Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 41

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 41
Prjónaljóll mei á priggja í þennan kjól þarf ca. 250 gr. ljós- blátt og 100 gr. dökkblátt ullar- garn, þríþætt, og ofurlítinn afgang af rauðu. Bakið: Sláið upp 149 1., prjónið fyrstu 3 umf. fram og til baka slétt, SVo slveg slétt, þ. e. a. s. slétt áfram °g brugðið til baka. Þegar komnir eru 6 sm. með dökkbláu er það Ijósbláa tekið upp og prjónaðir takkar eftir mynzturmynd nr. 1. begar stykkið er orðið 28 sm. langt frá byrjun, er tekið jafnt úr þar til ®ftir eru 84 1„ prjónað svo 3 sm. afram, þá er byrjað að taka úr fyrir handveginum, 1 1. hvorum megin 1 2, og 4 sinnum. Þegar hand- vegurinn mælist 4 sm. er prjónað lnn með rauðu garni eftir mynzt- urmynd nr. II. Grunnurinn á næstu ^ Prj. er ljósblár, næstu 2 prj. dökk- HEIMILISBLAÐIÐ lönpm ermiim ára telp blátt, þannig prjónað áfram þar til stykkið er búið. Þegar handvegur- inn er 11 sm. langur er fellt af með 7 1. í byrjun á næstu 4 umf. og 6 1. næstu 2 umf. Það sem eftir er er fellt allt af í einu. Framstykki prjónast eins og bak- ið, til handvegsins prj. 8 sm. upp eftir úrtöku, síðan tekið úr 6 1. hvorum megin. Hálsmálið er tekið úr 3, 2, 2, og 3 sinnum 1 1. í einu. Þegar handvegurinn er 11% sm. er fellt af með 7, 7 og 6 1. Ermarnar: Byrjað efst með 14 1. af ljósbláu, prjónið slétt og aukið út um 2 1. í lok hverrar umf., þar til þær eru 68 1, þar eftir takast 2 og 2 saman báðum megin í 8 umf., þar til handvegurinn er 28 sm. frá byrjun, á næsta prjóni eru felldar af 8 1., endað með 4 sn. brugðningu, 1 rétt og 1 röng. Fellt af. Þegar búið er að prjóna þetta, pressast það út á röngunni og saum- ast saman. Hálsmálið er tekið upp og prjónaðar 3 umf. sléttar. Fellt af. Eftir mynzturm. nr. III. er saum- að í 3 lítil mynztur á fram- og aftur- stykki, sem saumað er með prjóna- saum eða krosssaum. [39] GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Melgerði MINNINGAR Ein við störfin er ég heima, allt er landið hulið snjá. Hugurinn gjörir hratt að sveima hátt um fjöll og vítt um sjá. Þó mun yndið drýgst mig dreyma í dalnum, þar flest ég sporin á. Féllu lækir hátt úr hlíðum, heyrði ég þeirra strengjaspil. Á sumardögum björtum, blíðum, blómanna oft leit ég til. Á vetrarnóttum ströngum, stríðiun stormur kvað við bæjarþil. Jafnvel þá var gleði og gaman, er grimmur vindur landið tróð, pabbi og mamma sátu saman, sungu stundum fögur ljóð. Þegar finn ég elliamann yfir lit ég bernskuslóð. Oft mig pabbi ljúfur leiddi, lærði ég margt af honum þá, sem að kvíða öllum eyddi, er ég kuldaélin sá. Trúarljós hans birtu breiddi bernsku minnar slóðir ó. Leikföng ei hann lét mig bresta, lítil voru efnin þó, úr ýsubeinum fugla flesta fékk ég, er hann skrapp á sjó. Hann hirti kindur, kýr og hesta, kom svo inn og vefinn sló. Mamma prjóna mátti sokkinn, matinn sauð og gjörði hreint. Þráð hún spann og þeytti rokkinn, þurfti að vinna snemma og seint. Ég sá hún strauk oft sveittan lokkinn sífellt glöð. — Það fékk ég reynt. Kenndi hún mér beztar bænir, bjarmar enn þeim stundum fró, þangað augað þreytta mænir, þegar leiðin hylst í snjá. Auði þeim mig enginn rænir, aldrei mun ég fátækt sjá.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.