilboðið, yrði ráðinn til verksins. Hann vék einnig að því, að það hefði þurft að lag- færa þakið hvað eftir annað eftir að við þöktum það síðast. Þeir vildu ekki eiga' það á hættu með turninn, og þess vegna væri Claessen ráðinn. Hvað segir þú um þetta allt saman? - Ég segi, að koparlagninga- félagið hafi átt þetta skilið, anzaði Leda brosandi. - Steinþegiðu, hrópaði Kal- men, þér væri nær að standa með okkur. - Það geri ég nú líka — á yfirborðinu, svaraði Leda hlæj- andi. Komdu nú og borðaðu. Maturinn er tilbúinn. CKÖMMU eftir hádegi þurfti Leda að skreppa niður í bæ- inn. Hún lagði leið sína fram hjá kirkjunni. Vinnupallarnir stóðu allt í kringum tuminn, en áður en langt um liði mundi hann allur verða kopargljá- andi. Hún hafði séð teikninguna af honum liggja á vinnuborði föður síns, og hún komst í illt skap, þegar hún minntist þess, að það var ekki félagið, sem átti að sjá um bygginguna. En ef til vill hafði þetta ekkert verið nema mannalæti hjá þessum ókimna manni. Ef til vill gæti hann ekki lokið verk- inu á tilsettum tíma. - Hefur ungfrúin virkilega áhuga fyrir jafn hversdagsleg- um hlutum og byggingavinnu ? sagði ungleg rödd rétt hjá henni. Hún heyrði á þessum létta, syngjandi framburði, að maðurinn var ekki úr borginni. - Já, það hef ég sannarlega, svaraði Leda fjörlega. Hún var vön því að umgangast unga menn, sem voru stöðugt að koma og fara hjá föður henn- ar, og þessi, sem stóð við hlið hennar, var allra laglegasti strákur og mundi hafa verið hinn föngulegasti, hefði hann ekki haft ofurlitla kryppu, sem kom greinilega í ljós undir föt- unum: - En ég er undrandi yfir því, að þú skulir leita svona langt eftir atvinnu, bætti hún við. Rasmus veitti því eftirtekt, að henni varð litið á krypp- una, og hann leit undan. - Það verður ekki langt þangað til turninn verður tilbúinn, ung- frú. Nýir vendir sópa bezt. - Þú ert ef til vill þessi nýi vöndur? svaraði Leda stríðn- islega. - Þú átt kollgátuna. - Það er ómögulegt, að þú sért þessi ókunni blýþekjari, sem hefur tekið . . . Hún roðnaði og þagnaði skyndilega. Henni varð aftur litið á kryppuna. - Ég er sveinn hjá honum, og ég get svarið, að turninn verður tilbúinn á tilsettum tíma, sagði Rasmus ákafur og alvarlegur. - Þetta eru stór orð, anzaði Leda og kastaði hnakka, en faðir minn segir, að ekki sé til neitt annað koparlagningafélag í nærliggjandi borgum — og nú á blýleggjari að framkvæma [16] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.