Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 4
kom til Ólympíu, sá hann fegurstu sjón, er hugazt getur, blasa við sér. I breiðum, bros- andi dal, rétt við heilagan furulund, stóðu ljómandi súlnaraðir, íþróttahöll — sem köll- uð var Gymnasion —- glæsilegur samkomu- staður, geysistór íþróttavöllur milli grasivax- iniia hæða, reiðsvið innan um liundruð dá- samlegra líkneskja, smámustera eða „fjár- hirzlna“ frá nálega tíu grískum borgríkjum, og yfir öllu þessu gnæfði Zeusmusterið með 18 metra háum dóriskum súlum sínum úr kalksteini, sem krýndar voru eldrauðum súlnahöfðum. í musterinu var frægasta myndastytta heims, sem talin var meðal liinna sjö furðu- verka heimsins: sitjandi Zeus, svo geysistór, að höfuðið á lionum hefði farð upp úr þak- inu, ef hann hefði staðið á fætur í öllum sín- um mætti og veldi, upp frá gullhásæti sínu, sem prýtt var gimsteinum. í augum Grikkja var enginn meiri en Ze- us. Ilann var faðir mannkynsins og frelsari, drottnari yfir himninum og veðrinu, vernd- ari frelsisins og gistivináttunnar, já, í raun og veru herra yfir flestu góðu og fögru, þar á meðal og ekki sízt Ólympíuleikunum. Fyrsta daginn fóru engar íþróttir fram. Það var fullt tungl í fyrsta skipti eftir sum- arsólhvörf, og sá dagur helgaður Zeus. A lim- girtu svæði gengu dómarar með blómsveiga á höfði og opinberir sendiherrar frá borg- ríkjunum í hátíðlegri skrúðgöngu með gull og silfur, sem fórna átti guðinum. Prestarnir fóru með dýrin, sem fórna átti, gegnum mann- fjöldann, sem var samankominn. Iþrótta- mennirnir sóru hver á eftir öðrum við inn- ýflin úr fórnarsvíni og lofuðu, að þeir skyldu koma fram með auðmýkt og lotningu og sýna góðan íþróttaanda. Aðeins frjálsbornir grísk- ir borgarar með óskertu mannorði fengu að taka þátt í leikunum. Þeir höfðu lifað í ein- angrun mánuðum saman á undan til þess að helga sig lokaþjálfuninni, sem var ekki einungis líkamlegs eðlis, heldur einnig sál- ræns. Á mestu Ólympíuárunum komu ef til vill um 30 þúsund manns til Ólympíu; frá Mar- seille í vestri, frá Makedóníufjöllum, frá ný- lendum langt fyrir austan Bosporus, frá Kyr- ene í lítjaðri Sahara. Konum var bannað að vera viðstaddar. Það var ekki óvenjulegt, að slík bannhelgi væri á vígðnm stöðum. Allar giftar konur, sem fundust á svæðinu, urðu að líða dauða á þann hátt, að þeim var varp- að niður frá kletti einum í nágrenninu. Skýr- ing á þessu er ef til vill sú, að giftar konur gátu orðið óánægðar með menn sína, er þaU' sáu vel limaða, unga íþrótatmenn. Bæði J Ólympíu og öllum öðrum stöðum, þar seiu Grikkir iðkuðu íþrótir sínar, komu þeir fraiu án þess að hafa nokkra spjör á líkama sín- um. Grikkir höfðu megnustu fyrirlitningu * blygðunarsemi þjóðflokkanna ,sem voru ekki grískir, og þeir hæddu persnesku hermennina fyrir liljuhvítt hörund þeirra, sem kom í Ijós, þegar þeir urðu að afhenda föt sín sem her- fangar. Orsökin til þess, að gríski íþrótta- maðurinn hafði sama brúna hörundslit og stytta úr eirblendingi, var að nokkru leyt1 sprottin af arfgengi og að nokkru leyti af því að hann var svo mikið úti í sólskini áu klæða og loks af baðmolíunni, sem liann nefl í hörund sitt. Menn geta gert sér í hugarlund hið mikla hróp, sem kvað við, þegar brúnir þátttak- endurnir komu hlaupandi inn á iþróttavöU- inn til fyrsta kappleiksins — spretthlaupsinS umhverfis íþróttavöllinn. Vegalengdin vai' grísk ,,stadion“, sem samsvarar 192,3 metr- um, og af því er nafnið stadion (íþróttavölh ur) dregið, og er notað sem nafn á íþrótta- völlum um allan heim. Binnig voru hlaupin talsvert lengri lilaupi en hins vegar ekki maraþonhlaup. Það ei' fundið upp á okkar tímum til þess að heiðra minningu Fidippidesar, sem hljóp 240 kíl°' metra á tveim dögum til þess að biðja Spart- verja um að hjálpa Aþenumönnum gegn perS' neskum innrásarherjum. Þegar hann kom aft' ur með skilaboð um, að Spartverjar ætluð'1 að koma, unnu Aþenumenn stórsigur í orr- ustunni við Maraþon. Því næst hljáp hanU 35 kílómetrana frá vígvellinum til Aþen11- Þar hné hann niður og hrópaði upp rétt áð' ur en hann dó: „Fagnið, við sigrum!“ Spretthlaup var einnig liður í fimmtar- þraut. Ilinar greinarnar fjórar voru: Glínia’ stökk, kringlukast og spjótkast. Þessar fim111 greinar náðu samanlagt vfir nær því allb sem Grikki hafði þörf fyrir í stríði, þar seU1 bardagamennirnir voru oft mjög stutt hvor frá öðrum og oft í beinu návígi. Öldum saman var grísk glíma glæsile^ íþrótt, þar sem lipurð og stíll voru ínikl11 H B IM IL I S B L A Ð 1P 180

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.