Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 7
FULTON OURSLER Hvers vegna ég veit, að Guð er til undslitur hans er hvítur, rauð- Ur, gulur eða svartur. Undir þessu skjali stendur einnig undirskrift fulltrúa Saudi-Ar- abíu, landsins, þar sem man- salið þrífst ágæta vel enn þann dag í dag. Og í þessari sömu byggingu starfar nefnd, sem fæst við baráttuna gegn þræla- haldi. Þar liggja f jallháir hlað- ar af skýrslum frá blaðamönn- um, trúboðum og ríkisstjórn- um. — En, sagði Englendingur nokkur, sem dvalið hafði alla ævina í Austurlöndum, við sögumann okkar, mansalið fylgir Múhameðstrúimi eins og fjölkvænið. Um það hefur ver- skrifað í meira en hundrað ár. Samt hefur dregið allmik- ið úr þrælahaldinu síðustu hundrað árin. En hvort nokk- Urntíma tekst að útrýma því til fulls, veit enginn. (Weltbild). Staersti radar í heimi. A Orly-flugvellinum í París var fyrir nokkru vígður stærsti radar 1 heimi. Á radarhjálminum er hring- fjá, sem hægt er að greina með hluti 1 150 kílómetra fjarlægð. Hið stóra radarloftnet efst í turninum er 7 'Uetrar að þvermáli! hEIMILISBLÁÐIÐ ¥ EIT mín hófst, þegar þel- dökka fóstran mín tók mig með sér til gráu, steinsteyptu kapellunnar við 23. stræti og Guilford Avenue í Baltimore. Sunnudagaskólakennari bauð mig velkominn og sagði mér, að ég væri staddur í húsi Guðs. - Hvar er Guð? spurði ég. - Hann er alls staðar, sagði konan. En það breytti engu um leit mína að því, hvort skaparinn væri til í raun og veru eða ekki. Mér virtist það mikil- vægasta málið í heiminum, og enn þann dag í dag skil ég ekki, hvernig nokkur viti borinn maður getur hugsað á annan veg. Það er eina málið, sem menn verða að vita vissu sína um, því að allar ákvarðanir, sem þeir taka, eru undir því komnar. Sumir vinir mínir, sem eru einlægir efasemdamenn, en falslausir í góðum vilja sínum, vilja fá að vita, hvernig nokk- ur geti sannað, að Guð sé til. Ein leiðin til þess byggist á beitingu skynseminnar. Það var fyrsta leiðin mín. Ég sagði sjálfum mér, að svo framar- lega, sem rökvísi teldist til vís- inda, hlyti að eiga að sanna eða afsanna tilveru Guðs á vís- indalegan hátt. Ég vissi, að eðl- isfræðingar höfðu oft fært óhrekjanlegar sönnur á tilveru hluta, sem hvorki var hægt að ]5[ sjá né heyra né heldur komast að með öðrum skilningarvit- um. Hefur nokkurt marmlegt auga nokkru sinni séð atóm? Þrátt fyrir það, að svo er ekki, þekkja þeir, sem lifðu af kjam- orkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, hinar hræðilegu verkanir þess. Stjörnufræðingur einn fann eitt sinn stjörnu, án þess að hafa nokkru sinni litið hana augum. Þekking hans á stjömufræðinni var svo ná- kvæm, að hann reiknaði út, að til hlyti að vera önnur reiki- stjarna í sólkerfi okkar, því að annars mundi allt hnattkerfið sundrast. Þegar stærri stjömu- kíkjar voru smíðaðir, sáu stjörnufræðingamir stjömuna í raun og veru. Þannig opin- berar Guð sig þeim, sem rök- rétt hugsa, eftir leiðum skyn- seminnar. En ég vildi öðlast beina þekkingu. Ég sagði sjálfum mér, að menn gætu að vísu lesið sundkennslubók og þann veg lært til hlítar allt 'um simd- íþróttina, en ég hefði heldur kosið að steypa mér í laugina og synda sjálfur. Við höfum öll unun af óhindraðri hreyf- ingu og því, að geta lifað við önnur skilyrði en þau, sem við erum fædd til. Það er önnur leiðin til að þekkja Guð: persónuleg reynsla.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.