Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 8
Sveitaþoirp, sem byégir á Biblíunni Eftir CLARENCE HALL. • Líf og lagafyrirmæli þessa litla sam- félags hvila óhagganlega á Biblíunni og þess vegna komst það ekki aðeins yfir hörmungar styrjaldarinnar, heldur hefur það einnig sniðgengið „blessun“ framfaranna. Þegar ég í ársbyrjun 1945 kom sem stríðsfréttaritari til Okinawa, kynntist ég í fyrsta skipti Shimabuku, því einstæðasta og merkilegasta samfélagi manna, sem ég hef nokkru sinni séð. Sveitaþorp þetta byggja 1000 manns, og það er umvafið fíkjuviðartrjám og kræklóttum furum, all- langt frá annarri mannabyggð; það var í vegi fyrir framrás bandarískra hersveita og varð því fyrir harkalegri handsprengju- hríð. Þegar fremstu herliðsmennina bar að þorpsmúrunum, námu þeir staðar furðu lostnir. Andspænis þeim stóðu gamlir menn; þeir hneigðu sig djúpt og hófu að tala. Fyrirliði hermannanna hafði af bit- urri reynslu lært að taka öllu með gát, þaggaði niður í þeim og lét sækja túlk. Túlkurinn hristi brátt höfuðið vand- ræðalega. „Það hljómar andkannalega," sagði hann. „En þeir standa þarna og eru að bjóða okkur velkomna sem kristna með- bræður. Annar þeirra segist vera bæjar- stjóri þeirra þorpsbúa; hinn kveðst vera skólakennarinn. Bókin, sem sá eldri heldur á í hendinni, er Biblían, og þeir biðja að- eins um einn hlut: mynd af Jesú Kristi.“ Liðþjálfinn klóraði sér í hnakkanum og rumdi síðan: „Sækið herprestinn." Presturinn kom á vettvang og með hon- um hópur forvitinna stríðsfréttamanna. Og undir leiðsögn öldunganna tveggja — bæjarstjórans Mojuns Nakamura og kenn- arans Shosei Kinu — gengum við nú um kring í þorpinu. Við höfðum séð fjölda annarra sveitaþorpa á Okinawa, sem öll voru fátæk og í niðurníðslu; í samjöfnuði við þá döpru sýn var þetta þorp líkast sindrandi gimsteini. Hvarvetna var okkur heilsað með brosi og virðulegri hneigingu. Öldungarnir tveir sýndu okkur hrein og snotur hús sín, frjósama og vel hirta akra sína, hlöðurnar sínar og forðabúrin, og loks það sem var stolt þeirra bæjarbúa — sykurverksmið juna. Gömlu mennirnir héldu áfram alvarlegu tali sínu, og skömmu síðar sagði túlkurinn við okkur: „Þeir hafa aðeins hitt einn Bandaríkjamann á undan okkur, og það er langt síðan. Það var kristinn maður, og þeir gera ráð fyrir, að við séum það líka — enda þótt þeir skilj i ekki fullkomlega, hvers vegna við berum vopn.“ Við fengum nú að heyra alla þeirra und- arlegu sögu, lið fyrir lið. Þrjátíu árum áður hafði bandarískur trúboði á leið til Japan haft viðdvöl í Shimabuku. Hann dvaldist þar ekki lengur en svo, að honum tókst aðeins að kristna tvo af þorpsbúun- um (þessa tvo gömlu menn, sem nú höfðu tekið á móti okkur); hann kenndi þeim tvo sálma, gaf þeim Biblíuna í japanskri þýð- ingu og lagði ríkt á við þá að lifa nákvæm- lega eftir hennar boðum. Eftir það höfðu þeir yfirleitt ekki haft nokkurt samband við hinn kristna heim. Engu að síður hafði þeim tekizt á þessum þrjátíu árum að skapa sannkallað kristið lýðfrjálst samfélag, sem að öllu leyti grundvallaðist á kristinni kenningu. Hvernig hafði þetta mátt ske ? Mennirn- ir tveir höfðu lesið Biblíuna sína af stök- ustu samvizkusemi, og ekki aðeins fundið þar þann mann, sem þeir vildu taka sér til fyrirmyndar, heldur einnig fyrirmæli og reglur, sem hafa mátti að leiðarljósi i hinu smáa samfélagi þeirra. Hin tíu boð- orð Biblíunnar voru nú gerð að lagabók- staf í Shimabuku, og fjallræðan var gerð að siðferðilegum hyrningarsteini íbúanna. í skólanum varð Heilög Ritning stafrófs- kver barnanna; þau lásu í henni á hverj- um degi og lærðu ýmsa mikilvægustu parta hennar utan að. Og í bæjarstjórninni sa Nakamura svo um, að fyrirmæli Biblíunn- ar voru skoðuð sem óhagganleg lög. 228 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.