Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 8
í leit minni að sannleikanum hafði ég þegar kannað mörg viðhorf af margvíslegu tagi. Tíu ára rannsókn á sambæri- legum trúarbrögðum hafði leitt mig frá Búddatrú og Vestur- landaútgáfu hennar, sem köll- uð er guðspeki, til Bahaisma og Zoroastrianisma. Ég var fréttaritari Baltimoreblaðsins ,,American“, og hafði sótt ár- legar ráðstefnur Meþódista, biskupafundi áhangenda Bisk- upakirkjunnar, samkomur Baptista, prestastefnur Pres- býterana, og í þrjá mánuði hafði ég skrifað frásagnir af fagnaðarerindismótum Billy Sunday. Ég var gegnsósa af kenningum. Ég hafði jafnvel beðið eftir líkamningum á kol- dimmum miðilsfundum anda- trúarmanna. Ég var um þrí- tugt, þegar ég hafði innt allt þetta af hendi, og þá taldi ég mig til þeirra manna, sem hvorki neita né viðurkenna til- veru Guðs. Um þær mundir áleit ég mig vera frjálslyndan mann, lausan úr viðjum hjá- trúarinnar, þótt ég héldi enn einlæglega í heiðri siðferðileg- um verðmætum — þegar þau rákust ekki um of á það, sem mig langaði til að gera. Ég lýsti því yfir, að ég tryði á að lifa og gera öðrum fært að lifa. Ég áleit, að kringum- stæður breyttu öllum viðhorf- um. Ekkert1 var skilyrðislaust. Ekkert afdráttarlaust rétt eða rangt. Og ég viðurkenndi eng- in yfirráð og enga opinberun, og þaðan af síður nokkuð yfir- náttúrlegt. Slíkt umburðarlyndi, lausn frá hjátrú og það, sem ég áleit heilbrigða skynsemi og góðan vilja, hefði átt að gera mig hamingjusaman, en það gerði það ekki. Ekki gerði það held- ur neinn mann hamingjusam- an af þeim, sem ég þekkti. Flestir vinir mínir höfðu sömu skoðanir og ég. Við skemmt- um okkur allir töluvert, en einhvernveginn var okkur þungt í skapi að hverri skemmtun lokinni. Engar un- aðssemdir voru fullnægjandi til lengdar. f þess stað vorum við allir haldnir eirðarleysi hið innra vegna vonbrigða og óánægju. Þessi skapleiði og sálar- drungi var á engan hátt tengd- ur efnahagslegri afkomu okk- ar. Meðal vina minna voru ýmsir, sem höfðu getið sér all- mikinn orðstí og orðið gott til fjár. Þegar þeir höfðu öðlazt það, sem þá langaði til, var þá hætt að langa til þess. Þeir heimsóttu hvern lækninn, sál- fræðinginn og yogann eftir annan, en báru ekkert úr být- um. Heimurinn, sem þeir lifðu og hrærðust í, var heimur sjálfsmeðaumkunar, sjálfsrétt- lætingar, öfundar, afbrýðisemi, ágirndar, ótta, reiði, nöldurs- og haturs. Allir reyndu að flýja sjálfa sig. Nú eru 8 milljónir Ameríku- manna, karla og kvenna, sama sinnis og við vorum, í umsjá sérfræðinga í geðsjúkdómum. Sálfræðingar segja okkur, að eftir ár eða rúmlega það muni hafa bætzt við 10 milljónir manna, sem finnst lífið hafa lagt sér þyngri byrðar á herð- ar en það, að undir þeim verði risið. Þá gerir heilinn uppreisn og leitar sér undankomu í hug- myndaflugi hins geðbilaða manns. Hin sanna saga af flótta- [6] manninum í Lourdes, frægxim, frjálslyndum rithöfundi, sem sloppið hafði ásamt konu sinni gegnum víglínur nazista og haldið frá Þýzkalandi suður Frakkland með Gestapo á hæl- unum, varð mér til hjálpar. Þeirra beið ekkert annað en fangabúðirnar, ef þau næðust. Eina von þeirra var að komast yfir landamærin og með skipi til Bandaríkjanna, en spænsku konsúlarnir hindruðu þau í því. Þar stoðuðu hvorki bænir né mútur, þeim var vísað til baka, og þau urðu að leita sér hælis í Lourdes. Fyrsta kvöldið í litlu borginni í Pýreneafjöll- unum nam þessi flýjandi rit- höfundur staðar frammi fyrir hinum fræga helgidómi og bað, þótt trúlaus væri, en sú bæn var hróp frá innsta hjartans grunni. - Ég er ekki trúaður, sagði hann, og ég hlýt að segja sann- leikann og draga enga dul á það. En ég er í mikilli hættu staddur, og í nauðum mínum bið ég um hjálp, ef svo skyldi vera, að Guð sé til í raxm og veru, þrátt fyrir allt. Hjálp- aðu okkur til að komast hei} á húfi yfir hindranirnar, og ég lofa því, að þegar ég kem til Bandaríkjanna, skal ég skrifa sögu þessa staðar fyrir allan heiminn. Þegar hann hafði lokið bæn sinni, hélt hann til gistihúss- ins, þar sem hann dvaldi. Síð- ar sagði hann mér, að hann hefði aldrei fyrri vitað jafn djúpa ró gagntaka sig, það var sannur friður, sem umlukti hann; hann hafði komizt í snertingu við eitthvað, sem lá handan við fjötra skilningar- vitanna fimm. HEIMILISB LAÐ IÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.