Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Side 13

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Side 13
kvöld scgir hann það Smásaga eftir Anne Hammer. Torsten beið niðri, svo að Britt hafði ekki mikinn tíma til að láta sér dveljast uppi í fallega, bjarta herberginu sínu; engan tíma til að hugleiða nánar það dular- fulla, sem var að gerast... Hún gekk rak- leitt að skápnum og tók fram gráa kjólinn með gulu rósunum. Á meðan hún lagði hann frá sér ofan á rúmið, hugsaði hún sem svo, að ef til vill yrði þetta þýðingarmesta kvöldið í öllu hennar lífi. Hún burstaði hár sitt fyrir framan stóra spegilinn. Hár hennar var hunangsgult, en augun brún. Á þessari stundu voru þau ljómandi af einlægri og fölskvalausri ást. Hún gekk sem í leiðslu unaðslegra drauma, og þannig voru einnig hreyfingar hennar á meðan hún lét víðan kjólinn falla um herð- hringdi í hótelið þar sem Karl bjó. Og hvíslandi röddu sagði hún honum, hvað komið hefði fyrir, — og hvað hann ætti að gera. Hálftíma síðar, þegar stiginn var hljóð- laust færður til og settur fyrir framan gluggann hennar, var hún búin að hafa fataskipti, setja niður í litla ferðatösku og stinga skartgripum sínum í veskið. Tvær sterkar hendur hjálpuðu henni til að kom- ast út um gluggann og þrýstu hana fast. ,A Karl. . .“ hvíslaði hún. „Ástin mín!“ Þegar næsta morgun kom vinnukonan ^ieð skeyti til forstjórahjónanna þar sem hau sátu að snæðingi. „Vi8 Kalli erum gift. Fyrirgefiö okkur, en vi8 gátum ekki annaö. Utanáskrift okk- (lr ÞangaÖ til á laugardag: Hótel Strandly, Espergærde. Lísa.“ Forstjórinn rétti konu sinni skeytið, reis a fætur og gekk inn í skrifstofuna sína. ktuttu síðar kom hann fram aftur og hélt a tíu þúsund króna ávísun. arnar og niður um sig. Britt var tuttugu og eins árs gömul, og útlit hennar var þannig, að það var sem hún væri ættuð frá drauma- landi. Sjálfri fannst henni hún lifa í draumi, þar sem enginn hlutur var raun- verulegur. Hún hafði alltaf vitað, að einn góðan veðurdag yrði hún ástfangin, en hún hafði ekki haft hugmynd um, hvernig sú tilfinning myndi reynast, þegar þar að kæmi — að það væri eins og að dveljast í heimi fullum af töfrum. Hún setti gula jakkann yfir annan hand- legginn og hljóp niður stigann, en Torsten leit upp og snöggþagnaði mitt í samtali sínu við föður hennar. Hann varð að beita sig herkju til þess að geta lokið við það sem hann hafði verið að segja. Andartaki Ávísunina rétti hann konu sinni. „Þegar þú skrifar þeim, þá settu þetta í bréfið. Þetta er — hm — meirihlutinn af upphæð- inni sem við spöruðum á því, að hún er hlaupin að heiman. Þú getur bætt því við í bréfinu, að ég hafi — hm — hafi fyrir- gefið henni.“ Frú Stryg sat með skeytið í annarri hendi, en ávísunina í hinni og starði til skiptis á bæði. Á meðan reikaði Stryg for- stjóri út í garð og gaf garðyrkjumannin- um þau fyrirmæli, að nú mætti hann fjar- lægja stigagarminn og setja hann aftur á sinn stað; hann hefði komið að því gagni, sem til var ætlazt. Andartak gældi hann við þá tilhugsun að aka út að Hótel Strandly og gefa hjúunum óvæntan morgunverð, en eftir nánari um- hugsun komst hann að þeirri niðurstöðu, að betra væri að láta það ógert. Nýgift fólk vildi víst helzt af öllu fá að vera í friði fyrsta hjónabandsmorguninn. HEIMILISBLAÐIÐ 233

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.