Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 34
Vínkælir. Veitingahús eitt í Berlín er svo frumlegt að nota fílsfót fyrir vín- kæli. Gestirnir geta þreifað á eitr- uðum köngulóm, slöngum og hlé- börðum. Þess þarf tæplega að geta, að öll eru dýrin meinlaus, enda um eftirlíkingar að ræða. Snjórinn gleður. Nú er vetur í bæ um alla Evrópu. Börnin gleðjast alls staðar yfir snjónum, og það er kappsmál þeirra að búa til sem myndarlegasta snjó- k&rla. Á meðan þeir stóðu þarna, bar þar að skólastjórann og póstinn, og rétt á eftir kom jcmfrú Bell gamla í upplitaðri kápunni sinni. Hún var á leið að opna litlu vefnaðarvörubúð- ina sína. Það var kominn hóp- ur fólks, er nam staðar í þögn. - Hann hefur bjargað mörg- um mannslífum, sagði skóla- stjórinn loks og andvarpaði. Það er bágt að þurfa að sjá hann enda þannig líf sitt. Jómfrú Bell hristi höfuðið, raunaleg á svipinn. - Mér finnst það lýsa tak- markalausri grimmd að láta hann kveljast þannig. - Já, skaut Murray inn í, það væri sannarlegt miskunnar- verk að láta hann deyja. - Við skulum ekki dæma um það, Murray, sagði bæjarstjór- inn. Murdoch læknir hefur verið þessum bæ góður vinur. Og Drottinn mun taka hann til sín á þann hátt, er honum þykir bezt henta. Hann hristi hægt höfuðið, eins og til merkis um það, að þau skyldu halda áfram. Og svo kvöddust þau stuttlega og gengu hvert í sína áttina. í hinni algjöru þögn, sem ríkti A inni í húsinu, heyrðist hurð opnuð, og Duncan kom út frá sjúklingnum. Hann var órak- aður og var með svarta bauga undir augunum af þreytu. Hann hafði verið alla nóttina inni hjá Murdoch, en nú hafði Jean leyst hann af hólmi. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem hann vakti alla nóttina, og hann var svo máttlaus, að hon- um lá við að örmagnast. Hann studdi sig við vegginn og hvíldi höfuðið á hand- leggjunum. En hve hann hafði verið hreykinn af sjálfum sér, þegar honum tókst að koma liðunum saman, án þess að lífs- neistinn hjá gamla lækninum slokknaði. Og hve honum hafði legið við sturlun, þegar sjúkl- ingurinn var stöðugt meðvit- undarlaus. Dauðinn einn virt- ist geta breytt því ástandi. I fimm erfiðar og langar vik- ur hafði hann dvalið í Linton, án þess að fara svo mikið sem einu sinni til Edinborgar. Starfið hjá stofnuninni, skyld- ur hans og framtíðarvonir þar, voru í vitund hans eins og óljós draumur. Honum fannst það köllun sín að víkja ekki frá sjúkrabeði Murdochs. Og þó virtist allt erfiði hans unnið fyrir gýg. Hann heyrði símann hringja líkt og í fjarlægð, og Retta læddist á tánum til þess að svara. Hann andvarpaði, teygði úr sér og gekk niður. - Hvað var þetta, Retta? Sjúkrabeiðni? - Nei, læknir. Það var Edin- borg aftur. Það er stöðugt ver- ið að hringja þaðan. En ég segi, það sem þér báðuð mig um, að þér væruð ekki viðlát- inn. Hann kinkaði kolli. - Það var prýðilegt, Retta. Ef hringt verður aftur, þá skul- uð þér gefa sama svarið! Hann þurfti ekki að fara í margar vitjanir þennan morg- un. Bailey læknir hafði að vísu sagt lausu starfi sínu, en sök- um veikinda Murdochs var Duncan aðeins ónáðaður, þeg- ar brýna nauðsyn bar til. Þegar hann hafði lokið síð- ustu vitjuninni, fylgdi húsmóð- irin á heimilinu honum til [323 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.