Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Qupperneq 27

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Qupperneq 27
A Rétt eins og Óðinn hafði sína hrafna, sem settust á herðar hans, á þessi drengur kráku, sem kemur og sezt á höfuð honum, þegar hann kallar á hana. Hann fann krákuna, þegar hún var lítil og hafði oltið úr hrpiðrinu. Siðan hef- ur hann stundað hana og nú er hún alveg tamin. Þessar snotru skepnur eru dingo-hvolpar, sem eru fæddir í Englandi í húri. Dingóinn er ástralskur villihundur og raunar einasta villta rándýrið þarlendis. Dingóinn er á stærð við scháfer-hundinn. Áður fyrr var mjög mikið um hann í Ástralíu, þar sem hann gerði mikinn usla í fjárhjörðunum, en í dag er það sjaldgæft að sjá úti í náttúrunni Dingó- hund. Hárskrýfingarmeistari í París hefur komið með nýja tízku í hárgreiðslu, sem hann kallar Paloma. Hið blálitaða hár á að vera með lokkum að fram- an. Hér sjást fjórar Paloma- hárgreiðslur. Þær hafa verið nefndar eftir fjórum þekktum málurum, Fragonard, Manet, Degas og Toulouse-Lautrec. Franskir knattspyrnumenn hafa sín Oscars-verðlaun. Markvörður Stade France-fé- lagsins fékk þessi verðlaun nú í ár fyrir þátttöku sína í leikn- um við Brasilíumenn. Hér sést hann með styttuna, sem er af knattspyrnumanni, sem lyftir knettinum með tánni. Þessi japanska stúdína er komin alla leið frá Tokio til Lundúna til að vera á alþjóð- legu æskulýðsmóti. Eins og all- ir Japanir elskar hún blóm og hér hefur hún staðnæmst hjá einni blómasölukonu í London til að kaupa sér blómvönd. í kirkju allraheilagra í London stendur yfir sýning á nýjum hugmyndum og stílum í kirkjuútsaumi. Þar eru sýndir altarisdúkar og klæði og prestaskrúði, m. a. þessi fallegi ísaumaði biskupsskrúði úr alveg nýjum efnum. Hann var saumaður handa biskupinum í Guildford. heimilisblaðið 247

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.