Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 6
að byggja þar stóra, hring- myndaða girðingu úr þurrum þyrnigreinum og grafa kring- um hana djúpan skurð með grjóti einu og berum höndun- um. Fáeinir varðmenn eru skildir eftir til að gæta þeirra, en hinir þrælaveiðimennirnir halda af stað til nýrra mann- rána. Þegar um það bil 500 slík- um vesalingum hefur verið safnað saman, eru þeir hlekkj- aðir saman á höndum og um mitti, fjórir í hóp, og þá hefst gangan í austurátt í glóandi sólarhita og nístandi nætur- kulda eyðimerkurinnar. Lestin heldur áfram vikum saman, berfætt og oft tötrum einum klædd. Órmagnist einhver fanganna, er hann losaður úr fjötrunum og skilinn eftir. Sjakalar og gammar bíða hans . . . Ein byssa fyrir þrjár konur. Eftir nokkrar vikur birtast fjöll við sjóndeildarhringinn. Það eru Tíbestí-fjöllin við suð- urlandamæri Líbýu. Þangað koma sams konar lestir sunn- an að, frá Eritreu, Sómalílandi og Brezku Uganda. Þar er viðskiptastaðurinn fyrir „svarta fílabeinið", eins og þrælarnir eru nefndir á hinu litauðga máli Austurlandabúa. Enn eru reistar stórar fanga- girðingar. Njósnarar ríða dög- um saman í allar áttir, til þess að vera á verði gegn óþægi- legum heimsóknum. Kaup- menn frá Saudi-Arabíu og Hadramaut taka við veiðinni. Mannhjörðinni er skipt misk- unnarlaust niður eftir aldri, fegurð og líkamsþrótti. Við- skiptamennirnir eyða ekki löngum tíma í að prútta eða semja um kaupin. Skiptigjald- ið er fastákveðið: ein byssa fyrir þrjár konur, einn skot- færakassi fyrir tvo karlmenn upp að fjörutíu ára aldri, einn hnífur eða byssustingur fyrir soltið barn. Nokkuð af vopn- um þessum er komið af birgð- um þýzku Afríkuherdeildar- innar, og hafa Bedúínar frá Líbýu safnað þeim saman í eyðimörkinni. Nú leggur lestin af stað til Nílar undir nýrri stjórn. Þegar komið er yfir ána, er verzl- unarvaran flutt á vörubílum niður á strönd Rauðahafsins. Litlir vélbátar og arabiskar seglskútur smygla svarta fólk- inu að næturlagi fram hjá lög- regluvörðum Englendinga yfir á strönd Arabíu. Nokkur hluti þrælanna er fluttur beint á þrælamarkaðina í Suður-Ar- abíu, en allmargir eru samt fluttir um höfnina í Dsjidda til Mekka. Þar, í hinni heilögu borg Múhameðstrúarmanna, hitta þrælarnir fyrir sér pílagríma- hópa frá öllum löndum Mú- hameðstrúarmanna. Trú þeirra skipar pílagrímunum að losa sig við öll jarðnesk gæði í Mekka. Og þar sem spámað- urinn Múhameð hefur heitið því, að hver sá, sem gefi þræli frelsi, bjargi líkama sínum úr eldi helvítis, kaupa margir píla- grímar þræla og láta þá síðan lausa. En leysingjarnir hafa engin not af frelsi sínu, þar sem þeir eru staddir mörg þús- und kílómetra frá ættlandi sínu og þeim bjóðast engin bjarg- ráð. Þeir safnast því í hóp þeirra, sem sömu örlög hafa hlotið, og eru svo seldir á nýj- an leik, án þess að kaupmenn- irnir sjái nokkuð athugavert við það. Tvisvar í viku koma þeir, sem þræla vilja kaupa, sam- an á þrælamörkuðunum í Yashpim, Sione og Mukallah og skoða þrælana, sem þar eru boðnir til sölu. Stúlkur, milli ellefu og fjórtán ára, eru eftir- sóttasta varan. Forríkir sheik- ar, sem eiga heima í olíuhér- uðunum inni í landinu, senda þangað umboðsmenn sína til innkaupa. Þeir vita nákvæm- lega, hvað húsbændur þeirra girnast í kvennabúr sín. Þeir bjóða allt að 200 Maríu-Ter- esíudölum (h. u. b. 2 345,00 ísl. kr.) fyrir fallega vaxna stúlku. Stúlkur þessar eru síðan ald- ar upp í sérstökum skólum, þar sem þeim eru kenndar listir hóglífis og ásta, og þá kunn- áttu sína eiga þær síðar að nota til að gera framtíðarhús- bændum sínum lífið ljúfara. Erfiðara verður hlutskipti eldri kvennanna, sem aðeins eru metnar eftir vinnuþrótti sínum. Fyrir þær eru greidd- ar h. u. b. 275,00 ísl. kr., en karlþrælar eru seldir á kr. 390—585,00 og fer verðið eft- ir líkamshreysti og verklagni. Þeir eru síðan látnir gegna störfum sem þjónar, verka- menn, lífverðir eða hermenn. Fjallháir hlaðar af skýrslum. f glerhöll Sameinuðu þjóð- anna við East River í New York dást þúsundir manna daglega að skjali, sem kallast hinu mikilfenglega nafni „Mannréttindaskrá". I henni er hverjum einasta manni tryggt óskerðanlegt og óafsal- anlegt frelsi, hvort sem hör- [4] HEIMILISBLAÐ IÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.