Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 31
lagkni, en sá fyrmefndi varð fyrir múrsteinum og meiddist alvarlega. Það er jafnvel ótt- azt um líf læknisins". Duncan þaut á fætur. Hann gleymdi miðdegisverðar- boði Lee prófessors. Það eina, sem rúmaðist í huga hans, var, að Murdoch læknir hafði orð- ið fyrir alvarlegu slysi. Hann leit á úrið sitt. Bíll hans var í skúr skammt frá. Ef heppnin væri með honum, gæti hann verið kominn til Strath Linton klukkan níu. Regnið steyptist úr loftinu. Bleytan skvettist upp fyrir aurbrettin á bílnum, þar sem hann ók hratt eftir þjóðveg- inum. Aljs staðar gaf að líta vegsummerki ofviðrisins: Akra, umflotna vatni, skurði, sem voru orðnir að skaðræðis vatnsföllum og ár, sem belj- nðu freyðandi áfram til sjávar. Það var eins og hinn mikli braði, sem hann ók á, róaði bann. Hann nálgaðist óðum akvörðunarstaðinn, en allt í emu varð hann var við farar- tálma á veginum. Þar stóð maður og veifaði ljóskeri. Dun- can tókst að hemla og nema staðar á síðustu stundu. Maðurinn óð vatnselginn og kom að bílnum. Hvernig í ósköpunum stendur á því, að þér akið í þessu veðri? Þér komizt ekki lengra. - Hvers vegna ekki? ' Vegurinn til Strath Linton er umflotinn vatni. Stíflan get- ur brostið á hverri stundu. Duncan bar ekki fram nein m°tmæli, en áður en maðurinn bafði lokið máli sínu, setti hann bílinn í gang og ók áfram HEIMILISBLAÐIÐ og velti staurum þeim í burtu, er girtu fyrir veginn. Það var mikið vatn á veg- inum, en það var þó hægt að aka eftir honum. Hann mundi allt í einu eftir bílútvarpinu sínu, opnaði það og heyrði strax nýjustu fréttirnar, sem hann hafði áhuga á. „Vatnsflóðið í Strath Lin- ton“, sagði þulurinn tilbreyt- ingarlausri röddu, ,,er alvar- legra en búizt var við í fyrstu. Það rignir mikið, og stíflan er sprungin. Björgunarlið er við- búið. Joseph Overton og aðr- ir yfirmenn orkuversins hafa eftirlit með stíflunni. Ibúunum hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín. Það er nú kunn- ugt, að fimmtán menn hafa látizt. Murdoch lækni frá Strath Linton, sem slasaðist við björgunarstarfið, líður mjög illa og er óttazt um líf hans". Duncan jók hraðann. Brátt beygði hann út á veginn, sem lá til Linton. Hann stanzaði bílinn fyrir utan hús læknis- ins og stökk út úr honum. Regnið líktist steypiflóði. Gat- an var mannlaus. Retta opnaði fyrir honum. Hún var í yfirhöfn. - Retta! Hvar er Murdoch læknir? - Hann er uppi við virkið. - En hvar er ungfrú Jean? - Hún er líka þar! Stúlkan fór að kjökra. Allt fólk er flú- ið, og ég vil heldur ekki vera hér lengur. Hún flýtti sér út og hljóp niður götuna. Duncan fór líka út. En hann sá engan í þessari ausandi rign- ingu. En allt í einu sá hann granna mannveru hlaupa fyrir horn. Honum létti stórum, þeg- ar hann þekkti manninn. - McKelvie! - Doktor Stirling! - Hamingjan góða, en hvað mér þykir vænt um að sjá yð- ur, MacKelvie. Ég þarf að kom- ast upp að virkinu. - Það er ómögulegt, hróp- aði McKelvie. - En ég verð að komast þangað, maður! Murdoch er þar, og ég verð að komast! McKelvie strauk sér um hökuna. - Já, það er ómögulegt eftir þjóðveginum. En ég get ef til vill sýnt yður aðra leið. Þeir flýttu sér inn í bílinn, og McKelvie vísaði Duncan á bugðóttan og afleitan götu- slóða. Þegar þeir voru komnir hálfa leið, komst bíllinn ekki lengra. Þeir stukku út úr hon- um og lögðu af stað gangandi. - Það hlýtur að vera bátur hér í nánd, hrópaði McKelvie, og spottakorn frá árbakkan- um fundu þeir flatbotnaðan pramma. Strax og McKelvie ýtti frá landi, gripu þeir til ár- anna. Háar bylgjur risu og skvett- ust yfir stefni bátsins. Þegar þeir höfðu róið góða stund, hvíldi McKelvie sig og hlustaði. - Heyrið þér það? öskraði hann til þess að yfirgnæfa gný- inn í veðrinu. Duncan hlustaði líka, og í gegnum. veðurofsann heyrði hanii dimman og þungan nið. - Það er stíflan, kallaði Mc Kelvie alvarlegri röddu. Guð hjálpi okkur, ef flóðbylgjan skellur á okkur! Hinn fjarlægi niður óx stöð- [29]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.