Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 17
ELLE BYSTRÖM-BACKSTRÖM Lífið að veði 'C’INA ljósið í stóra eldhús- inu var frá gamla olíu- lampanum, sem hékk í ofn- króknum, en samt sem áður las Claessen nýjasta dagblað- ið án sýnilegra erfiðleika, þó að hann þyrfti að fylgja lín- unum með vísifingrinum, til að fara ekki línuvillt. Það mátti greina veðurbarið and- lit með hreinum og ákveðnum dráttum undir silfurgráu hár- inu, þar sem hann sat í bak- háum stól. Olaf Claessen var maður, sem karlmenn báru virðingu fyrir — og kvenfólk hreifst af. En hann bar ennþá harm í hjarta yfir missi eigin- konu sinnar, sem hafði and- azt fyrir rúmum tuttugu árum. Rasmus, sonurinn, sem hafði kostað líf móður sinnar, líkt- ist föðurnum. Meðan hann var í vöggu missti einhver hann á gólfið. Við byltuna skemmd- ist hryggurinn, og það hafði þær afleiðingar, að hann varð krypplingur upp frá því. Þrátt fyrir það hlaut hann virðingu félaga sinna, en það átti hann að þakka stórum og sterkum hnefum sínum. En stúlkurnar ■— jæja, hann leitaði aldrei fé- lagsskapar þeirra. Honum var það ljóst, að þessar ljóshærðu, laglegu stúlkur, sem honum þótti svo gaman að horfa á, æundu ekki eyða á hann einu einasta áleitnu augnatilliti, eft- lr að þær hefðu séð kryppuna. Claessen var eini þaklagn- ingameistarinn í öllu sveita- þorpinu. Hann hafði tvo sveina í þjónustu sinni. Rasmus var annar þeirra. Verkin léku í höndum þeirra, en stundum var atvinnan af skornum skammti. Það gramdist Ras- musi mikið. Á engu húsi var svo hættulegt þak, að Rasmus tæki ekki fúslega að sér að leggja það. Hann vann tveggja manna verk, og það hvarflaði aldrei að honum að óttast um öryggi sitt. - Hvernig lízt þér á að flytja burt úr þorpinu? spurði faðir- inn skyndilega upp úr blaða- lestrinum. - Ætli atvinnan hérna verði ekki sú sama og áður, anzaði sonurinn. Þá las faðirinn eftirfarandi línur upp úr blaðinu: - I stór- borginni vantar nú þegar nokkra vana þaklagninga- menn, sem geta þakið bæði með blýi og kopar, því að gera á upp turninn á stóru dóm- kirkjunni. Rasmus tók ekki undir. Hann sá í anda fyrir sér turn, sem gnæfði hátt yfir allar ná- lægar byggingar, og hann átti sjálfur að fá að sitja þar uppi og vinna. Þegar hann hefði lokið við að negla síðustu kop- arplötuna, þyrfti hann ekki annað en hreyfa sig agnarlítið — og hann myndi svífa í lausu lofti hátt yfir öllu því jarð- neska, og þá mundi hann aldrei framar hafa áhyggjur út af vansköpuðu baki sínu. - Það hljóta að vera ein- hverjir þaklagningamenn í borginni, sagði Rasmus eftir stundarþögn. - Vissulega eru þeir til, var svarið, en dómkirkjuráðinu virðist verkinu miða of hægt áfram, og það eyðist meira af kopar en þeim finnst æskilegt. Ég þori að sverja það, að við getum tekið þetta að okkur fyrir miklu lægra verð, heldur en nokkrir úr þakleggjarafé- laginu í borginni. Auk þess ger- um við það betur. Það logaði glatt undir pott- um og pönnum í eldhúsinu í gulmálaða húsinu hans Kalm- ens, sem var formaður þak- leggjarafélagsins. Leda, dóttir formannsins, var, ásamt öll- um öðrum konum í húsinu, önnum kafin við að undirbúa sem bezt fimmtiu ára afmæl- isdag Kalmens. Andlitin á stúlkunum ljómuðu eins og logarnir undir pottunum, og alls staðar hljómaði glaðvær hlátur þeirra. Leda ein var þungbúin á svip. Hún var orð- in áhyggjufull yfir því, að fað- ir hennar skyldi ekki vera kominn heim. Það gat ekki átt sér stað, að fundurinn hjá dómkirkjuráðinu gæti staðið svona lengi yfir. Þetta hafði allt verið klappað og klárt hjá þeim fyrir löngu. Þakleggjara- félagið hafði ákveðið að nið- urbjóða sjálft sig, til þess að hindra, að einhverjir aðkomu- menn gætu tekið verkið frá þeim fyrir augunum á þeim. Að lokum heyrði hún fóta- tak föður síns frammi í for- heimjlisblaðið [15]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.