Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Page 3

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Page 3
Engar hópferðir til Seychelleyja Eftir GORDON GASKILL. • Hundruð mílna utan viS heimsmenn- inguna liggja þessar eyjar, þar sem tíminn stendur kyrr og enn er hægt að sjá svipmót af týndri paradís ... Hinn nafntogaði brezki hershöfðingi Charles Gordon, venjulega nefndur „Gor- don-Pasha“, kom fram með þá athyglis- verðu biblíusögulegu kenningu fyrir rúm- um áttatíu árum, að paradísargarðurinn Eden hefði ekki verið í landi því, sem við uú á dögum köllum írak og munnmælin hafa löngum talið hans forna aðsetur, held- ur hafi staður hans verið á eyjum nokkr- um, u. þ. b. fimmtíu að tölu, sem dreifðar eru um Indlandshaf skammt fyrir sunnan miðjarðarbaug. Eyjaklasi þessi, Seychell- eyjarnar, eru nú brezk nýlenda, og jafnvel enn þann dag í dag flestum mönnum ókunnar. íbúar þessara eyja segja líka með stolti °g hæversku í senn, að þeir séu „hundruð naílna utan við heimsmenninguna“, og þau orð eru ekki fjarri sanni í bókstaflegustu merkingu. Aðaleyjan, Mahé, er í 1600 kíló- metra fjarlægð frá austurströnd Afríku, °g 2700 kílómetra frá Indlandi. Engar flug- samgöngur eru við Seychell-eyjar, og póst- oátur kemur þangað aðeins einu sinni í manuði. Flatarmál eyjanna er samtals 400 ierkílómetrar (þ. e. a. s. minna en Lund- anaborgar), og samanlagður fólksf jöldi — sem er 42.000 manns — gæti hæglega kom- izt fyrir á sæmilegum fótboltavelli. Eyjarnar eru að miklu leyti gleymdar af- ganginum af veröldinni; aðeins örfáir gest- ir koma þar við, og það er ódýrt að búa þar. Auk þess eru þær, eins og einn ferða- maður komst að orði, „svo heillandi fagr- ar, að manni verður ekki um sel.“ Brezkur embættismaður lét þessi orð falla í eyru mín: „Hvort sem Gordon-Pasha hefur haft á réttu að standa eða ekki, þá verðið þér að játa, að paradísargarðurinn hefði átt að vera einmitt þarna.“ Mahé, sem er stærsta eyjan og langsam- lega þéttbýlust, er sú eina af þeim, sem státað getur af borg. Landsvæðið sjálft er nokkuð illt yfirferðar og innlandið rís upp 1 1000 metra háan f jallgarð. Eyjan er á að gizka 27 kílómetra löng, en aðeins fáir kíló- metrar á breidd, en strendur hennar ljósar cg sendnar. Borgin Victoria hlýtur að vera einhver hrörlegasta og jafnframt áhyggju- lausasta borg í víðri veröld. Þar eiga heima 11.000 sálir í ryðguðum bárujárnshreysum. „Við búum í húsum aðeins til þess að hafa skjól fyrir regni og hafa frið fyrir öndum næturinnar," sagði einn eyjarskeggja. Þeg- ar brezka manntalsnefndin 1960 spurðist fyrir um landamörk bæjarins, hljóðaði svarið: „Þið skuluð bara taka eftir stúlkunum, sem fara til vinnu á morgnana með skóna

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.