Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Side 20

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Side 20
hrjúfum trjáberkinum, og hann þrýsti á varir hennar löngum, löngum kossi. Það var ekki fyrr en löngu seinna, sem hann komst að þeirri niðurstöðu, að svar hennar þyrfti ekki að þýða, að hún vildi giftast honum. Eftir dálitla stund sleit hún sig burt frá honum og hljóp heim að húsinu. Rasmus sat kyrr, og blóðið svall í æðum hans. Hann fann ennþá varir hennar snerta varir sínar. TV^OKKUR tími leið, án þess að hann sæi hana, en vinnugleði hans hafði aldrei verið slík sem nú. Þótt hann sæi skuggann af kryppunni falla á vegginn, þá var það honum engin byrði eins og áð- ur. Hann var þess fullviss, að hún mundi verða hans — jafn- vel þó að hún væri dóttir for- mannsins í þakleggjarafélag- inu. Síðla kvölds stóð Claessen hátt uppi í turninum og virti vandlega fyrir sér glampandi koparplöturnar, sem voru svo vel felldar saman, að þær litu út eins og óslitin heild. Allt í einu kom hann auga á lítinn skugga á einni þeirra í glampa kvöldsólarinnar. Það var næsta plata fyrir ofan, sem skugganum olli. Með öðrum orðum, þær féllu ekki ná- kvæmlega saman. En hvemig gat það átt sér stað? Hann gekk niður á vinnu- pallinn, þangað sem smíða- gallinn var. Þar var tæpast hægt að greina mistökin. Vinnupallamir höfðu verið teknir burtu að nokkru leyti, svo að hann varð að skríða á tveim plönkum, til að kom- ast að plötunni. Hann skreið þangað með ýtrustu varúð, og sá þá, að koparplatan hafði verið hreyfð af mannavöldum. I fyrsta skipti, sem dropi kæmi úr lofti, mundi vatnið seitla þarna inn og renna niður í kirkjuna. Það var auðvelt að lagfæra þetta — en Claessen var í þungu skapi, þegar hann hafði lokið við það. Auðséð var, í hvaða tilgangi þetta hafði ver- ið gert, en hver hafði gert það? Það gat enginn hafa gert nema sá, sem vissi, hvar lykillinn var geymdur. Hugsanir Claessens beindust að Ledu. DASMUS kom fyrstur til vinnu daginn eftir. Þetta átti að verða merkisdagur, því að nú átti að reisa turnspíruna og reka síðasta naglann. Hann gekk blístrandi inn í vinnu- skúrinn, klæddi sig í vinnuföt- in og gekk rösklega upp í turninn. Hann sá, að hann hafði gleymt einhverju af verk- færunum og klifraði niður aft- ur. Þegar hann var kominn niður á móts við kirkjuglugg- ana, varð honum litið niður á kirkjutorgið. Það fór hrollur um hann, því að þar stóð mað- ur, sem hafði lagt arminn yfir axlirnar á stúlku, sem hann kannaðist vel við. - Leda, fyrirgefðu mér, sagði maðurinn og beygði sig áfram og kyssti hana. Bylgja af afbrýðisemi læsti sig um hverja einustu taug Rasmusar — æðisgengið hatur til þess, sem hafði stolið Ledu frá honum — en hatrið hjaðn- aði skjótt og ískuldi læsti sig um hann allan, því að maður- inn var — faðir hans. Án þess að hafa minnstu hugmynd um, hvað hann gerði, klifraði Rasmus varlega efst upp í tuminn. Allir draumar hans og vonir hrundu í rústir í einni svipan. Faðir hans var í fullum rétti — Leda hafði vissulega ekki lofað honum neinu. Hún hafði ekki sagt annað, en það gerði ekkert til, þó að hann væri krypplingur. 1 blindni hafði hann álitið, að hann væri orsökin til þess, að Leda lagði leið sína til þeirra — en orsökin var þá faðir hans. Rasmus var ekki fyrr kom- inn upp í turninn en hann tók mikilvæga ákvörðun. Hann ætlaði ekki að standa í vegi fyrir manneskjum, sem elsk- uðu hvor aðra, en hann gat heldur ekki horft á hamingju þeirra. Þau skyldu heldur aldr- ei fá að vita, hvílíkri sorg þau höfðu valdið honum. Án þess að líta niður fyrir sig lét hann sig falla fram af vinnupallinum. 1 fyrstu fannst honum eins og himingeimur- inn mundi gleypa hann — en svo kom jörðin eins og stór og grá ófreskja á fljúgandi ferð á móti honum — hann sá and- lit föður síns og — Ledu —. Síðan fann hann stingandi kvalir læsast um allan líkam- ann — og svo hvarf allt í myrkri . . . Þegar Claessen mætti Ledu á dómkirkjutorginu, stöðvaði hann hana og spurði með reiði- þrunginni röddu: - Hvað er það, sem þú vilt okkur í raun og veru ? Þú stelur lyklinum og [18] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.