Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 35
dyra. Það var hryggðarsvipur á gömlu andliti hennar, og hún spurði hann spurningarinnar, sem hann var alls staðar spurður: - Hvernig líður Murdoch lsekni í dag? Hann sagði, umhugsunar- laust: - Eins vel og hægt er að bú- ast við. - Segið mér í hreinskilni, doktor. Haldið þér að honum muni batna? Það var eitthvað í rödd og framkomu konunnar, sem kom i veg fyrir það, að hann svar- aði, eins og hann var vanur að gera. - Nei, það held ég ekki! Hún kinkaði hugsandi kolli. - Það — það er víst líka bezt — það er álit flestra. - Já, ég hef gert það, sem í rnínu valdi hefur staðið. Það veit hamingjan, sagði Duncan úrræðalaus. * Já, það vita allir. Þér haf- ið reynzt afbragðsvel, læknir. Á meðan hann ók í gegnum bæinn, heyrði hann stöðugt fyrir eyrum sér viðurkenning- arorð konunnar. Þau vöktu hjá úonum traust og hlýju og sendu ljósbjarma inn í örvænt- ingarfullan og þjakaðan huga hans. J^lukkan var um eitt, þeg- ar hann kom heim. Fyrir utan læknishúsið beið stór leigubíU. Hann beit á jaxlinn. Hann vissi, hvað þetta merkti, vissi það, áður en hann hitti Önnu inni í litlu tilraunastof- unni. Hún sat þar og reykti vindling, til þess að drepa tím- ann. HEIMILISBLAÐIÐ - Eruð þér komin, Anna? sagði hann rólegri röddu. Mér finnst, að þér hefðuð átt að skilja, að ég kærði mig ekki um, að þér kæmuð. Ég hélt, að yður væri það ljóst eftir allar símahringingarnar og skeytin. - Já, símskeyti, sem þér svöruðuð ekki! Og símahring- ingar, sem þér létuzt ekki heyra! Hún drap í vindlingn- um í öskubakkanum með snöggum hreyfingum. Mundi það þá ekki liggja í augum uppi, að ég á ekki annars úr- kostar en að ræða við yður undir fjögur augu? Hann yppti öxlum og gekk að litla lyfjaskápnum í horn- inu. Hann tók þar út nokkur glös og fór að blanda ódýr lyf, sem hann hafði ákveðið handa sjúklingum sínum þá um morg- uninn. En þegar hún sá hann þarna fyrir sér, missti hún alla stjórn á sér. - Dunean! hrópaði hún. Eruð þér orðinn geðveikur? Stand- ið þér við að hella saman lit- uðu vatni í þessum tréskúr, þegar þér getið unnið á yðar eigin rannsóknarstofu? - Það er nokkuð í þessu lit- aða vatni, sem þér vitið ekki um. - Hvað skyldi það vera? skaut hún inn í. - Traust, svaraði hann ró- lega. Hún starði á hann með fyr- irlitningarsvip. - Þér hafið tapað vitinu! Þér eyðileggið álit yðar með því að selja fólki slík lyf. - Já, ef til vill, sagði hann. En ég stunda annan sjúkling. Hann liggur hér fyrir ofan. - Já, ég veit það. Ég hef skoðað hann. Já, þér þurfið [33] Ánaegðir neytendur. Hér sjást lítil systkini. Þeim hef- ur verið gefið súkkulaði og njóta þau þess greinilega af mikilli ánægju. Forsetinn þakkar. Argentínski hnefaleikarinn, Pas- cual Peres, kom nýlega heim til lands síns eftir að hafa unnið heims- meistaratitilinn í hnefaleik í Japan. Fjöldi manns tók á móti honum á flugvellinum með Peron forseta í fararbroddi. Forsetinn faðmaði hnefaleikarann innilega að sér í þakklætisskyni fyrir að færa land- inu í fyrsta skipti heimsmeistara- titil í hnefaleik.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.