Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 14
mig. Ég meiddist ekki mikið, en ég gat ekki hreyft annað en hægri handlegginn. Vinstri handleggurinn og líkaminn voru klemmdir eins og í skrúf- stykki milli brotinna grein- anna og limþekjunnar. Natuk hefði verið á sífelld- um hlaupum aftur og fram í kringum mig, klórandi í snjó- inn, til þess að reyna að grafa mig upp, og togandi í grein- arnar með tönnunum. Hann missti fótanna hvað eftir ann- að niður úr þekjunni, en þar sem hann var ferfættur, tókst honum alltaf að klifra upp úr aftur. En þar sem ég var nú algerlega hjálparlaus, flaug mér í hug, að hann gæti í raun og veru orðið mér til bjargar. Ég hafði sagt í gamni við Óla, að ef ég lenti í vandræðum, mundi ég senda Natuk til að sækja hann. Nú gat orðið al- vara úr þessu gamni, ef Natuk var eins skynsamur og ég áleit hann vera. Ég hafði oft látið hann draga af mér stóru hreindýraskinn- vettlingana mína, þegar ég kom heim úr ferðalagi, og nú kallaði ég á hann og rétti að honum hægri höndina, þangað til hann náði í vettlinginn með tönnunum. Um leið og hann dró vettlinginn af mér sagði ég: - Farðu með hann og sæktu hjálp, Natuk! Og um leið veif- aði ég hendinni og benti heim til Óla. Natuk leit á mig, eins og hann væri að reyna að skilja, við hvað ég ætti, og þegar ég endurtók skipunina og benti aftur í áttina, virtist hann skilja mig. Hann beit fast utan um vettlinginn og hljóp af stað eins og úlfur í áttina, sem ég hafði bent honum í. jT|G nú var ég einn eftir og ^ hafði nægan umhugsunar- tíma. Ég fór að velta því fyrir mér, hvenaer ég mætti eiga von á að hjálp bærist. Við höfð- um farið hérumbil tíu mílur, þegar ég beygði út af götu- slóðanum. Þar sem Natuk hafði vit til jafns við villidýr á að stytta sér leið, átti hann í mesta lagi að geta komið vegalengdinni niður í sjö mílur, og þá leið komst hann á klukkutíma. Óli átti ekki að vera meira en hálf- an annan klukkutíma að út- búa hundasleða sinn og kom- ast á vettvang. Ég gat því bú- izt við hjálp eftir tvo og hálf- aneða í mesta lagi þrjá klukku- tíma. Storminn lægði jafn skyndi- lega og hann hafði skollið á, og eftir klukkutíma var komið blæjalogn. Ekkert hljóð heyrð- ist í skóginum, þar ríkti dauða- þögn vetrarnætur á norður- hjara veraldar. Enda þótt ekki væri tunglskin, var alls ekki dimmt, því að bjarmi stjarn- anna á heiðskírum himninum endurvarpaðist af snjónum, svo að nóg birta var til að greina þá hluti, sem skammt voru í burtu. Það fór illa um mig þarna, hálfsligaðan út af með fæturna dinglandi í lausu lofti, og ég stirðnaði brátt og kólnaði, einkum hægri handleggurinn. Ég hafði borið hann fyrir höf- uð mér, þegar tréð féll, og það varð til þess, að hann skorðað- ist þannig í greinarkverk, að ég kom honum ekki neðar en í axlarhæð. Þar sem þykki hreindýra- skinnvettlingurinn minn var farinn, hafði ég ekkert til að hlífa hendinni nema ullarvettl- inginn, sem ég hafði innan undir hinum. Ég var heppinn, að vindinn skyldi lægja, því að mig hefði kalið, ef stormurinn hefði haldizt. Naktar greinar luktu um mig eins og búr á alla vegu, en fyrir framan mig lá langt grenitréð, klofið að endilöngu. Tíminn leið hægt og hægt, og ég reyndi að draga upp í huga mér mynd af hundinum mínum á harðaspretti gegnum skóginn að kofa loðdýraveiði- mannsins, Svíanum að tygja hundana til ferðar með hröð- um handtökum og síðan brun- andi af stað eftir götuslóðan- um og Natuk hlaupandi í farar- broddi allt hvað af tók, til þess að bjarga húsbónda sínum og vini. Þá var hin djúpa vetrar- kyrrð skógarins allt í einu rof- in af hljóði, sem frysti blóðið í æðum manns; það var gól ein- mana flökkuúlfs. Það er greinilegur munur á góli forustuúlfs í úlfahópi, er hann finnur fyrsta þefinn af bráð sinni, og góli einmana flökkuúlfs, sem fyrr hefur gegnt forustu í sínum hópi, en síðan verið flæmdur úr stöðu sinni af yngri og sterk- ari keppinaut. Þessum mis- muni er ekki hægt að lýsa með orðum, en gól flökkuúlfsins hefur sérstakan hreim, sem ekki er unnt að skýrgreina, en vanir menn geta ekki villzt á; það er áleitinn og þvermóðsku- legur hljómblær, líkt og þar komi í ljós beiskjan, sem þjáir hjarta hins brottrekna leið- toga. Það er þessi vitund um að hafa beðið ósigur, samein- uð reynslunni og slægvizkunni, [12] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.