Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 11
glTT sinn, um þær mundir, er ég gegndi störfum í lögregluliði Norður-Kanada, höfðum við bækistöðvar okk- ar við Broddgaltarána, hérum- bil fimmtíu mílum norðan við Rottuvatn. Heitt var í veðri, þótt við værum norðan við heimskautsbauginn, því að hið heita, stutta sumar stóð nú sem hæst. Hitinn komst oft upp í 26° C., og á kvöldin fannst okkur vera meiri gnótt af moskítóflugum en hreinu lofti. Kofinn minn stóð rétt hjá lítilli tjörn, og úr henni rann lækur niður í ána. Um- hverfis kofann voru hæðadrög, vaxin greniskógi. Ég eyddi mörgum stundum i gönguferðir um skóginn, eða þá ég sat kyrr og virti fyrir mér fjölskrúðugt dýralífið. Alls staðar voru burknastóð, brómberjarunnar, fallin tré og greinar, svo að auðvelt var að finna sér felustað, þaðan sem hægt var að fylgjast með því, sem umhverfis gerðist. Þar var margt að sjá fyrir þann, sem beið rólegur og tók eftir: fjölmargar fuglategund- ir, refir, merðir, íkornar, mink- ar, stundum dádýr, .stundum ulfynja með lítinn hvolp, skóg- arbjörn í fæðuleit eða brodd- göltur að fletta hinum grófa, ytri berki af ungum greni- sprotum, til þess að geta étið safamiklu húðina, sem undir honum er. Dag einn, er ég var á heim- ieið eftir langa gönguferð um skóginn, rakst ég á jarfagildru. Hún var hlaupin af, og í henni var dauð ljómandi falleg tík af hundakyni Eskimóa. Hún hlaut að hafa strokið frá ein- hverjum Indíánatjöldunum, GEORGE BRUCE 1111 úlfablóðið í æðum hennar hafði sennilega sagt til sín, svo að hún hafði ekki staðizt kall skógarins. Gildrunni hafði verið egnt fyrir úlfa eða Eskimóahunda, sem hvort tveggja voru skað- ræðisdýr, svo að mér bar aug- sýnilega að egna henni aftur. Ég þrýsti fjöðrinni niður, þangað til ég gat glennt í sund- ur öfluga gaddakjálkana og losað tíkina úr gildrunni. En þá heyrði ég aumkunarlegt ýlfur. Undan hundsskrokkn- um skreið ofurlítill hvolpur, aðeins fárra vikna gamall. Ég tróð honum í barm mér og egndi síðan gildrunni. Því næst fló ég tíkina, því að mig lang- aði til að hafa skinnið af henni á gólfinu í kofanum mínum, og síðan lagði ég af stað heim- leiðis. Hundarnir mínir voru bundnir, en þegar ég lagði hvolpinn frá mér, á meðan ég opnaði kofadymar, fundu þeir lyktina af honum og urruðu grimmdarlega, þar sem þeir væntu þess, að hér væri máltíð á ferðinni. Hvolpurinn skildi, að hætta var á ferðum, og hnipraði sig upp að fótum mínum, er ég gekk inn í kof- ann. Ég gaf honum niðursoðna [9] mjólk, þangað til hann var nógu gamall til að éta mat, og að nóttinni hringaði hann sig niður í fletið hjá mér. Inn- an skamms var hann farinn að elta mig um allt, nema þeg- ar ég var að heiman allan dag- inn, þá lá hann kyrr á feld- inum hjá rúminu mínu, skinn- inu, sem ég hafði flegið af móð- ur hans. Það hafði augsýnilega einhver góð áhrif á hann, því að meðan ég var í burtu lá hann þar kyrr og ánægður og hreyfði sig ekki. Eftir fyrstu vikuna kynnti ég hann formlega fyrir sleða- hundunum. Þeir þefuðu af hon- um í krók og kring, hver á eftir öðrum, og tóku honum síðan sem hlutgengum aðila á heimilinu. Innan skamms fór hann að gera sér dælt við þá á alla mögulega vegu, og var því venjulega tekið með góð- látlegu umburðarlyndi, en ef hann gekk feti of langt — ef hann til dæmis glepsaði of fast með beittu, litlu tönmmum sín- um í eyrað á einhverjum stóra hundinum — þá var urrað að honum og skellt skoltum í að- vörunarskyni. Þá flýði hvolp- urinn eitthvað burtu og lét sem minnst á sér bera, þang- að til þrumuskýjunum létti. Forustuhundurinn minn varð sérstaklega hændur að hvolp- inum. Þegar ég fór út með sleðann, lét ég hvolpinn sitja uppi á farangrinum, og for- ustuhundurinn fór brátt að líta á þetta sem fastan lið í undir- búningi ferðarinnar. Hann leit alltaf við, áður en við lögðum af stað, til þess að ganga úr skugga um, að hvolpurinn sæti uppi á ækinu. Væri hann þar ekki, gátu hvorki hróp né heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.