Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Page 23

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Page 23
£ FINNSK ÆVINTÝRI OG SÖGUR L ) Sagan af manninum, sem flaug í fuglslíki yfir land og synti í fisklíki yfir vatn riNU SINNI, er þeir voru á ferðalagi saman, Frelsar- inn og Sankti Pétur, komu þeir að bóndabæ, þar sem maður var að plægja akur sinn. Þeir gengu til plæginga- mannsins og spurðu hann, hvort hann réði húsum þar á bænum. - Við erum þrír, bræðurnir, sem ráðum hér húsum, svar- aði maðurinn, og ég er þeirra yngstur. Neðanvert við akurinn rann á, sem ferðalangarnir þurftu að komast fyrir. Þá spurði Frelsarinn: - Viltu ekki flytja okkur yf- ir ána? - Það er velkomið, hvers vegna skyldi ég ekki vilja það? sagði plægingamaðurinn og flutti þá yfir ána. Þegar Frelsarinn var kom- mn yfir á hinn bakkann, sagði hann: - Hve mikið viltu fá fyrir ómakið ? - Við minnumst ekki á það, svaraði bátseigandinn. Ég flyt alltaf kristið fólk yfir ána og tek aldrei neitt fyrir það. Sankti Pétur heyrði þetta °g sagði við Frelsarann: - Gefðu honum einhvern hæfileika, Drottinn, eða gerðu eitthvað smávegis honum til hagræðis fyrir góðverk hans. Frelsarinn gaf manninum þann hæfileika, að hann gæti flogið í fuglslíki yfir land og synt í fisklíki yfir vatn. Síðan skildu þeir ferðafélagarnir við manninn. Að nokkrum tíma liðnum var landsfólkinu skipað að láta skrá sig til herþjónustu, og af bænum, þar sem plægingamað- urinn bjó, var yngsti bróðir- inn kvaddur til herþjónustu og hélt til móts við herlið kóngsins. Nokkru síðar, er kóngurinn var lagður af stað í stríð við annan kóng, tók hann eftir því, að hann hafði gleymt sverðinu sínu heima í óðagotinu að komast af stað, og nú voru þeir þegar komnir inn í land óvinanna. Gramur í geði og hálfskömmustulegur sagði hann við hermenn sína: - Sá, sem innan nánar til- tekins tíma getur sótt heim til mín sverðið mitt, sem ég gleymdi þar, skal fá dóttur mína að launum. Ungi hermaðurinn gekk fyr- ir kóng og sagði: - Ef þú, náðugi konungur minn, gefur mér dóttur þína, skal ég sækja fyrir þig sverðið, sem þú gleymdir, og koma með það hingað á tilsettum tíma. Kóngurinn endurtók, að hann hefði lofað því, og sagði: - Þú hefur þegar heyrt það einu sinni. Þú verður að reiða þig á orð kóngsins þíns. Maðurinn lagði nú af stað, og honum veittist þetta mjög auðvelt, þar sem hann gat flog- ið í fuglslíki yfir land og synt í fisklíki yfir vatn. Það leið heldur ekki á löngu, unz hann kom til kóngshallarinnar. Þar settist hann í fuglslíki á glugga- syllu og tók að syngja fögrum rómi. Dóttir kóngsins heyrði það, og henni fannst þetta vera dásamlegur fugl. Hún opnaði gluggann, og þá hoppaði hann inn í herbergið í sinni réttu mynd. Prinsessan horfði undr- andi á hann, er hann kom inn um gluggann, og spurði, í hvaða erindum hann væri þar kominn. - Ég er kominn til að sækja sverð kóngsins, svaraði mað- urinn. Og mér var lofað því, að ég skyldi fá yður fyrir eig- inkonu, ef ég gæti það. Hafið þér nokkurn hring, sem þér gætuð fengið mér til sanninda- merkis? Prinsessan varð hugfangin af hermanninum, því að hann var dugmikill og myndarleg- ur á velli, og hún dró hring af fingri sér og fékk hermann- inum. Maðurinn braut hringinn í tvennt, og geymdi hvort þeirra sinn hluta hringsins, og átti prinsessan ekki að ganga að eiga neinn mann annan en þann, sem hefði hálfan hring, er væri samstæður helmingn- um, sem hún geymdi. Síðan kvaddi maðurinn prinsessuna, heimilisblaðið [21]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.