Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Qupperneq 29

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Qupperneq 29
„Hvað eigum við þá að gera?“ spurði Henry loks, þegar hún var orðin svolítið rólegri. „Hvað segir dr. Paul um þetta allt?“ „Ég þori aldrei að segja honum það,“ muldraði Gaby og horfði niður á fætur sér, þar sem sokkarnir hengu niður í fellingum. Svo varð aftur þögn, en þá brosti hún og það var eins og endurskin af hennar gamla skaplyndi. „En það var fallega gert af yður að taka minn málstað! Ég býst ekki við, að nokkur annar maður hefði hreyft hönd eða fót mín vegna.“ „Hvað er að heyra þetta? Ekki einu sinni ein af þessum ágætu undirtyllum yðar hérna? Þá eruð þér ekki í góðum félags- skap hér. En orðmælgi gagnar ekkert. Spurningin er, hvað eigum við nú að gera?“ „Við!“ sagði hún undrandi. „Þér þurfið engar áhyggjur að hafa. Þér skríðið bara upp í rúmið og látizt sofa. Það er ég, sem lendi í vandræðum. Ég neyðist til að strjúka." „Og skilja mig einan eftir?“ spurði Henry eins og hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum. „Það veit ég nú ekki,“ sagði hún. „Ef ég hleyp á brott, getið þér alveg eins komið með, en ég veit ekki, hvernig við förum að því. Það eru fleiri í þessu húsi en ég.“ „Hvers vegna komu þeir ekki, þegar þeir heyrðu þennan hávaða?“ Þeir eru í kvöldmat. Klukkan er tutt- ugu mínútur gengin 1 níu. André á frí í nótt, svo að við þurfum ekkert að óttast, fyrr en snemma í fyrramálið.“ Þá kom Henry nokkuð í hug, og hann hallaði sér áfram til að hugleiða áform sín betur. „Ég er búinn að finna lausn á mál- inu. En sú heppni! Þetta slær nú öll met!“ Gaby horfði undrandi á Henry. Hún vissi ekki, að honum hafði dottið Jósef Cervales í hug, útfararstjórinn frá Neuilly, sem hafði boðið Henry ókeypis útför, hvort heldur væri að degi eða nóttu. Og líkið var nú til staðar. XVI. Henry sat um stund þungt hugsi. Þegar hann leit upp aftur, bauð Gaby honum sígarettu. „Þökk fyrir,“ sagði hann. „Mér líður nú miklu betur en var fyrir stuttu.“ „Ekki get ég sagt það sama. En hvernig er ráðagerðin?" „Ég skal segja yður frá öllu henni við- víkjandi, en fyrst verðum við að komast að samkomulagi um, að lokið sé undirferli og svikum.“ Hún svaraði hiklaust: „Því heiti ég, ef þér þá takið nokkurt mark á orðum mín- um.“ „Mér nægir það. En ég er hræddur um, að þér hafið ekkert af ’þessum fjögur hundruð þúsundum að segja, ef mér heppn- ast ekki að bjarga Alice fyrir mánudag, og það er nú meira en lítið vafasamt.“ „Hættið nú þessum raunatölum. Ég er ekki alveg á flæðiskeri stödd efnalega, og auk þess eigið þér nú að bjarga yður, en ekki mér. Bendið mér á einhverja leið fyrir okkur út úr þessum ógöngum, og þá fer ég hana. Annars fer ég ein mína leið og skil yður eftir. Þér megið alls ekki taka 1 mál að taka Alice með, því að það er ógerlegt í því ásigkomulagi, sem hún er. Dr. Paul er sá eini, sem getur bætt heilsufar henn- ar.“ „Ég vissi það! Fjandinn hirði hann! En hér er nú áætlunin og hlustið nú vel á. Vitið þér annars, hvar læknirinn er niður kom- inn? Getið þér hringt til hans?“ „Já, ég veit hvar hann er. Hann er í Lyon, og hann gaf mér upp símanúmer svona til vonar og vara.“ „Það er ágæt byrjun. Eruð þér kunnug- ar aðstæðum hér á hælinu?“ „Eigið þér við, hvort ég sé útlærð hjúkr- unarkona? Já, það er ég, eða ég var það.“ „Já, mér er sama hvort þér eruð í senn skáti og slöngutemjari! Það, sem mig lang- aði til að vita, er, hvort menn komi hér í heimsókn á hælið til að skyggnast eftir hlutunum, og ef svo er, hvort þér getið ekki munað eftir einhverjum meiri háttar gesti, sem krefðist að fá að stinga nefinu niður í hverja kirnu og færi að kvarta, ef allt væri ekki í röð og reglu? Það þyrfti að vera einhver, sem þér gætuð sagt, að hafi símað, að hann kæmi í fyrramálið, áður en dr. Paul getur verið kominn aftur.“ Gaby horfði forviða á Henry, en kinkaði heimilisblaðið 249

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.