Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 28
borizt, að þér hafið sótt um stöðuna? - Já, það er rétt, svaraði Duncan stuttlega. - I trúnaði sagt er það allt annað en skemmtilegt, að við skulum keppa opinberlega. Ov- erton yppti öxlum, elskulegur á svip. Annar okkar hlýtur að bíða lægri hlut. - Ég þakka yður nærgætni yðar. - Mér er vel við yður, Stirl- ing, sagði Overton. Hvers vegna náið þér yður ekki í þægilega stöðu, fyrst yður gengur starfið svona prýði- lega? - Þér álítið, að ég eigi ekki að hætta á neitt? - Já, einmitt! Þér eigið mikla framtíð fyrir yður í sérgrein yðar. Þér ættuð að íhuga ráð yðar og skipta yður ekki af . . . - Já, skaut Duncan inn í. Þér viljið gefa mér góð ráð og jafnvel lykil að himnaríki að auki, ef ég læt það afskipta- laust, þótt þér verðið leiðtogi stofnunarinnar. Hæðnin leyndi sér ekki í rödd Duncans. Overton roðnaði upp í hárs- rætur. - Ég ætlaði aðeins að koma í veg fyrir óhjákvæmileg von- brigði yðar. - Jæja, ég verð víst að sætta mig við þau. - Já, og þér verðið að sætta yður við fleira! Overton skalf af reiði. Þegar ég hef verið settur í embættið, skal ég ekki gleyma að veita yður það, sem þér eigið skilið. Þér hættið þá kannske að vera eins hroka- fullur, þegar ég hef sent yð- ur skriflega uppsögn. - Ég hef ekki ennþá hlýtt fyrirskipunnum frá yður, og ég hef ekki hugsað mér að gera það í framtíðinni. - Jæja, en við sjáum nú til! hrópaði Overton. Hann gleymdi allri varkárni. Ég ætla að gefa yður fyrirskipun þeg- ar í stað! Reynið ekki að gefa Margréti undir fótinn. Hún er konan mín — en ekki yðar! - Við hvað eigið þér? spurði Duncan hvassyrtur. - Það, sem felst í orðunum. Þér hafið gefið henni undir fót- inn mánuðum saman! - Ég krefst þess, að þér takið orð yðar aftur, Overton, þótt það væri ekki nema vegna konu yðar! - Fjandinn hafi það! Það vissu allir um veikleika yðar fyrir kvenfólki, á meðan þér voruð á St. Andrews og um samband yðar við önnu! Ég kæri mig ekki um slíkan orð- róm í sambandi við konu mína! Dimcan gekk skrefi nær honum. - Ef þér viðurkennið ekki, að þér farið með lygi, ber ég yður til óbóta, Overton! - Ég lýg ekki! Margrét hef- ur sjálf sagt mér það. 1 sama bili kom Margrét inn í skrifstofuna. Hún nam stað- ar og virti þá fyrir sér, róleg og glæsileg. Það leyndi sér ekki, að henni var ljóst, að þeir höfðu átt saman alvar- lega orðasennu. Hún lét sem hún sæi ekki Duncan og brosti við manni sínum. - Ætlar þú ekki að borða með mér morgunverð, vinur minn? - Jú, ég er að koma, Margrét, ef okkar ágæti Don Juan hef- ur ekkert á móti því. Hún lét, eins og hún sæi Duncan fyrst núna og kinkaði yfirlætislega kolli tií hans: - Þessi Don Juan, sagði hún, ætti að leggja meira upp úr klæðnaði sínum. - Virðist þér það, sagði Duncan. - Já, í hreinskilni sagt gat ég ekki varizt að veita því athygli, hversu þú varst sveita- legur til fara í samkvæminu um daginn. - Það er enginn vandi fyrir mig, Margrét, að vera utan dyra. - Nei, en við sjáumst tæp- lega oft í vetur. Ég er vön að halda samkvæmi til þess að styðja framboð Euens, en ég geri ekki ráð fyrir, að þú finn- ir löngun til þess að mæta. - Nei, þú getur rétt til um það. Hún lagði höndina létt á öxl Overtons og strunsaði út úr skrifstofunni. Það lá í augum uppi, að hún hafði ekki sagt manni sínnum rétt til um það, er skeði á milli hennar og Dun- cans um kvöldið á dansleikn- um. Duncan var ljóst, að hún vildi styðja Overton með öll- um ráðum og jafnframt reyna eftir megni að rýra álit Lees prófessors á honum. Fyrir utan skrifstofudyrnar rakst hann óvænt á feitan mann í regnfrakka og með pípuhatt á höfði. Þetta var enginn annar en Heiðarlegi- Jói. - Góðan daginn, góðan dag- inn, hrópaði verksmiðjueig- andinn kampakátur. Hann var móður og hafði sýnilega flýtt sér. - Þér eruð einmitt maður- inn, sem ég var að leita að! Ég hef boðið syni mínum og tengdadóttur að borða með [26] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.