Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Side 38

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Side 38
Við, sem vinnum eldhússtörfin Nú fara jólin að nálgast og mesti anna- tími húsmóðurinnar fer í hönd. Allt þarf að vera fínt og fágað á heimilinu, börnin þurfa að fá ný jólaföt og ótal kökur eru bakaðar. Svo þegar sjálf jólin eru komin, er lagt á borð með bezta borðbúnaðinum og borðið skreytt með jólagreinum. Á fallegu borði er alltaf gaman að sjá skemmtilega brotnar servíettur. Hér fylgja myndir af nokkrum fallega brotnum serví- ettum og sömuleiðis eru sýndar nokkrar aðferðir. Krem og glasúr Ef bakaðar eru kökur úr venjulegu tertudeigi, má nota ótal krem- og glasúr- tegundir til tilbreytingar. Hér fara á eftir nokkrar uppskriftir. Þykkt vanillukrem: 1 egg 3 dl. mjólk 1 eggjarauða Í4 stöng vanilla. 2 msk. hveiti Þeytið allt saman í potti og þeytið þang- að til suðan kemur upp. Vanillukrem með þeyttum rjóma: Hrærið 1 dl af þeyttum rjóma út í kalt vanillukrem. Ávaxtabúðingskrem: 2 eggjarauður 4 msk. sykur y2 msk. vanillusykur 1 dl. ávaxtasafi 3 blöð matarlím y2 1. rjómi e. t. v. 1 þeytt eggjahvíta. Hrærið eggjarauður, sykur og vanillu- sykur saman, bætið ávaxtasafa og bræddu matarlími út í. Þeytið rjómann og látið út í kremið, þegar það er að byrja að verða stíft. Mokkakrem: Sama aðferð og við þykka vanillukrem- ið, en í staðinn fyrir mjólk er notað til helminga rjómi og mjög sterkt kaffi. Þeytt- um rjóma er blandað saman við kalt krem- ið. F lórsykursglasúr: 150 gr. síaður flórsykur ca. 2 msk. sjóðandi vatn. I staðinn fyrir vatn má nota romm, kaffi eða ávaxtasafa o. fl. Búðingskrem: 2 eggjarauður 2 blöð matarlím 2 msk. sykur % 1. rjómi. 2 tsk. vanillusykur Hrærið eggjarauður og sykur vel saman og hrærið síðan vanillusykri út í ásamt matarlími, sem er brætt í 1 msk. af vatni. Bætið þeyttum rjómanum út í. Út í vanillukremið má blanda hökkuðum möndlum eða hnetum. Út í búðingskremið má bæta 2—3 msk. sherry. Út í ávaxtabúðingskremið má láta smátt- skorna ávaxtabita. Þetta skilti er í opinberri skrif- stofubyggingu í Vínarborg og merkir, að ekki megi ganga á oddmjóum hælum í húsinu. 258 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.