Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Qupperneq 12

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Qupperneq 12
sé með réttu móti. Að staða hennar verði tryggð þegar í byrjun. Og þú veizt, að systir tengdamóður hennar er barónessa. Aðalstign veitir vissar skyldur, Jonas. Fjölskyldan, sem Lísa giftist inn í...“ „Ég er ekkert að tala um þá f jölskyldu,“ greip Stryg forstjóri fram í. „Ég er að líta hagsýninnar augum á málið.“ „Já, það er víst.“ Frú Stryg tók á þolin- mæðinni. „Þú ert verzlunarmaður, og það er enginn að banna þér það. Veiztu annars eitt...“ Hún þagnaði og virtist verða hugsi. „Hvers konar brjóstrósir er bezt að setja við diska kvennanna? Jemmers hafði orkídeur ...“ „Þær kosta nú hver um sig sex krónur stykkið.“ Stryg forstjóri beit í vindilstúf- inn og skálmaði út úr stofunni. Klukkan var hálf eitt, þegar einhver fyrirgangur heyrðist í forstofunni. Stryg forstjóri opnaði dyrnar á bókasafni sínu. „Ert það þú, Lísa?“ „Já. Var það eitthvað, pabbi?“ „Hm.“ Stryg sneri við, slökkti ljósið í bókasafninu og gekk fram í forstofuna. „Ég fer upp líka.“ Þau urðu samferða upp stigann. „Veiztu eitt, pabbi. Hann Kalli var að tala um, að sig langaði til að mega bjóða fáeinum skólabræðrum sínum í veizluna. Mér finnst líka, að það hlyti að vera gaman fyrir hann. Þeir voru átta í bekknum — sem hann um- gekkst mest, á ég við.“ Faðirinn sagði ekki orð, en fylgdi dótt- ur sinni inn í herbergið hennar. „Ég ætla að segja þér eitt, Lísa,“ sagði hann loks og lét aftur dyrnar. „Það verður ekkert af þessu brúðkaupi." Unga stúlkan starði á hann í daufu skininu af lampaljósinu. „Við hvað áttu, pabbi? Hvað ertu eiginlega að segja ...“ „Ég er að segja, að ég kæri mig ekki um það. Karl Dam er enginn maður fyrir þig. Ég hef lengi ætlað mér að tala við þig um þetta...“ „Það var þá eins gott, að þú lézt loksins verða af því,“ svaraði Lísa brostinni röddu. „Það er ekki nema mánuður til brúð- kaupsins, pappírarnir eru í lagi, við erum búin að fá íbúðina og ...“ Stryg forstjóri vingsaði hendinni. „Æ, ég veit það. En betra er seint en aldrei. Ég óska ekki eftir þvi, að þú giftist þess- um manni. Hafðu vaðið fyrir neðan þig, stúlka mín; eftir eitt eða tvö ár verður skoðun þín kannski orðin önnur en hún er nú. Þú ert ekki nema nítján ára og átt allan tímann framundan.“ Lísa stappaði niður fæti. „Ég held þú sért bara genginn af göflunum, pabbi: Við Kalli og ég...“ Hann vingsaði hendinni aftur í afneit- un. „Ég veit alveg, hvað þú ætlar að segja. Ég segi það samt í fullri alvöru: það verð- ur ekkert brúðkaup! Ég er andvígur því, ég vil ekki hafa það!“ „Ég gifti mig samt sem áður ...“ Tár beiskju og vonbrigða voru komin fram í augu Lísu. „Það er beinlínis miðaldaleg afstaða að vilja banna ...“ „Ég er faðir þinn,“ mælti Stryg for- stjóri og gekk nær dyrunum, „og ég harð- banna þér að giftast þessum manni.“ „En hvers vegna ertu á móti honum? Ég hef þó heimtingu á að fá að vita það!“ „Við getum alltaf rætt um það síðar. En eins og komið er, verður þetta svo sem ég hef sagt. Brúðkaupinu verður aflýst.“ Lísa stóð fyrir framan föður sinn, og augu hennar skutu gneistum: „Ég get sagt þér það, faðir minn, að ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta. Ég geri það sem mér sýnist... og þú veizt hvað það er.“ „Gott og vel.“ Stryg forstjóri tók lykil- inn úr skránni innanverðri og stakk honum í að utanverðu. „En þá neyðist ég líka til að beita þig þvingun. Þú stígur ekki fæti út úr þessari stofu, fyrr en þú hefur tekið sönsum. Góða nótt.“ Hann steig út fyrir> aflæsti dyrunum og stakk lyklinum í vas- ann. Lísa stóð grafkyrr og góndi á lokaðar dyrnar. Síðan svipaðist hún um í stofunni og gekk út að glugganum. Hún opnaði gluggann og gægðist niður. Þetta var að- eins á annarri hæð, og örskammt frá var stigi reistur við vegginn, — þó það langt burtu, að hún gat ekki teygt sig í hann. 1 skyndingu lét hún aftur gluggann og gekk að símanum. Faðir hennar hafði víst ekki hugsað út 1 símann. Hún lyfti tólinu og 232 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.