Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 22
SR. PHILIP C. M. KELLY HJÚIVABAIVDIfl Undir þessari fyrirsögn mun Heimilisblaðið fyrst um sinn birta stutta, valda kafla úr bók um hjónabandið eftir séra Philip C. M. Kelly, prest í Massachusetts í Bandarikjunum. Ekki er unnt að birta bókina í heild, heldur verður sleppt úr köflum og stytt í þýðingu, þar sem henta þykir. I. SPURNINGAR OG SVÖR UM HJÓNABANDIÐ 1. Ber að líta svo á, að líf í hjónabandi sé ógöfugra en einlífi og að það sé eins konar flótti frá erfiðleikum? T ÍTI einhver svo á, er það að- éins vottur þess, að hann telur allt líf ógöfugt. Að vísu kunna menn að losna við ýmsa erfiðleika með hjónabandinu, svo sem yfirráð foreldra, ein- stæðingskennd, öryggisleysi og ótta við framtíðina, en sé litið á fyrirætlun Guðs, er sönnu nær að segja, að hjónabandið sé lausnin á mörgum þessum vandamálum. Þar sem „það er eigi gott, að maðurinn sé einsamall", skapaði Guð konuna, til þess að karl og kona mættu, sam- einuð í kærleiksbandi eigin- orðsins, hjálpa hvort öðru til þess að fást við þau vandamál, sem heimurinn leggur þeim á herðar, og vinna að eilífri sál- arheill sinni með Guðs hjálp. Hjónabandið er leiðin til sálu- hjálpar fyrir flesta menn, al- veg eins og hin göfuga köllun til prestskapar og trúarlífs er ekki flótti, heldur leiðin til sáluhjálpar fyrir þá, sem til þeirra starfa eru útvaldir. Því ber að líta á hjónabandið frá sjónarmiði trúarinnar, ekki sem ófullkomið og ógöfugt líf- erni, heldur sem guðlega köll- un, helgandi og helgaða af Drottni. 2. Sumt fólk talar um hjóna- bandið eins og í þvi felist eitthvað óhreint, ósiðlegt, ruddalegt og rangt. Við vit- um, að öll náin mök karls og konu utan hjónabands eru syndsamleg, en hver eru þá viðhorf kristins manns gagnvart hjónalífi? TTVAÐA heimild hafa menn- irnir til að dæma ráðstaf- anir Guðs ? Guð sameinar mann og konu í hjónabandinuogskip- ar þeim að lifa saman sem þau væru eitt hold og að ala börn til þegnskapar í konungsríki himnanna. Það er ekkert óhreint, ósiðlegt, ruddalegt eða rangt í því að hlýða Guði. Orð Guðs við Pétur postula má vel viðhafa um hjónabandið: „Það sem Guð hefur lýst hreint, skalt þú ekki lýsa vanheilagt". (Post. 10, 15). Ástamök í hjónabandi eru ekki aðeins hrein og lögleg, heldur eru þau kærleiks- og réttlætisskylda. Þau eru heilög og Guði velþóknanleg og gagn- leg til sáluhjálpar. „Maðurinn láti konunni í té það sem skylt er, og sömuleiðis einnig kon- an manninum. Ekki hefur kon- an vald yfir sínum eigin lík- ama, heldur maðurinn, en sömuleiðis hefur einnig mað- urinn ekki vald yfir sínum eig- in líkama, heldur konan. Hald- ið yður eigi hvort frá öðru, nema þá eftir samkomulagi um stundarsakir, til þess að þér getið haft næði til bænarinn- ar . . .“ (1. Kor. 3—5). Sé eitt- hvað illt til í hjónabandinu, þá er það hrokafull, síngjörn og kuldaleg synjun hjónabands- réttindanna, þar sem aftur á móti vegsemd hjónabandsins felst í hlýðni hjónanna við Guð með þjónustu við ástina og þarfir hvers annars. Frh. [20] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.