Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 7
tíma ræktunaraðferðum. En eins og sakir standa er næstum enginn sem nennir því að velja hnetur til sáningar frá þeim trjám, sem gefið hafa beztan arðinn, eða nota þann áburð, sem þó er mest til af: þang og kókoshnetuskurn. Grand blanc nokkur við- urkenndi, að þangið væri mjög verðmætt, en hann yppti öxlum og sagði: „Bara að guð almáttugur hefði gefið þanginu fæt- ur!“ Hann vildi með öðrum orðum segja, að það væri alltof mikil fyrirhöfn að safna þangi saman og dreifa því yfir plantekr- urnar. Árið 1960 komu aðeins 490 ferðamenn til eyjanna. En í heimi, þar sem allir leita að friði, hvítum ströndum, bláu hafi og stöð- ugu sólskini, eru Seychell-eyjarnar sann- kölluð paradís.1) 65 kílómetra löng hring- ferð um Mahé-eyju er líkust ferð um tróp- ískan garð bylgjandi kókospálma. Hvar sem „vegurinn" beygir, sér maður nýja strönd eða nýjan flóa, stór björg í sjó fram, sandrif úti fyrir með mergð fiskjar um- hverfis, ellegar litlar eyjar sem gljá í sól- nióðunni. Sérfræðingur einn hefur látið svo um mælt, að umhverfis Seychell-eyjar sé „furðulegasta og fjölbreyttasta dýra- og gróðurlíf neðansjávar sem fyrirfinnist á hnettinum.“ Meir en helmingur kvikmynd- arinnar „Hinn þögli heimur“ (eftir Couc- teau) er tekinn í grennd við Assumpion, eina af Seychell-eyjunum. Ætla mætti, að svo nærri miðjarðarlínu væri loftslagið óþolandi heitt, en þetta er þó ekki svo, enda þótt raki loftsins geti orðið mjög mikill. í janúar og febrúar streymir regnið úr lofti; sá sem verður fyrir óvæntri dembu, rífur næsta banana- blað, sem hann finnur, og notar það fyrir vegnhlíf. Mestar líkur fyrir góðviðri eru á tímabilinu júní—október. Fimm lítil hótel °g þrjú matsöluhús eru talin vera á stigi evrópu-menningar. Verð fyrir fæði og hús- ^æði á slíkum stað eru frá 2400 til 4200 !sl. krónur um mánuðinn. !) Viðskiptajöfm- einn i London, Bernhard Stan- ^vrry, hefur ákveðið að snúa baki við heimsmenning- hnni og setjast að ásamt hópi skoðanabræðra siima á lólegum stað, fjarri hættunni af kjarnorkustyrjöld. Kann er þeirrar skoðunar, að til þess ama séu Sey- chell-eyjarnar ákjósanlegastar allra staða. Auk allra þessara heillandi hluta hafa Seychell-eyjar til að bera — að minnsta kosti ennþá — enn einn kost: stjórnmála- legan stöðugleika. Jafnvel sá stjórnmála- leiðtogi á eyjunum, sem var mest á móti Bretum, sagði við mig: „Það myndi vera helber heimska af okkur að vilja slíta okk- ur úr tengslunum. Ríki okkar er allt of lítið til þess.“ En fyrir ferðalanginn er þarna eitt stórt vandamál: eins og sakir standa er mjög erfitt að komast til eyjanna. Hvorki á Mahé né á öðrum þessara eyja eru staðhættir þannig, að þar sé hægt að gera flugvöll og geysidýrt myndi reynast að gera upp- fyllingu undir slíkt mannvirki. Samt er starfandi nefnd, sem athugar möguleikana á slíku. Skipin frá Maombasa og Bombay standa stutt við í Victoria, og koma þang- að aðeins einu sinni í mánuði; en oftast eru öll skipspláss pöntuð langt fram í tím- ann. Kvöld nokkurt ræddi ég við prest einn um kenningu Gordons hershöfðingja. „Kannski hafði hann á réttu að standa,“ mælti hann, og brá fyrir glampa í augum hans. „Að minnsta kosti er eitt sameigin- legt með Seychell-eyj um og Paradís: báðir staðirnir eru fagrir, og þangað vilja allir komast. Vandinn er bara sá, hvernig mað- ur getur komizt þangað. Það er eins og flestum sé fyrirmunað að komast til beggja þessara staða.“ ☆ FORN KINVERSK SPEKI Sá maður, sem græðir fé, verður aldrei þreyttur; sá maður sem er þreyttur, græðir aldrei fé. Kauptu einu sinni og greiddu út í hönd, heldur en að verzla tíu sinnum og fá alltaf lánað. Leggðu fyrst ábyrgðina á herðar sjálfs þín, síðan á annarra. Munnur mannsins er aðeins tveir hlutar af hörundi hans. ^eimilisblaðið 227

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.