Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Síða 10

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Síða 10
mura handa, með hjálp nokkurra samúðar- ríkra Bandaríkjamanna, um að fá fólkið til að reisa úr rústum nýtt Shimabuku- þorp. Um þær mundir var sá kafli Ritn- ingarinnar oftast lesinn, þar sem Nehemía segir frá endurreisn Jerúsalemsborgar: „Guð himnanna, hann mun láta oss takast þetta; en vér þjónar hans munum fara til og hyggja . . .“ Minningarnar frá styrjöldinni eltu mig árum saman, og að lokum gerði ég för mína aftur til Okinawa, til þess að fá vitn- eskju um, hvernig allt hefði gengið til, eftir að hinar bandarísku hernámssveitir höfðu flutt „siðmenninguna" til eyjarinn- ar. Og Okinawa var vart þekkjanleg aftur. Þar sem lítil sveitaþorp sváfu áður sínum þyrnirósarsvefni, eru nú stórar og nýtízku- legar borgir, reistar af bandarískum her. Fjölfarnir vegir með fjórum akreinum liggja nú um landið þvert og endilangt, en meðfram þeim má sjá ysmikla og fjöl- sótta markaði og óendanlegar raðir af vöruskemmum handa hernum. í grennd við risavaxnar flughafnir og önnur hern- aðarmannvirki eru liðsforingjaklúbbar, kvikmyndahús, golfvellir, nýtízku baðstað- ir og útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Að sjálfsögðu lagði ég strax leið mína til Shimabuku, litla sveitaþorpsins, sem eitt sinn lá svo f jarri alfaraleið, að ókunn- ugir rákust þangað svo til aldrei; nú er það umvafið „blessun" hinnar vestrænu siðmenningar. Bænum á aðra hönd þjóta bílarnir um þjóðveginn, en á hina hönd troða golfleikararnir á grængresinu. Um- hverfið allt ber svipmót ýmiss þess, sem neikvæðast er við siðmenningu vora. Að- eins tvö hundruð metra frá aðalbrautinni er Koza, hið mikla svæði bandarískra her- manna í fríum; auglýsingaljósin lita næt- urhimininn rauðan, og músíkin drynur út úr mýgrút af kabarettum, börum og nætur- klúbbum. En svo undarlegt sem það kann að virð- ast, er Shimabuku ósnortið af öllu þessu. Það virðist að vísu umlukt hávaða og fyrir- ferð nútímans á allar hliðar, en fyrir innan múra sína hefur þorpið varðveitt sinn eigin frið. í Shimabuku er enn í dag lifað eftir boðum Heilagrar Ritningar, sem enn eru lesin upp í litlu, fallegu kirkjunni, sem fólkið hefur nú reist fyrir eigið framtak. Á vegum kirkjunnar er auk þess sunnu- dagaskóli og ungmennaklúbbur, sem starf- ar alla daga vikunnar. Kristindómurinn er enn meginaflið í öllu lífi fólksins í Shimabuku. En hinir tveir öldungar þorpsins vilja ekki eigna sjálfum sér heiðurinn af þessu undri. Nakamura sagði við mig: „Þér get- ið séð, að trúboðinn hafði á réttu að standa! Ef maður er stöðugur í trúnni, hefur mað- ur styrk til að þola allt.“ Skyndilega var ég sem horfinn aftur til ársins 1945; bílstjórinn minn stóð við hlið- ina á mér, og ég heyrði hið undrandi hvísl hans: „Hugsaðu þér, hvað hlotizt getur af einni einustu Biblíu og tveim gömlum náungum, sem kjósa að fara eftir orðum hennar!“ Og áframhald orða hans hljómaði nú enn meira sannfærandi en nokkru sinni: „Það lítur helzt út fyrir, að við höfum valið okkur bandvitlaust vopn til að betrumbæta með heiminn!" ☆ Úr bréfum Horatzar Sá, sem þráir vin án galla, finnur engan. Gull reynist í eldinum, en maðurinn 1 mótlætinu og meðlætinu. Aldrei þrífst það ríki, þar sem barna- uppeldið er vanrækt. Drykkjumaðurinn er eins og líkneski, sem staðið hefur úti í óveðri, öll manns- mynd er máð í burt. Bið ekki annan um það, sem þú mundir neita sjálfur um, værir þú beðinn. Fegurð kveikir ást, en kurteisi viðheld- ur henni. Ritaðu velgerðir á grjót, en mótgerðir á sand. 230 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.