Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 10
bandi við föðurinn og biðjum hann ekki um neitt annað en unaðinn af að þekkja hann. Það er í bæninni, sem við fáum vissu fyrir tilveru Guðs, í bæninni, sem okkur lærist að þekkja hann sem föður og vin. Og það er einmitt, þegar að þessu er komið, sem vitsmuna- mennirnir snúa burt með fyr- irlitningarsvip. Ég fæ aldrei skilið, hvers vegna þeir gera það. Hvers vegna í Guðs nafni biðja þeir ekki? Bara til að reyna það. Hvers vegna reyna þeir ekki að komast að hinu sanna af eigin rammleik? Efn- ishyggjumaðurinn gerir gys að bæninni sem hjátrúarathöfn, sálfræðilegri blekkingu, sjálf- sefjun, rökleysu og barnalegri fávizku, en hann er ófáanleg- ur til að reyna hana. Þótt hon- um sé sagt, að bænin sé beini vegurinn til Guðs, hafnar hann þeim vegi. „Sýnið mér hann, augliti til auglitis", heimtar hann. „Ekkert annað dugir". En strax þegar maðurinn fær létt af sál sinni bölvun hrokans, sem við höfum feng- ið í arf frá Adam gamla, öðl- ast hann þegar næga auðmýkt til að spyrja sjálfan sig: „Hvar var ég, þegar þú, Guð, lagðir grundvöllinn að heiminum?" — Þá getur hann strax með einlægu trúnaðartrausti bams- ins leitað til hins ósýnilega föð- ur, þá veitist honum gnótt náð- ar, og þá öðlast maðurinn hina nánustu þekkingu á Guði, svo að hann verður honum nálæg- ari en andardrátturinn, nær- tækari en hönd eða fótur. Guði var full alvara, er hann sagði, að hann væri. afbrýði- samur og vildi ekki, að aðrir væru teknir fram yfir sig. Hann þráir ykkur — ykkur öll. Ef þið hafið opnað dyrnar fyrir honum, kemur hann inn og tekur ykkur strax að sér sem sína eign. Og um leið finnið þið, að ykkur grípur óljós kvíði, en honum fylgir friðar- kennd. Daglegt líf ykkar verð- ur að keðju af mótsögnum. Þið finnið djúpa ró færast yfir ykkur, sem þið hafið ekki þekkt áður, en samt þráið þið athafnir. Hinar góðu hvatir ykkar láta sér ekki lengur nægja að senda verðugum góðgerðafélögum fjárframlög, þið munuð blygðast ykkar fyrir að reyna að kaupa ykkur frá ábyrgð á þann hátt. Þegar við förum að þekkja Guð, verð- ur þráin til að þjóna honum ómótstæðileg. Við verðum að gefa hinum hungruðu að borða, heimsækja þá, sem sjúkir eru, hugga ekkjur og munaðarleys- ingja, klæða þá, sem naktir eru, veita þeim skýli, sem at- hvarfslausir eru, undir okkar eigin húsþaki með eigin hönd- um. Vilji einhver finna Guð, þá ber honum fyrst að biðja í auðmýkt um tækifæri til að trúa, og síðan ber honum að fara í eigin persónu, en ekki senda annan fyrir sig, til þeirra bræðra sinna og systra, sem lánið hefur ekki leikið eins við, og hjálpa þeim, sem þurfandi eru til líkama og sálar. Hann mun finna það, sem hann leit- ar að, því að þegar einhver getur afneitað sjálfum sér og gengið inn í lífsbaráttu ann- arrá, þá mun hann skilja eftir opnar dyr hjarta síns, svo að Guð geti gengið þangað inn og tekið sér bólfestu hjá hon- um. Í8] Fölsuð eða ekki ? Deilt er um það í London, hvort myndin „María mey, barnið og eng- illinn", sem hangir í þjóðlistasafn- inu, sé ósvikin eða ekki. Myndin er sögð máluð á fimmtándu öld af ítalska málaranum Francesco Francia. Listaverkakaupmaður í Westend fullyrðir að hann hafi keypt hina réttu mynd á uppboði, en stjórnendur safnsins vilja ekki við- urkenna það. — Málverkið, sem kaupmaðurinn álítur að sé hið rétta, sést hér. Gyðja réttvísinnar. Þetta risastóra konuhöfuð úr steinsteypu er greinilega gert eftir grískri fyrirmynd, og á að vera gyðja réttvísinnar, Themis. Höfuðið er 2,5 metrar að hæð og vegur hálft þriðja tonn. Það stendur fyrir framan ráð- húsið í franska bænum Neufchatel- on-Bray. HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.