Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 26
og svo lagði hann af stað með sverðið og flaug í fuglslíki yfir land og synti í fisklíki yfir vatn, og honum sóttist ferð- in svo vel, að hann kom á ákvörðunarstaðinn tveim stundum fyrir tilsettan tíma. En hann var svo þreyttur eftir ferðalagið, að hann treysti sér ekki til að ganga strax fyr- ir kónginn. Lagðist hann því til svefns í laufbing úti í skógi. Annar hermaður, sem stóð á verði skammt þaðan, sá til hans, hjó af honum höfuðið, fór til kóngsins með sverðið og sagði: - Náðugi konungur minn, hér hafið þér sverðið yðar, sem þér óskuðuð að fá. Kóngur varð glaður við, er hann fékk sverðið sitt góða, sem hann hafði vegið svo marga óvini sína með. Hann þakkaði manninum, sem sótt hafði sverðið, og sagði: - Þegar stríðinu er lokið og við komum heim aftur, þá slá- um við upp brúðkaupsveizlu þinni og dóttur minnar, og það skal nú verða veizla í lagi. Stríðið stóð yfir nokkurn tíma, en svo vann kóngurinn borg af hinum kónginum, og síðan sneri hann með her sinn aftur heim í ríki sitt og fór að undirbúa brúðkaup dóttur sinnar. Þegar prinsessan sá manns- efni sitt, spurði hún: - Hafið þér nokkuð til sann- indamerkis um, að ég sé heit- mey yðar? Hvaða sannindamerkis þarfnast ég, þar sem þér eruð heitin mér? svaraði festarmað- urinn með rembingi. - Hafið yður á brott frá mér! Ég verð ekki konan yðar, ef þér hafið ekkert til sannindamerk- is. Rétti unnustinn minn geym- ir merki um trúlofun okkar, sagði prinsessan hvassmælt, og hún lýsti því yfir, að hún færi ekki í kirkju til að láta gifta sig, fyrr en henni væri sýndur hringurinn, sem hún hafði fengið unnusta sínum. Nú komu hershöfðingjasyn- ir, furstasynir, kaupmannasyn- ir og alls konar mektarmenn til kóngshallarinnar, og allir sýndu þeir prinsessunni hringa sína, en enginn þeirra var sá rétti. Frelsarinn og Sankti Pétur voru enn á ferðinni og komu nú á þær slóðir, þar sem kóng- urinn hafði háð stríðið. Þá kemur Sankti Pétur auga á dá- inn mann við veginn og segir við Frelsarann: - Þarna liggur hann þá, mað- urinn, sem við gáfum hæfileik- ann fyrir góðverk sitt. Einhver hefur höggvið af honum höf- uðið. Góði Drottinn, gefðu hon- um aftur lífið og gamla hæfi- leikann sinn, því að hann var svo hjálpsamur við okkur, þeg- ar við hittum hann áður. - Þvoðu af honum blóðið, svaraði Frelsarinn. Sankti Pétur gerði það, og svo setti Frelsarinn höfuðið á hann aftur, og maðurinn lifn- aði við og hresstist brátt. Þeg- ar hann raknaði við og leit til sólarinnar og himinsins, sagði hann: - Aha, ég hef víst sofið nokkuð lengi! - Lengur hefðirðu sofið, vesalingurinn, ef við hefðum ekki fundið þig, sagði Sankti Pétur. Stattu á fætur og flýttu þér heim í kóngsríkið, því að þar er verið að slá upp brúð- kaupi heitkonu þinnar. Þú nærð þangað ennþá áður en vígslan fer fram. Þegar maðurinn heyrði þetta, beið hann ekki boðanna, heldur flaug í fuglslíki yfir land og synti í fisklíki yfir vatn, þangað til hann kom til kóngs- hallarinnar. Þegar þangað kom, settist hann á glugga- sylluna hjá prinsessunni, og hún þekkti strax aftur fugla- sönginn og hleypti honum inn. Þegar hann kom inn í herberg- ið, varð hann að manni, og þá spurði hún: - Eruð þér enn með hálfa hringinn ? - Ég hefði nú haldið það, sagði maðurinn. Og þegar þau báru hring- helmingana saman, féllu þeir nákvæmlega hvor að öðrum. Þá gekk prinsessan til föður síns og sagði: - Hér er kominn unnusti minn, og með honum vil ég ganga í kirkju til að giftast. Þegar kóngurinn heyrði þetta, gekk hann inn í herbergi dóttur sinnar. Þar sá hann manninn, sem hélt á hálfum hring dóttur hans í hendinni. - Hvar hefur þú tafið svo lengi? spurði hann undrandi. Maðurinn sagði honum nú upp alla sögu og það með, hvernig Frelsarinn og Sankti Pétur hefðu hjálpað sér. Þegar kóngurinn hafði hlýtt á sögu hans og sá þar að auki, að hringhelmingamir stóðust ná- kvæmlega á, lét hann gifta dóttur sína þeim manni, sem í raun og veru hafði sótt sverð- ið. En hinn hermanninn, þann svikula, lét hann kaghýða og rak hann síðan burt úr ríki sínu. Og kann ég ekki þessa sögu lengri. [24] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.