Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 32
ugt. Skyndilega kenndi bátur- inn grunns. Þeir stukku út úr honum og drógu hann upp á bakkann. Uppi á næstu hæð sáu þeir dauft ljósker, og þeir hröðuðu sér í áttina til þess. Nú sáu þeir rafmagnsorkuverið og aluminiumverksmiðjuna, sem ennþá var í smíðum. Umhverf- is húsin var hópur af verka- mönnum og fólki neðan úr dalnum. Út um flóðgátt stíflunnar rann iðandi vatnsstraumur niður í dalinn fyrir neðan. En það var alvarlegra rennsli út um sprungu á stíflunni. Vatnið fossaði út um sprung- una og reif stöðugt nýjar stein- blokkir með sér. Duncan hraðaði sér áleiðis. Sú hugsun rúmaðist ein í heila hans, að komast sem fyrst til Murdochs, enda þótt all- ir hefðu hugann við þau ósköp, sem í nánd voru. Sprungan í stíflunni stækk- aði óðum. Stórar steinblokkir flugu í gegnum loftið eins og fallbyssuskot. Stíflan lét hægt undan. Eins og pappalíkan rið- aði þetta stóra mannvirki og hrundi saman. Vatnsflaumur- inn æddi eins og stórfljót áleiðis. - Hamingjan góða! hrópaði McKelvie. Það er eins og dóms- dagur væri kominn. Duncan stóð augnablik eins og þrumu lostinn, en svo rudd- ist hann í gegnum mannþröng- ina til skrifstofu virkisins. Það var ljós á bak við gluggatjöld- in. Hann sá skugga af mönn- um þar inni. I fremri skrifstofunni voru margir af aðalmönnum virk- isins staddir: Scott, séra Simp- son, Leggat — allir gamlir fjandmenn hans úr bæjarráð- inu í Levenford. Heiðarlegi-Jói sat við skrifborð sitt — hann var niðurbrotinn maður. Duncan gekk þvert yfir her- bergið og inn í innri stofuna. Þar fann hann loksins gamla lækninn frá Strath Linton. 11. kapítuli. Valið. URDOCH lá á bekk í miðju herberginu með gróft ull- arteppi ofan á sér. Hann lá hreyfingarlaus á bakinu. Jean sat á stól við hlið hans. Hún var föl og tekin, en hún grét ekki. Skammt frá stóð ungur maður, sem ' Duncan þóttist vita, að væri læknir virkisins, doktor Bailey. Duncan læddist varlega að bekknum. Andlit gamla lækn- isins, sem áður hafði verið svo blómlegt, var nú grátt eins og leir. Hann var rænulaus. Dun- can leizt ekki á blikuna. - Ég er Stirling læknir frá Edinborg, sagði Duncan lágt við starfsbróður sinn. Er hryggurinn skaddaður? Bailey læknir kinkaði kolli. Hann bar þess glögg merki, að hann hafði átt erfiðan dag. - Það hitti hann steinblokk í bakið. Hálsliðirnir eru brotn- ir, og mjöðmin er úr liði. Þá eru brotin mörg rifbein, auk þess, sem búast má við blæð- ingu innvortis. - Hvað hafið þér gert? - Ég hef gert það, sem ég hef framast getað, sagði ungi læknirinn, líkt og í sjálfsvörn. Látið hann hafa hitapoka og gætt þess, að hann lægi kyrr. Það má ekki flytja hann, mæn- an getur skaddazt á því. Hvað er annað hægt að gera? taut- aði hann. Hann á ekki langt eftir. Duncan sá, að Murdoch opn- aði augun. Það brá fyrir glettn- isglampa í þeim, og honum tókst með erfiðismunum að hvísla: - Látið nú ekki hina al- ræmdu skozku skapsmuni yðar bitna á Bailey lækni! Hann hefur á réttu að standa. Ég á ekki langt eftir! - Talið ekki þannig. - Maður, sem liggur fyrir dauðanum, segir það, sem hon- um sýnist, mælti Murdoch. Þér hljótið þó að sjá, að ég, sem orðinn er gamall maður, get ekki lifað þetta af. Djúp stuna leið frá brjósti Jean, og hún sneri sér undan. - Svona, svona, stúlka mín. Ég sá þig ekki. Það er óeðli- lega dimmt hérna inni. Réttu mér höndina þína, kæra Jean. Gráttu ekki, vina mín. Duncan hallaði sér hrærður áfram. - Kæri læknir. Þér megið ekki gefast þannig upp! Jean, sleppið hendi föður yðar. Sleppið, segi ég, og lofið okk- ur að vera einum hjá honum. Hún stóð á fætur og gekk hægt út úr herberginu. Duncan lagðist á hnén og hvíslaði í eyrað á Murdoch: - Murdoch! Eruð þér orð- inn gamall kettlingur? Hvað er orðið af skozka skapinu yð- ar? Heyrið þér til mín? - Látið mig vera í friði, taut- aði gamli læknirinn. - Nei, það veit hamingjan, að ég geri ekki! hvíslaði Dun- can lágt. Herðið upp hugann, maður! [30] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.