Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 13
Á vorin, þegar hann fór til verzlunarstaðarins, til að selja loðskinn þau, sem hann hafði aflað sér um veturinn, lagði hann fyrir mestan hluta pen- inganna, í stað þess að eyða þeim í svall, og hélt síðan aft- Ur norður á bóginn til að halda veiðunum áfram. Hann var nú orðinn vel efnaður. Kofi hans var betur búinn að þægindum en slíkir kofar eru að jafnaði, hann var skynsamur maður og skemmtilegt að ræða við hann, og mér þótti alltaf gaman að stanza hjá honum kvöldstund. j^G lagði af stað árla morg- uns, og það var orðið álið- ið dags, er við Natuk komum til Óla. Hann tók okkur tveim höndum, og kvöldið leið í góð- um fagnaði. Morguninn eftir, að afloknum morgunverði, fór ég að búa upp á sleðann minn, en þá bað óli mig að fresta brottförinni. - Hann er að bresta á með hríðarveður, sagði hann. Vertu um kyrrt hérna í dag, og svo getur þú farið, þegar veðrið lægir. Óli var þaulreyndur skógar- naaður, en það var ég líka, því að ég var fæddur og uppalinn þarna í landinu. Ég leit til veð- urs. - Þér skjátlast, Óli, sagði ég. - Nei, sagði hann. Ég veit, að veðrið er í aðsigi. Ég finn það á lyktinni. Ég trúði honum ekki og sagði honum það. Mér var mik- ið í mun að komast af stað, þar sem ég vissi, að á reið að hitta Indíánann sem fyrst og koma honum á slóð ókunnugu mannanna, áður en þeir gætu tekið upp á neinum óvanda. En Óli sat fast við sinn keip, og deilu okkar lauk með því, að við kveiktum í pxpunum okkar og sátum rabbandi og reykjandi, þangað til komið var fram yfir hádegi. Þá ákvað ég að doka ekki við lengur, svo að ég lauk við að búa upp á sleðann og sagði: - Jæja, Óli, ef ég lendi í vandræðum, þá sendi ég Natuk aftur til þín, og hann fylgir þér svo þangað sem ég verð. Við Natuk lögðum af stað og fórum eftir götuslóða, sem lá ofarlega í hæðadrögunum, þar sem greniskógurinn var gisinn og greiðfær. Sólin gekk til viðar um þrjúleytið, og um þær mundir fór óðum að hvessa. Mér datt í hug, að ef til vill hefði Óli haft rétt fyrir sér um hríðarveðrið, svo að ég hélt niður úr hæðadrögvm- um, ofan í dalinn, þar sem greniskógurinn var þéttvaxn- ari og frekar var von á afdrepi. Ég gekk eins greitt og mér var unnt, en allt í einu lét jörðin undan fótum mínum og ég hrapaði niður. Ég greip með höndunum til beggja hliða, til þess að reyna að koma í veg fyrir slys, og um leið sleppti ég sleðabandinu, svo að sleð- inn rann inn á milli trjánna. Ég skildi óðara, hvað skeð hafði. Ég hafði dottið niður í eina gryfjuna, sem Indíánarnir veiða birni í. Þarna uppi í hæð- unum er krökkt af slíkum gryfjum. Gryfjur þessar eru víðar, um það bil átta fet að dýpt. Niður í gryfjubotninn eru reknar hvassyddar spýtur, ein eða fleiri, og vita oddamir upp. Yfir gryfjuna eru lagðar viðartágar og þær síðan þakt- ar með laufblöðum og grein- um. Snjórinn hafði falið allan þennan útbúnað, og ég hafði gengið beint í gildruna. Þar sem ég var léttari en björn, féll ég ekki til botns. Ég sat fastur í þekjunni, er ég var sokkinn upp í mitti, en efri bolurinn var laus. Þegar ég brauzt um, til þess að leita mér einhverrar fótfestu, fann ég, að gryf jan var full af kvist- um og dauðu limi, sem hrvmið hafði niður í hana gegnum þekjuna. Það sýndi, að þetta var gömul gryfja, ef til vill margra ára gömul. Ég fór að hugsa mitt ráð. Sennilega var greinaþekjan yf- ir gryfjunni grautfúin. Ef ég brytist of mikið vxm, kynni þekjan að brotna gersamlega niður, svo að ég hrapaði nið- ur á botn, og mestu líkur voru til, að harðviðaroddamir væru ennþá nógu sterkir og beittir til þess að ganga í gegnum mig. Og þótt þeir væru það ekki, kæmist ég alls ekki upp aftur, svo að ég mundi deyja ömur- legum hungurdauða í þessari fúnu lim- og greinahrúgu. Ég reyndi með gætni að brjótast upp úr limflækjunni, sem umlukti mig, en það bar engan árangur. Ég hafði enga fótfestu, og umbrot mín leiddu til þess eins, að ég sökk lítið eitt dýpra. Nú var skollinn á stormur, og ég heyrði dauð tré brotna og falla til jarðar fjær og nær. Allt í einu kvað við snögg- ur brestur rétt hjá mér. Dautt grenitré, klofið eftir frost und- anfarinna vetra, brotnaði, og króna annars helmingsins féll þvert yfir gryfjvma og mig, svo að ég gat ekki lengur hreyft heimilisblaðið [11]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.