Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 24
KOFI TOMASAR FRÆNDA eftir Harriet Beecher Stowe, endursögd í myndum 9. Sá hópur ungra negraþræla, sem fyrirfannst á bú- garöi Shelbys, rétt eins og á öörum stórum jöröum, hafði enga ástæðu til að hafa samúð með Harley þræla- kaupmanni, og einn þrælanna laumaði steinvölu imdir hnakkpútuna á hesti hans, svo að klárinn velti honum af sér óðara en hann var stiginn á bak. Á þennan hátt fundu unglingar þessir upp á ýmsu öðru, sem tafið gat förina, svo að Elisa fengi þeim mun betra forskot á flóttanum með hinn unga son sinn. 10. Um morguninn var hún þegar komin margar míl- ur á brott, en hún veitti sér engan tíma til hvildar. Takmark hennar var Ohio-fljótið, sem rann á mörkum Kentucky og Ohio. Þangað komst hún, en ferjan var ekki í förum sökum rekíss á fljótinu. Henni var boðið húsaskjól hjá ferjumanninum á meðan hún þurfti að bíða. 11. Þrátt fyrir allar skammir og bölv Harleys, komst hann ekki af stað fyrr en liðið var á daginn. Leiðsögu- menn hans tveir, imgir piltar, leiddu hann afvega á ýmsa þá vegarslóða, sem fyrirfundust og gátu tafið hann, en að lokum komst hann þó á ferjustaðinn, þar sem Elisa fylgdist með öllum mannaferðum út um glugga. 12. Óðara en hún kom auga á þá, sem veittu henni eítirför, varð hún gripin slikum ótta vegna sonar síns, að hún þreif hann i fang sér, hljóp niður að fljótinu og stökk út á ísjaka, sem flaut fram hjá bakkanum- Harley staðnæmdist á bakkanum, kallaði og æpti upp> en Elísa stökk af einum jakaninn á annan og náði þannig — eins og fyrir kraftaverk — að komast yfir á bakkann fyrir handan. 244 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.