Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 27
MAN NDÓMSÁR FRAMHALD5SAGA EFTIR A. J CRONIN - Hann þyrfti að fá sér að- stoðarlækni. - Aðstoðarlækni?Hann hafði fjóra á hálfu ári. Það var gagnslaust. Þeir vildu ekki fara 1 sjúkravitjanir á næturnar, °g þeir eyðilögðu gírana í bíln- um og gáfu vitlaus lyf. Þeir gerðu Murdoch lækni æran, enda rak hann þá alla á dyr • • . Nei, við höfum ekki haft goðan aðstoðarlækni, síðan þér fóruð, doktor. Duncan kveikti á eldspýtu. ■ Það hlýtur að vera hægt að finna einhvern, sagði hann akafur. Ég þekki marga ágæta unga lækna. Ég skal velja einn ur þeim hópi og senda hann til ykkar. Viskíið losaði um tungutak Hamish. - Það þýðir ekkert, læknir. Murdoch getur ekki greitt að- stoðarlækni. ■ Hvað segið þér? - Já, við höfum fengið keppinaut, skal ég segja yður. Joe Overton hefur ráðið nýjan lækni, doktor Bailey. Þeir hafa hann í vasanum í raforkuver- lnu- Verkamennirnir eru neyddir til þess að leita til hans. Hann er samkvæmis- niaður! Það vita allir, að Mur- doch mundi aldrei taka við borgun af sjúklingum sínum. Hann lifir á sjúkrasamlags- sjúklingunum, og nú eru að- HEIMILISBLAÐIÐ eins tíu eða tólf eftir hjá hon- um ! Útlitið er allt annað en bjart, læknir. Duncan sá fyrir sér í hugan- um ástæður gamla læknisins, og hann hristi höfuðið með hluttekningu. - Við munum spjara okkur, sagði Hamish og reyndi að sýn- ast vongóður. Mér þykir vænt um að hafa hitt yður, læknir. Ungfrú Jean bað mig að segja yður, að þér væruð alltaf vel- kominn, ef þér skylduð koma til Linton. Duncan rétti snögglega úr sér, þegar hann heyrði Jean nefnda. Hann sá hana fyrir sér berjast gegn erfiðleikunum — alltaf rólega og ánægða. Hann fór allt í einu að hugsa um það, að hann hafði víst alltaf verið ástfangin af henni, og það leiddi huga hans að öðru. - Hún er sjálfsagt alltaf í góðu vinfengi við Aigle? - Já, það er hún, sagði Ham- ish og kinkaði kolli. Alex er stöðugur gestur hjá lækninum, og hann er mjög hrifinn af ung- frú Jean. Hann hefur dvalið í Kanada um tveggja mánaða skeið, en við vonumst eftir honum í lok ársins. - Það verður ánægjulegt fyr- ir Murdoch — Jean. - Já, vissulega, sagði Ham- ish og brosti. Svo bætti hann við í trúnaði: - Ég skal segja yður, að Alex ætlar að kvæn- ast henni. JJUNCAN sat kyrr eftir að Hamish var farinn og lét hugann reika. Honum varð hugsað til smágjafa þeirra, sem McKelvie-fjölskyldan hafði sent honum. Hann minntist fá- tæklegs heimilis fjölskyldunn- ar. Þangað hafði hann komið hryssingslegt vetrarkvöld og bjargað ungu konunni úr greip- um dauðans. Það höfðu verið dásamlegir tímar. Honum fannst ekkert til um það, sem hann hafði tekið sér fyrir hendur síðan hann var aðstoðarlæknir hjá Murdoch gamla. En til hvers var hann að brjóta heilann um þetta núna? Hvað komu honum við áhyggj- ur og basl sveitalæknis ? Hér eftir ætlaði hann ekki að láta tilfinningarnar ráða gerðum sínum. Það var nauðsynlegt fyrir framtíð hans. Og Mur- doch gamla var að sjálfsögðu borgið, þegar Jean giftist auð- mannssyni. Þrem dögum eftir heimsókn Hamish sá Duncan Overton í fyrsta skipti eftir samkvæmið. Á mánudaginn um hálftólf- leytið kom hann inn á skrif- stofu hans með skýrslur. - Gjörið svo vel, sagði hann. Hér er árangurinn af rannsókn- um á þrem sjúklingum yðar. Overton leit hvasst á hann. Svo leit hann undan og brosti sjálfbirgingslega. - Ég þakka yður fyrir. Það var vingjarnlegt af yður að koma með skýrslurnar! En segið mér, Stirling, er sá orð- rómur réttur, sem mér hefur [25]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.