Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1963, Page 40

Heimilisblaðið - 01.12.1963, Page 40
Hér eru nokkrar skemmtilegar hár- greiðslur fyrir þær, sem hafa sítt hár. Þetta eru fyrst og fremst samkvæmishár- greiðslur. „Póstra“ af alveg nýrri gerð hefur verið sýnd í London. Hjúkrunarkona, sem heldur á brúðu, sýnir, hvernig nota á þetta nýja tæki, sem hefur fengið auknefnið sputnik vegna lögunar sinnar. Barnið er lagt á beð, sem hægt er að snúa, og þessi beður er undir gegn- særri hettu. Á innbyggðri og upplýstri töflu má lesa allt það, sem „fóstran" útfærir. íþróttavöruverzlun í Miinch- en í Þýzkalandi hefur sett á stofn safn með íþróttatækj- um frá fyrri tímum og ýms- um löndum. Lengstu skíðin í safninu eru 3 metrar og eru frá 1889. Stúlkan virðist vera hrifin af skíðum, sem hægt er að leggja saman. I París hafa verið mynduð ný samtök, sem kalla sig Bræðrafélag St. Antons ridd- aranna, en hlutverk þess er að heiðra listamenn í matar- gerð. Fyrstu verðlaunaúthlut- un fékk Norbert Boinin fyrir hænsnasteik, búna til úr perlu- hænum. Á myndinni er hann með listaverkið og verðlatmin. 260 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.