Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 33
Hann tók teppið ofan af sjúklingnum og fór að rann- saka meiðsli hans. Bailey virt- ist hafa haft á réttu að standa. A meðan hann þuklaði um brotna hálsliðina, reyndi hann ffieð sótthitakenndum ákafa að upphugsa ráð, er gæti bjarg- að lífi þessa gamla manns. En Hf hans hékk sannarlega á veikum þræði. JJUNCAN vissi mæta vel, enda þótt Bailey hefði ekki nefnt það, hversu hættulegt var að flytja Murdoch. Snögg breyfing gat skorið mænuna í sundur og orsakað skjótan dauðdaga. Hann varð að gera aðgerð á staðnum undir eins, án þess að hafa völ á nýtízku hjálpar- tækjum. Hér hvíldi öll ábyrgð- lri á manninum en ekki verk- færunum. Hann reis ákveðinn á fætur. Það gagntók hann hin gamla brá að lækna. Hann treysti sjálfum sér og hæfileikum sín- Urni og hann sá sjálfan sig í buganum álútan yfir gamla lækninum fara um hann ör- uggum höndum. Hann sneri sér snögglega að Bailey. ' Hafið þér nokkuð til þess að deyfa hann með? Ágætt, sjaið þá um deyfinguna. Svo beygði hann sig aftur yfir Murdoch. ' Ég tek á mig mikla áhættu, blurdoch! Og hann bætti við °Pinskátt: - Viljið þér berjast ^eð mér? Það brá fyrir skugga af brosi a þjáðu andlitinu. Hann hvísl- aði: ' Ég hef alltaf álitið, að þér væruð ágætur til þess að stúta HEIMILISBLAÐIÐ fólki! Minnist þess, þegar ég vakna ekki aftur, að ég hafði á réttu að standa! f^IMM vikum seinna skein björt janúarsól yfir fjöll- unum í Strath Linton, þar sem nú ríkti friður og ró eftir nátt- úruhamfarirnar. Hin traustu steinhús höfðu staðizt vatns- flóðin. En það sáust vegsum- merki eftir vatnið á hvítkölk- uðum veggjum húsanna. Brotnar rúður, eyðilögð grind- verk og leðjan á vegunum tal- aði sínu máli um viðurstyggð eyðileggingarinnar. Dougal bæjarstjóri stakk höfðinu út um dyrnar og and- aði að sér morgunloftinu. - Það verður fagurt veður í dag, sagði hann, ánægður á svip. Murray fulltrúi kom gang- andi eftir götunni. Mennirnir litu alvarlega hvor á annan án þess að heilsast og gengu sam- hliða niður í bæinn. í fyrstu þögðu þeir báðir, en að lokum sagði bæjarstjór- inn: - Ég sá í morgunblaðinu, að Heiðarlegi-Jói sé orðinn gjald- þrota. - Já, sagði fulltrúinn, sem var yngri maður en bæjarstjór- inn og gat ekki dulið ánægju sína yfir fréttunum. Hann er búinn að vera! Guð hjálpi þeim,, sem áttu peninga í fyr- irtækinu. - Ég hef nú alltaf álitið, að þetta orkuver væri fyrirfram dauðadæmt. En — hann leit slóttugur á förunaut sinn — ég skal samt ekki neita, að orkuver, sem byggt væri úr traustu efni, gæti orðið til framvindu fyrir byggðarlagið, [31] ef ekki þyrfti endilega að tengja við það andstyggilega aluminiumverksmiðju. Það hlýtur að vera hægt að sam- eina gagnsemina og fagurt út- sýni. Dougal nam staðar og horfði þýðingarmiklu augnaráði á fulltrúann. - Ég skal trúa yður fyrir því, Murray, að við erum á leið að stofna hlutafélag. Sir John Aigle og sonur hans, prestur- inn og ég og nokkrir aðrir höf- um hreyft málinu. Við gerum ráð fyrir, að okkur takist að fá nægilegt fjármagn og að félagið geti tekið til starfa inn- an skamms. - Segið þér satt? hrópaði Murray. - Já, já, það er hverju orði sannara. Þegar. þeir fóru framhjá kránni, hægðu þeir á ferðinni. Bæjarstjórinn horfði rauna- lega fram á veginn, sem var þakinn hálmi, og Murray leit yfir götuna í áttina til læknis- hússins, en þar voru glugga- tjöldin alltaf dregin fyrir. Mennirnir námu staðar. Murray talaði lágri röddu: - Gluggatjöldin hafa ekki ennþá verið dregin frá. Vesal- ings Murdoch líður ekki sem bezt. - Já, nú hefur hann legið á annan mánuð, sagði bæjar- stjórinn alvarlega. Ég mun aldrei gleyma því, þegar þeir báru hann meðvitundarlausan, bundinn fastan á börurnar. - Það er sagt, að hann hafi ekki opnað augun síðan hann kom heim. Hann liggur, eins og dauður væri. Það er öm- urlegt, að hann skuli þurfa að berjast þannig við dauðann.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.