Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Page 9

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Page 9
Nú hafði hin helga bók sagt íbúum Shimabuku, hvað væri réttur þeirra og skylda sem þjóðfélagsborgara. Og árang- urinn var mikilfenglegur. Árum saman hafði nú ekki verið nokkur þörf fyrir fang- elsi, þarna voru ekki lengur nein hóruhús, drykkjuskapur var óþekkt fyrirbæri, sömu- leiðis hjónaskilnaðir; ástandið í heilbrigð- ismálum var óvenjulega gott, og allir virt- ust glaðir og ánægðir með lífið. Þegar á næsta degi héldu bardagar áfram, og við urðum að yfirgefa þorpið. En tveim dögum síðar, þegar hlé varð á bardögum, leigði ég mér jeppa ásamt jap- önskumælandi bílstjóra og lagði aftur leið mína til Shimabuku. Stórar lestir flutn- ingabíla og endalausar raðir bandarískra hermanna lögðu leið sína um rykugan þjóð- veginn fram með þorpinu; í slóð þeirra fóru skriðdrekar og önnur þungbúin her- gögn. En sjálft þorpið Shimabuku var sem friðsæl vin í þessari eyðimörk hernaðarins. Ég var aftur kominn á flakk um þessar kyrrlátu þorpsgötur og naut þess innilega, hversu allt var þar í friði og ró. Allt í einu heyrði ég söng álengdar. Við gengum á hljóðið og komum að húsi Nakamura, þar sem verið var að halda nokkuð sérkennilega guðsþjónustu. Þar sem engum í þorpinu hafði nokkru sinni verið sagt, hvernig kristin guðsþjónusta fer fram, höfðu þeir ofur einfaldlega orðið að sníða sér hana upp á eigin spýtur. Shosei Kinu las upp úr Biblíunni, og orð hans voru endurtekin af söfnuðinum með seimdregnu tónfalli. Á eftir þessu fór sálmasöngur. Lögin við þá tvo sálma, sem trúboðinn hafði kennt öld- ungunum endur fyrir löngu, höfðu að sjálf- sögðu breytzt eigi alllítið í tímans rás, en þó ekki meira en svo, að ég og bílstjóri minn gátum þekkt þau og tekið undir við sönginn. Eftir langa runu bæna, sem barst án fyrirvara frá söfnuðinum, var tekið til við að ræða um félagsleg vandamál, sem fyrir lágu. Sérhverri spurningu svaraði Kinu með tilvísun í heilaga bók. Leðurspjöld Biblíunnar voru bæði grómtekin og slitin eftir þrjátíu ára stöðuga notkun, en Kinu handlék hana með slíkri virðingu og um- hyggju sem væri hún óbætanlegur dýr- gripur. Við stóðum öldungis hreyfingarlausir, þegar guðsþjónustan var á enda og söfn- uðurinn gekk út úr húsinu; allt í einu hvíslaði bílstjórinn í eyra mér: „Hugsaðu þér, hvað hlotizt getur af einni einustu Biblíu og tveim gömlum náungum, sem kjósa að fara eftir orðum hennar!“ Og með bitru augnaráði í áttina að hand- sprengjuglufu í vegginn, bætti hann við: „Það lítur helzt út fyrir, að við höfum val- ið okkur bandvitlaust vopn til að betrum- bæta heiminn!“ Trúboðinn sjálfur hafði með árunum orðið fjarlægur og þokukenndur maður í meðvitund þorpsbúanna. Þeir Kinu og Ma- kamura gátu ekki einu sinni munað, hvað hann hét; en þeir mundu kveðjuorð hans til þeirra: „Lesið þessa bók samvizkusam- lega. Hún mun gera ykkur sterka í trúnni. Og ef þið eruð sterkir í trúnni, munuð þið öðlast styrk til að þola allt.“- Á tímum hinna hörmulegu atburða árs- ins 1945 þurftu menn að taka á öllu því þreki, sem trúin gat veitt. Tveim dögum eftir heimsókn mína til Shimabuku flæddu þúsundir flóttamanna yfir þetta litla þorps- samfélag, svo að íbúafjöldinn tífaldaðist. Fyrst í stað voru íbúarnir sem lamaðir af allri þesari mannmergð, en þeir jöfnuðu sig óðara, er Nakamura hafði fundið við- eigandi stað í Ritningunni og lesið hann fyrir þá: „Gestur var ég, ug þér hýstuð mig.“ En tveim vikum síðar skall yfir þá öllu þyngra reiðarslag: herstjórnin bandaríska ákvað, að héraðið umhverfis Shimabuku skyldi notað sem undirbúningssvæði inn- rásarinnar í Japan. Fyrirmæli voru gefin um, að þetta litla þorp skyldi jafnað við jörðu, en íbúarnir fluttir til norðlægra og ófrjósamra hluta landsins. Þarna voru þeir settir upp í flutningabíla hersins og fengu aðeins að taka það með sér, sem þeir gátu haldið á. Það var ekki fyrr en átta mán- uðum síðar, sem þeir fengu leyfi til að snúa heim aftur — og þá sáu þeir aðeins rústahrúgu, þar sem friðsæla þorpið þeirra hafði áður staðið. En þolinmóðir hófust þeir Kinu og Naka- Heimilisblaðið 229

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.