Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 12
svipusmellir komið forustu- hundinum úr sporunum, fyrr en hvolpurinn var kominn á sinn stað. Ég hafði strax ákveðið, að hann skyldi ekki verða sleða- hundur, heldur einkafélagi minn, enda reyndist hann af- burða félagi. Hann fylgdi mér á öllum gönguferðum mínum í skóginum, og ef ég var að leita mér að einhverju í soðið, leitaði hann uppi kanínur fyr- ir mig til að skjóta. Ég vandi hann fljótt af því að elta þær, og ég kenndi honum margt, eftir því sem vitsmunir hans þroskuðust. Stundum skildi ég einhvern hlut eftir á dyraþrep- inu og vandi hann á að snúa aftur til að sækja hann, þang- að til hann gerði það örugg- lega, þótt við værum komnir langa leið að heiman. Síðar vandi ég hann á að fara heim með einhvern hlut, vettling eða eitthvað þess háttar, skilja hann eftir við dyrnar og koma svo til mín aftur. Það stafaði ef til vill af því, að hann varð aldrei fyrir jafn harðneskjulegri meðferð og beita verður við sleðahunda, að hann var tilfinninganæmari en ég hef nokkru sinni vitað dæmi til hjá Eskimóahundum. Ég þurfti aldrei að berja hann, alvarlegasta áminningin, sem hann þarfnaðist, var létt högg með fingurgómi á trýnið, og ef hann fékk það, leit hann á mig með eymdarsvip, eins ,og hann vildi segja: - Hvað hef ég nú gert af mér? Sem varð- hundur átti hann ekki sinn líka. Enginn ókunnugur komst að kofanum, nema ég hefði áð- ur sýnt hundinum hann, og þá þefaði hann af honum í krók og kring með lágu urri, og eft- ir það brást það ekki, að hann þekkti hann, ef hann bar síð- ar að garði. EGAR hann var fullvaxinn, var hann orðinn glæsileg- ur hundur, og við vorum óað- skiljanlegir félagar. Hann sleppti varla af mér augunum og elti mig hv$rt sem ég fór. Ég kallaði hann „Natuk“. Það orð er úr máli Vestur-Eski- móa og þýðir ,,skuggi“. Við bjuggum einir sér, langt frá öllum mannabyggðum, og við urðum því betri vinir sem lengra leið, þangað til mér var farið að finnast að hann vissi upp á hár, hvað ég hugsaði. Natuk var fallegt dýr, um það bil þrjátíu þumlungar á herðakambinn og sextíu kíló að þyngd. Hann líktist safala- hundi að lit, þótt hann væri lítið eitt ljósari, og loðin hárin voru dökk í endann, sérstak- lega á nárunum, en breitt brjóstið var nærri því hvítt. Sennilega hefur faðir hans ver- ið af gráúlfakyni, því að úlfs- svipurinn á höfði og eyrum leyndi sér ekki, en þegar litið var framan í hann, benti hvit- leitt yfirbragðið til þess, að móðir hans hefði verið af Nýfundnalandskyni, og þang- að hefur hann því átt þyngd sína og krafta að rekja. Loðið skottið bar hann upphringað, svo sem Eskimóahunda er siður. Ég var ráðinn til að gegna læknisstörfum í lögregluliðinu, en þar sem þarna var mjög strjálbýlt, þurfti ekki oft á lækni að halda, svo að ég sinnti beinum lögreglustörfum meira en til var ætlazt, sérstaklega eftirliti með aðkomumönnum, sem flæktust þarna inn í hér- aðið, og öflun upplýsinga um þá. Um það bil fimmtíu míl- ur í burtu bjó vinur minn einn, Dogrib-Indíáni, sem var stoð mín og stytta við öflun upp- lýsinga af þessu tagi. Upplýs- ingar þessar sendi ég síðan frá mér til réttra aðila. Snemma í október barst mér til eyrna orðrómur um, að til héraðsins væru komnir tveir menn, sem ekki litu út fyrir að vera eftirsóknarverðir gest- ir. Ég afréð að heimsækja vin minn, Indíánann, og vita, hvað hann gæti sagt mér um þá. Fyrsti snjórinn huldi jörðina, og hann var mjúkur og kram- ur eins og vant er, áður en kuldarnir hefjast fyrir alvöru. Þegar þess háttar snjór ligg- ur á jörðu, er færðin ill fyrir hundasleða, og þar sem við á norðurslóðunum lítum á fimm- tíu mílna leið sem stutta leið, ákvað ég að fara fctgangandi og draga aðeins með mér lít- inn og léttan sleða með helztu nauðsynjum mínum, svo sem riffli, teppum, mat og smá- tjaldi. Natuk kom auðvitað með mér, en Indíánadrengur- inn, sem ég hafði mér til að- stoðar, átti að líta eftir sleða- hundunum, þangað til ég kæmi aftur. Tuttugu og fimm mílur í burtu, á miðri leið minni, var kofi næsta nágranna míns. Hann var loðdýraveiðimaður, sænskrar ættar, og góður vinur minn. Hann hét óli Óla- son og var betur menntaður en loðdýraveiðimenn eru að jafn- aði, og lífsskoðanir hans voru heilbrigðari en títt var um þá. [10] HEIM ILI S BLAÐ 19

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.