Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 38
EMIL JÖRGENSEN HEIÐARLEGUR ÞJÓFUR ARÍA BOESGÁRD hrökk upp af værum blundi. Það var eitt- hvað á seyði. Við hlið hennar í breiða hjónarúminu svaf Hans. Hún hlustaði eftir andardrætti hans, sem var djúpur og eðlilegur. Það var ekkert að honum. Skepnurnar? Nei, það var allt kyrrt og rólegt niðri í gripahúsinu. Og vinnufólk var ekkert hjá þeim, þótt þau þyrftu mjög á hjálp að halda, þar sem kartöfluuppskeran fór í hönd. Það var beygur í Maríu. Hún hafði ekki ennþá vanizt einverunni hér uppi á heiðinni. Bærinn var afskekktur. Það var langt til næsta bæjar og síma höfðu þau ekki fengið. Hún var á leið að leggjast út af, þegar hljóð barst að eyrum hennar. Hún hrökk saman. - Hans! hvíslaði hún og hristi mann sinn. Hans! Það er einhver inni í bænum. Vaknaðu! Það er þjófur! Hans vaknaði og reis upp. Þau hlustuðu bæði. Það var ekki um neitt að villast. Það læddist einhver um hinum megin við þilið. - Svei mér þá! Hans smeygði sér fram úr rúminu. Ég verð að athuga þetta nánar. í náttborðsskúffunni var gömul byssa, sem ekki var hægt að skjóta með, en Hans áleit að væri þó alténd nógu góð til þess að hræða með fólk. Hann tók byssuna í hönd sér og læddist fram í eldhús. Já, það var rétt. Það mátti greinilega heyra þrusk. Hann opnaði allt í einu dyrn- ar að stofunni og kveikti um leið rafmagnsljós. - Upp með hendurnar! sagði hann skipandi röddu. Ungur maður, sem var að róta til í kommóðuskúffu lyfti allt í einu upp höndunum með uppgjafarsvip. í sama bili kom María inn. - Ham- ingjan góða, hrópaði hún upp. Hann hefur farið í fataskúffurnar mínar! - Vertu róleg, María. Þetta er ekki alvarlegt. Hans gekk að þjóf- inum og tók með föstu taki í jakka- lafið hans. Athugaðu í vasa hans. María tæmdi vasa unga mannsins með skjálfandi höndum. En þar var ekki annað en sígarettupakki, eld- spýtur, þjófalykill og eitthvað af smámynt. - Ertu ekki með nein skotvopn? spurði Hans dálítið móðgaður. - Nei, hvað ætti ég að vera með? spurði ungi maðurinn. Það verður að ráðast, hvort maður er tekinn eða ekki. Það eru bara óþægindi að marghleypu, og maður ætlar heldur ekki að sálga neinum. Hans undraðist, að maðurinn tal- aði hægt og kurteislega. Þetta leit út fyrir að vera snotrasti maður. María, sem hafði aldrei staðið augliti til auglitis við innbrots- þjóf fyrr, varð bæði undrandi og móðguð. Hann líktist alls ekki glæpamanni, eins og hún hafði séð á kvikmynd. Hann hafði tekið ofan og stóð hljóðlátur og beið. - Hvað eigum við að gera við hann, Hans? spurði María lágt og áhyggjufull. - Hvað eigum við að gera við hann ? endurtók Hans fokvondur. Við afhendum hann auðvitað lög- reglunni! - Hvernig eigum við að gera það um þetta leyti nætur? Hans Boesgárd hleypti brúnum. Nei, það var ekki svo auðvelt. Það voru fimm eða sex kílómetrar til lögreglustjórans. Og þau höfðu eng- an síma. Og ekki gátu þau farið gangandi með innbrotsþjóf um þetta leyti nætur. - Þú gætir kannske hlaupið til hfielsar Hinriks, María, sagði Hans loksins. - Þú veizt vel, að Niels Hinrik fór til Fjóns til þess að vera þar við skírn, hreytti María út úr sér, og Pétur Lúkas er veikur. Þangað er stytzt. En auk þess þori ég ekki að fara ein. Það getur skollið á óveð- ur á hverri stundu! - Nú, hvað þá ? - Það er ekki annað að gera en að bíða til morguns, kæri Hans. - Eigum við þá að sitja hér yfir þessum náunga, rétt eins og hann væri heiðursmaður ? tautaði Hans. Það hlýtur að verða skemmtilegt! En það var ekki um neitt annað að ræða. María og Hans settust nið- ur. Þjófurinn stóð. - Seztu á stól úti í horni, sagði Hans skipandi röddu. Maður verð- ur að hafa gát á náunga eins og þér. - Þökk fyrir, sagði þjófurinn kur- teislega og hlýðinn. Það var þögn, kveljandi löng þögn. - Hvaða erindi átt þú í hús til heiðarlegs fólks? mælti Hans Boes- gárd allt í einu. - Ég hélt, að þið væruð ekki heima, svaraði þjófurinn hreinskiln- islega. En nú veit ég, að það er á næsta bæ, sem enginn er heima. - Já, fólkið er í skírnarveizlu á Fjóni, sagði María. - Það kemur honum ekki við, sagði Hans hvasst. En lögreglan mætti vita það. Svo sátu þau áfram þögul. Síðan rauf Hans þögnina: - Það er annars nytsamlegt verk, sem þú hefur valið þér, ungi maður! Þjófurinn yppti öxlum. - Já, það er ekki gott. - Hefurðu ekki haft atvinnu ? spurði Hans. - Jú, en ég missti vinnuna, og svo ... - Þú hefur komizt í slæman fé- lagsskap, sagði María og andvarpaði. - Nei, alls ekki, svaraði ungi mað- urinn, ég get ekki skellt skuldinni á félaga mína. - Hefurðu verið oft í steininum? spurði Hans hæðnislega. [36] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.