Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Side 31

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Side 31
stað í Neuilly síðastliðinn þriðjudag. Við verðum að vera komin langt í burtu, þegar André kemur heim. Segið honum líka, að kistan eigi að vera nógu stór fyrir mig.“ Gaby varð þá allt í einu ljóst, í hverju áætlun Henrys var fólgin, og hún skelli- hló. „Ef ég skýzt niður í kistuna til yðar, þá stökkvið þér út hinum megin eins og þér sögðuð. Nei, ég þori að veðja, að þér gerið það ekki.“ ,,Ég átti við gröf, en ekki kistu, þegar ég sagði það,“ anzaði Henry þurrlega. „Ég hef hreint ekki í huga að láta greftra mig. Það er ekkert annað, sem á að ske, en það, að mér verður ekið héðan í kistu, en Nick verður hér kyrr svona eins og til minja fyrir lækninn.“ Gaby kinkaði kolli og brosti. „Við gætum nú látið hann í rúm og búið allt svo út eins og þér væruð þar,“ sagði hún. „Þér sjáið, að ég er aftur orðin hugrökk ... en mig langar ekki til að vera hér kyrr og láta lækninn yfirheyra mig. Ég gleymdi annars að spyrja um það, hvort þér ljóstrið nokkuð upp um hlutdeild mína í flóttanum?“ „Að sjálfsögðu ekki! Þér þurfið ekki að óttast það. Hef ég nú gleymt einhverju?“ Þau endurskoðuðu alla áætlunina lið fyr- ir lið og endurbættu hana á stöku stað. Loftgöt yrðu að vera á kistunni, svo að Henry kafnaði ekki á leiðinni, og Jósef Cervales yrði að hafa einhvern mann með sér, sem hægt væri að treysta. Bezt var að forðast afskipti þeirra, sem í húsinu bjuggu, þegar um það var að ræða að bera lifandi mann út í kistu og flytja burt í líkbíl á alfaraleið. Þegar Gaby hafði lokið samningum við Jósef Cervales, en þeir gengu að óskum, var klukkan farin að ganga ellefu. Eng- inn hafði komið í námunda við herbergi Henrys, og hún hafði munað eftir því að sækja mat handa þeim báðum í eldhúsið, svo að ekkert var athugavert, hvað það snerti. Hún hafði meira að segja gefið sér tíma til að skipta um sokka og fara í nýjan hjúkrunarbúning. Þegar hún kom inn til Henrys til að segja honum frá símtalinu við útfararstjórann, þá kom honum allt í einu til hugar, að hann vissi ekki, hve margir væru á hælinu. „Aðeins fimm manns,“ sagði hún, og Henry var því feginn, að þeir voru ekki fleiri. „Og enginn þeirra er í þessum hluta hússins, því að hér er einmitt bústaður dr. Pauls. Ég sagði Jósef Cervales, að hann skyldi skilja líkvagninn eftir úti á þjóð- veginum og koma sjálfur að þeim dyrum dagstofunnar, sem snúa út í garðinn. Það er heldur engin ástæða til, að þeir séu að koma hingað upp eða hvað? Þér getið vel farið niður í dagstofuna.“ „Það væri nú annað hvort!“ sagði Henry. „En hvar er allur glæpaflokkurinn? Hvar eru Mappin, Sam, Brest og hinir þorpar- arnir, sem umkringdu höllina í Sainte- Suzanne?“ „Þeir eru flestir úr flokki Nicks, en ekki læknisins. Brest fór með lækninum til Lyon og Mappin liggur á sjúkrahúsi vegna ammóníaksins, sem hann fékk í augun uppi í íbúð yðar. Ég verð að játa, að Sam er hér ennþá, en hann sefur í hinum enda byggingarinnar, og ég get vissulega séð um hann. Ég get látið svefnlyf út í kakóið hans. Hann fær alltaf kakó, áður en hann fer að hátta. Og hinir hafa ekkert að segja.“ „Hvað segið þér? Drekkur Sam kakó? Ekki er hægt að sjá, að hann geri það.“ „Það er nú samt satt! Honum þykir gott að fá kakó og rúsínuköku . . . En hvað kem- ur það þessu máli við ?“ Hann benti á Nick, sem enn lá á gólfinu fyrir framan arininn og var hulinn af á- breiðu. Líkið hafði alls ekki valdið þeim óþægindum, en það var kannski af því, að breitt var yfir það. „Ég verð að játa það,“ sagði Henry op- inskátt, „að ég er ekki þess fýsandi að láta hann upp í mitt eigið rúm.“ „Nei, ég er það ekki heldur. Við skul- um bara ýta því inn undir rúmið og láta rúmteppið hylja það. Þá sér enginn það, þótt einhver kynni að rekast hér inn.“ Þau ýttu honum inn undir rúmið og önduðu léttar, þegar því var lokið. : Hvorki Gaby né Henry gátu hugsað sér að fara að sofa, en styttu sér stundir við spil fram eftir nóttu. Þau höfðu enga spila- heimilisblaðið 251

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.