Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Page 18

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Page 18
hún. „Ég er nefnilega að fara héðan líka, skal ég segja þér.“ „Þú?“ hálfhrópaði Torsten. „Það vissi ég ekki, Britt.“ „Jú, ég fer til Stokkhólms og geng í Lottu-liðið. Það er víst nóg að gera fyrir ungar stúlkur um þessar mundir. Held- urðu ekki að mér geti liðið ágætlega í slíku starfi, Torsten?" „Ég veit það ekki. Ég hef alltaf hugsað mér þig heima hjá föður þínum og móður.“ „Nei, Torsten, það versta af öllu er að vera heima, þegar maður er kraminn á hjarta eins og ég er,“ svaraði hún einarð- lega. „Maður liggur bara andvaka nótt eft- ir nótt, og það er allt annað en skemmtilegt. Þá er miklu betra að vera einhvers staðar þar sem maður getur jafnvel skemmt sér og dansað næturlangt til að gleyma tíman- um.“ „Hvað segja foreldrar þínir um aðra eins vitleysis-ráðagerð ?“ „Það veit ég ekki. Enda skiptir það engu máli. Ég er tuttugu og eins árs og get gert hvað sem ég vil.“ „Ekki ef ég fæ einhverju að ráða.“ „Hvaða máli getur þetta skipt þig?“ „Það skiptir mig öllu máli, að þú sért örugg á heimili foreldra þinna á meðan ég er í burtu.“ „Maður er aldrei öruggur á meðan mað- ur elskar einhvern, Torsten. — Veiztu það ekki ?“ „Að þvælast um í Stokkhólmi getur ver- ið ágætt fyrir stelpu eins og Ruth,“ sagði hann og hrukkaði ennið. „En ekki fyrir þig, Britt. Þá væri betra fyrir þig að gift- ast mér.“ „Heldurðu það?“ svaraði hún ertnislega, en hjarta hennar barðist í ákafa. „Ég veit það,“ svaraði hann á móti og greip hana í faðminn. Hann kyssti hana lengi, og kossinn varð æ innilegri, fullur ástar; og á milli þeirra var ekki lengur til snefill af beiskju. Að lokum sleppti hann tökum sínum, en hélt henni þó í faðmi sér. „Ó, elsku Britt mín,“ sagði hann. „Ég hélt það væri bezt að bíða, en ég veit ég hafði á röngu að standa. Við heyrum hvort öðru til héðan í frá. Og þegar ég kem aftur, bíður okkar unaðslegt líf.“ Hún gat engu svarað. Hjarta hennar fylltist ólýsanlegri hamingju. „Viltu giftast mér, Britt? Núna strax. Jafnvel þótt við getum ekki stofnað heim- ili fyrst um sinn, er það samt betra en öll þessi óvissa.“ „Miklu, miklu betra,“ svaraði Britt og andvarpaði feginsamlega. Innan úr húsinu kváðu við hamingjusamir hlátrar og radd- ir og bárust út til þeirra. Hann greip um hendur hennar. „Komdu. Við skulum fara héðan. Við förum heim til foreldra þinna. Heldurðu að þau verði reið, ef við vekj- um þau?“ „Nei, ég held þau muni skilja okkur,“ svaraði hún. Skyndilega var henni hlátur í hug, því að þarna stóð Torsten svo elsku- legur ásýndum, og hún átti hann. Henni var ljóst, að hinar beiskjublöndnu andvöku- nætur voru úr sögunni, og að framundan beið hennar friður og hamingja jafnt næt- ur sem daga, þótt hún þyrfti að bíða... í tilefni af 800 ára afmæli Notre Dame kirkjunnar í París_ hefur hún verið flóðlýst á hverju kvöldi nú í ár. Árið 1163 var hornsteinninn lagður að þessu mikla meistaraverki gotneskrar byggingarlistar, sem síðar varð fyrirmynd annarra gotneskra kirkna. 238 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.