Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 30
yður mikinn tíma til að lyfta yður upp í seinni tíð. Ég hef að minnsta kosti ekki séð yður hjá frú Overton! - Nei, svaraði Duncan, án þess að líta á prófessorinn. - Það er annars undarlegt, þar sem sagt er, að þér séuð mikill vinur kvenna, Stirling. Að minnsta kosti má lesa um það í blöðunum. Duncan roðnaði. - Já, já, en heima hjá mér í kvöld verður ekki kvenfólk — aðeins karlmenn. En þér munuð hitta framkvæmda- nefnd stofnunarinnar. Þér þekkið Inglis rektor, en auk hans koma Lenzie dómari, Brandt prófessor og ég sjálfur. Það var ekki vandasamt að sjá tilganginn með þessu mið- degisverðarboði. - Þér sýnið mér mikinn heið- ur, Lee prófessor. Ég þakka yður innilega fyrir. Ég mun áreiðanlega mæta. - Prýðilegt! En ég vil geta þess, að mönnum leikur mik- ill hugur á að spyrja yður ým- issa spurninga varðandi rann- sóknir yðar. Gætið þess að hafa sennileg svör á reiðum höndum, vinur minn! - Ég er vanur að segja sann- leikann, prófessor! Lee hló lágt. - Ég las annars ritgerðina yðar í gærkvöldi. Hún hefði getað verið verri. Duncan stóð kyrr við smá- sjána eftir að prófessorinn var farinn. Hugur hans var í upp- námi. Það var ekki laust við, að hann væri dálítið hreykinn. Hann heyrði ekki, þegar hurð- in var opnuð aftur og Anna stóð allt í einu fyrir framan hann. Hún var í regnkápu og með hatt og spurði undr- andi: - Hafið þér gleymt því, að við ætlum í óperuna, Duncan? - Þér verðið að fara ein, Anna, sagði hann rólega. Ég er önnum kafinn. Hún settist á borðröndina og hnyklaði brýnnar. - Duncan, sagði hún angur- vært. Það brá fyrir nýjum tón í rödd hennar, sem hún hafði notað í seinni tíð í samræðum þeirra. Ég veit, að hverju þér keppið. En þegar ég ráðlagði yður að berjast til þrautar, átti ég ekki við það, að þér biðuð varanlegt heilsutjón. Þér verðið mér ekki til neins gagns, þegar þér eruð dauður. - Þér skuluð ekki hugsa þannig. Ég hef aldrei verið jafn heilsuhraustur. Hann leit glaðlega til hennar. - Lee prófessor hefur boðið mér að borða hjá sér í kvöld. - Hvað segið þér? Hún stökk niður af borðinu. - Hann var hérna fyrir nokkrum mínútum. Hann var ákaflega vinalegur og spaug- samur. Og svo bauð hann mér til miðdegisverðar í kvöld ásamt framkvæmdanefnd stofnunarinnar. Hann hafði aldrei fyrr séð hana eins æsta. Rödd hennar titraði af geðshræringu. - Já, en skiljið þér ekki, hvaða þýðingu þetta hefur fyr- ir yður? Það liggur í augum uppi! Lee ætlast til þess, að þér verðið eftirmaður hans. Mig hefur alltaf grunað, að þér væruð í miklu uppáhaldi hjá honum. Ef þér haldið rétt á spilunum . . . Rödd hennar varð hvell. Þeir munu sjálfsagt minnast á skrifin um yður í [28] blöðunum. Gerið þá forvitna, og meðan þið sitjið við vínið eftir miðdegisverðinn skuluð þér láta, eins og þér vitið ekki, hvernig þér eigið að svara fyr- ir yður. Og sýnið þeim þá bréf- in frá ungfrú Dawson! Hann kinkaði kolli. - Já, það er snjallræði. - Grúss Gott! hrópaði hún hrifin. Bara ég gæti séð fram- an í þá. Það verður reiðarslag! Þér fáið stöðuna! - Ó, takið þessu nú með still- ingu, Anna, sagði hann hvasst. Ég hef ekki ennþá verið út- nefndur. En það var engin leið að stöðva hana. Hún hélt látlaust áfram að tala í mikilli geðs- hræringu. Hún óskaði honum til hamingju og æddi fram og aftur um rannsóknastofuna. Og það leið langur tími, unz hún fór og hann fékk næði til að vinna. EGAR Duncan kom heim, hafði hann aðeins hálftíma til stefnu, til þess að skipta um föt, áður en hann varð að fara aftur út í lemjandi slagviðrið. Hann settist fyrir framan arin- inn, blandaði sér í glas og leit yfir kvöldblaðið. Allt í einu rak hann augun í frétt, sem vakti hjá honum áhuga. „Slys í Strath Linton. I dag varð slys við hið nýja rafmagnsorkuver í Strath Lin- ton, en orsök þess eru hinar óvenju miklu rigningar að und- anförnu. Stífla brast, og fimm menn létu lífið, en sjö slös- uðust alvarlega. Það tók á ann- an klukkutíma að bjarga mönnunum. Murdoch læknir var þar staddur ásamt Bailey HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.