Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 21
lætur einhvem óþokka, sem er að reyna að eyðileggja verk okkar hér, hafa hann. - Herra Claessen, svaraði Leda skjálfandi, þessi óþokki er faðir minn. En hvernig hann hefur getað komizt inn, hef ég ekki minnstu hugmynd um. Ég sá hann aðeins læðast hingað um hádegið í gær, með- an þið voruð að borða. Ég veit ekki, hvað hann hefur gert af sér, en það sem ég ætlaði að segja, var það, að ég fer að heiman í dag. Ég þoli ekki að vita og — sjá . . . Hún sneri sér frá honum og ætlaði að fara. Claessen greip í hana og hélt henni fastri. Hann laut niður að henni og kyssti hana. - Hvað er þetta? hrópaði hún nokkrum mínútum seinna. Það er einhver uppi í tuminum. - Það eru líklega einhver ný óþokkabrögð, muldraði Claes- sen. En Rasmus á að vera þar. Bíddu eftir mér hérna. Leda stóð hreyfingarlaus, meðan hann klifraði upp. Hræðilegum grun laust niður hjá henni. Þegar Claessen kom að staðnum, þar sem spjöllin höfðu verið framin, sá hann syn, er olli honum svima. Son- Ur hans lá þar klemmdur milli ^veggja planka. Hann hreyfð- ist ekki. Hversu smávægileg hreyfing sem var hlaut að sporðreisa plankana. Claessen náði sér í kaðal í dauðans ofboði. Með óendan- legri varkárni og þolinmæði tókst honum að binda kaðlin- um utan um meðvitundarlaus- an Piltinn. Þegar hann hafði fest kaðlinum vandlega, opnaði Rasmus augim. Hann starði al- heimilisblaðið gerlega utan við sig á föður sinn. Það liðu ekki nema örfá augnablik, þangað til lærling- urinn og sveinninn komu hon- um til aðstoðar við að koma piltinum á öruggan stað. Claes- sen tók son sinn varlega í fang- ið og bar hann niður á jörð. Lærlingurinn hljóp af stað eft- ir lækni. Þegar Claessen kom niður, varð hann algerlega magn- þrota, kaldur sviti spratt út um hann allan, og hann varð ná- fölur í framan. - Er hann lifandi? hvíslaði Leda. - Ég fann hjartað slá, þegar ég bar hann niður, en hann getur verið meiddur innvortis. Rasmus opnaði augun. Hann leit undrandi á föður sinn og síðan á Ledu. Nú gat Leda ekki stillt sig lengur, hún kastaði sér yfir Rasmus og þakti andlit hans með kossum. - Elsku Rasmus, ég var nærri því orðin brjáluð af hræðslu um þig. - Þú — elskar hann, hvísl- aði Rasmus og leit á föður sinn. - Hvers virði er hann á móts við þig! hrópaði Leda. Claessen brosti hamingju- samur og gekk út á dómkirkju- torgið, til að svipast um eftir lækninum. Að gefnu tilefni. ViS flísina mér illa er, — eins og fleiri konum, — en ég gamla bjálkann ber betur öllum vonum. GuSrún GwSmundsd. [19] Ungur listmálari. Evelyn Rowland heitir þessi nítján ára málari. Hún er fædd í Kína, en hefur alizt upp hjá foreldrum sín- um í Burma. Nú á hún heima í Englandi. — Evelyn finnst bezt að vinna í baðkeri. Hún hefur hug á að fara í bíl um eyðimörkina Sahara til þess að mála. En það er ótrúlegt að hún geti haft baðkerið með sér. Þráðanet. í Frakklandi hefur verið fram- leitt nokkurs konar þráðanet, sem klæðskerar nota við fatasaum. Þræðirnir eru gerðir úr plasti, sem hefur þann eiginleika að togna við rafmagnsstraum, en harðna síðan. Þannig er auðvelt fyrir klæðskera að fá nákvæma eftirmynd viðskipta- vinanna, svo að þeir þurfa ekki að ómaka sig til þess að máta.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.