Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 9
Þótt einkennilegt kunni að virðast, sluppu Franz Werfel og kona hans innan viku. Hið fyrsta, sem hann gerði, er hann var kominn heill á húfi til lands okkar, var að skrifa ,,óð Bernadettu“. Aldrei hefur trúnni verið sungið fegurra lof í rituðu máli. í angist hinna válegu kringumstæðna hófust kynni hans af Guði, og eftir það glataði hann aldrei til- finningunni fyrir návist hans. Eitthvað þessu líkt fékk ég að reyna. Það hafði að vísu ekki frásagnargildi á borð við flótta undan handbendum Hitl- ers, en hvað sjálfan mig snerti fannst mér líka, að ég væri umkringdur og í hættu stadd- ur. Guðlaust sjálfstraust mitt gagnaði mér ekki lengur, þeg- ar vandræði fóru að höndum. Þeir, sem mér voru nákomn- astir og kærastir, voru í nauð- um staddir með mér, svo að ég þarfnaðist sannarlega hjálp- ar Guðs. En jafnvel þá gat ég ekki sem skyni gæddur mað- ur skipað sjálfum mér að trúa eða látizt hlýða, því að sá maður er heimskur, sem reynir að blekkja annaðhvort Guð eða sjálfan sig. Hið mesta, sem ég gat sagt, var, að ég vildi að ég gæti trúað. Og það var líka nóg! Slíku upphafi lýsir málverk eftir Holman Hunt af Kristi, er stendur úti fyrir luktum dyrum með ljósker í hendinni og segir: »Sjá, ég stend úti fyrir og ber að dyrum!“ Gagnrýnandi einn bar málaranum það á brýn, að honum hefði orðið á skyssa í málverkinu: það væri ekkert handfang á hurðinni. „Það á ekkert handfang að vera á henni að utan“, svaraði Hunt. „Dyrnar getur enginn opnað nema húsráðandinn, sem inni fyrir er, og það er eina leiðin til þess, að meistarinn kom- ist inn“. Dag einn, er stormur hrakti þungbúin ský um himininn, hélt ég skyndilega til dóm- kirkjunnar við 5. Avenue og bað um gjöf trúarinnar. í kap- ellu hinnar heilögu meyjar sté ég annað mikilvægt skref. ,,Ég kann að skipta um skoð- un á næstu tíu mínútunum eða jafnvel enn skemmri tíma“, bað ég. ,,Ég hæðist þá ef til vill að öllu þessu og festi traust mitt á villunni að nýju. En hlustaðu ekki á mig, ef svo fer. Á þessari skömmu stundu er ég með réttu ráði og hjarta- lagi. Þetta er það, sem ég fæ bozt gert — taktu við því og gleymdu hinu, og ef þú ert í raun og veru til, þá hjálp- aðu mér“. Aðeins til þess, að ekkert vanti í sögu mína, en ekki til að sanna neitt, vil ég bæta því við, að eins og Werfel komst heill á húfi til Banda- ríkjanna, þannig losnaði ég skjótt og á hinn furðulegasta hátt við þau vandkvæði, sem að mér höfðu steðjað. Trúlaus maður mundi skýra það þann- ig, að þar hafi aðeins verið um tilviljun að ræða, af því að enginn mannlegur máttur hefði verið fær um að létta þeim af mér. Það greiddist úr allri vandræðakeðjunni fyrir tilstilli hugðnæmra atvika, sem bar að höndum hvað eftir ann- að — og innan skamms átti ég ekki lengur við nein alvar- leg vandamál að stríða. Ég var mjög lánsamur, hvað það snerti, því að það hefði vel getað farið á annan veg. Samt bið ég ykkur að misskilja mig ekki, því að ég veit nú, að þótt svo hefði farið, hefði bæn mín verið heyrð. Milljón- ir bæna stíga til himins á hverju augnabliki, og öllum er þeim svarað, en stundum er svarið neitandi. 1 einum máls- hætti Forn-Grikkja segir, að þegar guðirnir séu einhverjum manni reiðir, uppfylli þeir bæn- ir hans. Við skulum taka til dæmis lítinn dreng, sem þrá- biður föður sinn að gefa sér reiðhjól. Við slíka bæn er ekk- ert rangt í sjálfu sér, en ef hættulegt er að vera á hjóli þar í nágrenninu vegna um- ferðarinnar, neitar faðirinn, ef hann er skynsamur. Barnið á erfitt með að sætta sig við það. Við lærum að segja, í fullu trúnaðartrausti: „Verði þinn vilji“, vitandi það, að hvaða svar, sem við fáum, þá er það okkur fyrir beztu. En fyrir mig var þessi dag- ur í dómkirkjunni aðeins upp- hafið að sannri þekkingu á Guði. Brátt komst ég að raun um, að bænin er aðeins stund- um ákall um hjálp, Menn ættu ekki að biðja Guð að gera eitt- hvað fyrir sig oftar en skyn- samt bam mundi biðja hinn jarðneska föður sinn slíks. Bænin er enginn sjálfsali, sem aðeins þarf að stinga í ósk, til þess að fá hana uppfyllta samstundis. Við biðjum að vísu um hjálp, en við biðjum oftar um hjálp fyrir aðra en sjálf okkur, og ennþá oftar er bæn okkar þakkargerð fyrir náðar- gjafir, sem við höfum þegar þegið, en þó biðjum við öllu framar daglega af hreinni ham- ingju, í samfélagi, í nánu sam- heimilisblaðið [7]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.