Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 19
verkið, það getur ekki farið vel. - Mér virðist nú fremur, að þaklagningin þarna uppi geti engan veginn talizt góð, greip Rasmus fram í fyrir henni. Þótt ekki sé langt síðan það var þakið er oft búið að gera við það. Leda ætlaði að svara, en þá var lögð hönd á öxlina á henni. - Nú ertu búin að þvaðra nógu lengi, bamið gott. Það á ekki að deila við ókunnuga. Farðu nú undir eins heim. Augu Ledu leiftruðu af reiði, en hún varð að hlýða föður sínum og flýtti sér af stað. - Ég heyrði, hvað þér sögð- uð um þakið, hélt Kalmen áfram. En mistökin voru ekki hjá koparlagningamönnunum. Stóri mæniásinn var byrjaður að fúna, þegar hann var lagður, og það voru mistök hjá tré- smiðunum. Það komu sprung- ur í fúinn trjástofninn, og kop- arnaglarnir losnuðu. En það kemur okkur ekki við . . . - Það er ekki mitt að deila um þetta, svaraði Rasmus ró- legur, en þarna kemur Claes- sen . . . - Ég á ekkert vantalað við hann, hrópaði Kalmen ösku- vondur. Þegar fresturinn er út- runninn, mun ég láta til mín taka. Claessen kom til þeirra. - Herra Kalmen, sagði hann varfærnislega, væri það ekki betra, að félagið vildi fylgjast með verkum mínum? Það mundi ef til vill sannfæra þá hér í borginni, sem efuðust um hæfni okkar. - Mér finnst það í sannleika sagt nokkuð hart aðgöngu, ef við ættum að fara að hafa eft- irlit með verki, sem hefur ver- ið svikið úr höndum okkar. Þar fyrir utan hefur félagið afsalað sér skriflega öllum störfum við þak og turn kirkj- unnar að minnsta kosti á næstunni. DASMUS flýtti sér á eftir *■ Ledu, en þegar hann hafði náð henni, gekk hann lengi þögull við hlið hennar. Hann var allur í uppnámi, og hann vissi hvers vegna. Hann hafði rekizt á stúlkuna, sem hann hafði lengi dreymt um, án þess að hann hefði gert nokkuð til þess. - Hefurðu — hefurðu nokk- uð á móti því að tala við mig — við svein hjá Claessen? stamaði hann að lokum. - Mér fannst pabbi vera ósvífinn við Claessen, sagði Leda, hrygg í bragði. Auðvit- að er ég dóttir föður míns og ætti að taka málstað félagsins, en ég er hvorki blind eða heyrnarlaus. - Ungfrúin er fljót að hugsa, sagði Rasmus. - Kallaðu mig aðeins Ledu, það fer betur í munni. Hún brosti. - Ég er sonur Claessens og heiti Rasmus, sagði hann mjög lágt. Hún leit á hann stórum aug- um. Þau urðu bæði þögul. Svo lyfti hann húfunni og gekk leiðar sinnar. Þau hittust oft næstu dag- ana. Það var eins og Leda ætti alltaf eitthvert erindi framhjá kirkjunni. T’lMINN leið — og vinnan við dómkirkjuturninn flaug áfram. Koparplöturnar svifu af vinnupalli á vinnupall, og hamarshöggin glumdu jafnt og þétt. Berhöfðaðir, sólbrunnir og veðurbitnir komu feðgamir niður af vinnupöllunum, þegar húmið seig yfir — og oft hitt- ist svo á, að Leda hin fagra varð á vegi þeirra. Kvöld eitt stóð hún við kirkjuna og beið þeirra. - Hvernig gekk, þegar formað- ur kirkjuráðsins kom að líta á verkið í dag? spurði hún áköf. - Það gekk ágætlega, Leda litla, anzaði Claessen. Er það faðir þinn, sem langar til að vita það ? bætti hann við í glettnistón. - Þú álítur víst, að ég sé njósnari! sagði Leda og hnykl- aði brýnnar. - Nei, alls ekki, svaraði Claessen hlæjandi. Hann læsti dyrunum að stiganum upp í turninn. Lyklinum stakk hann milli tveggja planka, svo að Rasmus gæti tekið hann, ef hann yrði fyrri til vinnu morg- uninn eftir. Claessen átti eftir að ljúka einhverjum erindum niðri í borginni, en Rasmus gekk heim með Ledu. Þegar þau komu að ávaxtagarðinum hans Kalmens, gengu þau inn í hann — eins og svo oft áður síð- ustu vikurnar. Þau settust þög- ul á bekk undir gamla, stóra perutrénu. Rasmus tók á öllu, sem hann átti til af hugrekki, og hvísl- aði: - Leda, elsku Leda mín, gerir það nokkuð til, þó að ég sé skapaður — eins og ég er? - Nei, hvíslaði hún. Það gerir ekkert til. Leda hallaði sér upp að heimilisblaðið [17]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.