Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 34
Cathie. Þú þekkir mig, ég er ekki vanur að gera mig að boðflennu. Það er ekki nema það sem oft gerist, að maður hittir stúlku ... Ég er að vísu enginn unglingur lengur, því miður. En samt sem áður ... Jill er ánægð, og það er það sem skiptir öllu máli, ekki sattf' „Jú, Nin, að sjálfsögðu." „Jæja ...“ Ilann sneri sér að henni: „Þá er heldur engin ástæða til þess að þú verðir mér ekki samferða til Guise, eða er það?“ „N.. .nei. Ég ... Ne-i, það er það ekki. Ef þú ert viss um, að Andrew ...“ „Andrew hefur ekki hugmynd um neit,“ staðhæfði Ninian. „Og það sem meira er, hann þyrfti að ganga af mér dauðum til þess að fá að vita nokkurn skapaðan hlut! Komdu þess vegna með mér, elsku Cathrine, og segðu foreldrum þínum strax, að þú ætl- ir að verða mér samferða.“ „Allt í lagi,“ samsinnti hún, en hún gerði ekkert til þess að hreyfa sig úr sporunum. Ninian gekk að henni og lagði hendurnar létt á axlir henni. Hann mælti blíðlega: „Þú og ég, Cathie, við verðum að hyrja upp á nýtt. Við getum ekki horfið aftur til þess sem áður var — við verðum að leggja af stað frá nýju upphafi. En við getum haldið áfram að vera vinir — mjög góðir vinir.“ „Eins og bróðir og systir, skilst mér?“ sagði Cathrine með annarlegri röddu. „Held- urðu í raun og veru, að við getum það V ‘ Ninian fannst sem ískaldar hendur gripu um hjarta sér. „Já,“ svaraði hann alvarlega. „Það getum við, og það verðum við að gera. Ekkert annað er hægt, ef við eigum að vera ein og sama fjölskyldan. Við liöfum alltaf verið það, og ekkert okkar vill að það sé öðruvísi. Andrew verður að búa á Guise, það er hans heimili, og hann vill að þú sért hjá sér. Og ég vil, að þú komir til með að líta eftir öllu þar fyrir mig, því að ég verð mik- ið að heim^n. Ég fer á sjóinn aftur, þegar leyfið mitt er búið og . . .“ „Þín eiginkona hlýtur að sjá um heimilið á Guise,“ greip Catherine fram í ekki laus við beiskju. „Þú ert eldri bróðirinn. Eða varstu ekki að segja það rétt áðan, að þú ætlaðir að fara að gifta þig?“ Enn einu sinni fannst Ninian sem skamm- arroðinn brytist fram í kinnar sér. Hamingj- an góða, hann varð að gæta sín; hann var að komast lengra og lengra inn í eitthvert ókunugt völundarhús! En honum tókst loks að svara, nokkurB veginn rólegur: „Hvað um það, ég er þó enfl ekki nema trúlofaður; það hefur ekkert verið full-ákveðið. Gefðu okkur tíma, væna mín — ég get ekki tekið allar ákvarðanir á stund' inna, það myndi hún ekki kæra sig um. 0S það veit Guð, að nóg er rýmið að Guis® fyrir okkur öll — þið Andrew getið fengi® ykkar einkaíbúð, ef þið viljið það heldur- En eins og sakir standa er enginn til skipa fyrir verkum, og amma er ekki hraust, svo að okkur er fyrir miklu að standa öll saman, — og til þess þörfnumst við þ111 mjög mikið. Jæja! Ég vil komast heim fy1'11- mat, og ef við eigum að geta komizt hen11 án þess að Andrew viti neitt, þá . ..“ „Allt í lagi, Nin,“ sagði Cathrine aftur. „M fer og sæki dótið mitt. Og . .. Guð blessi þté’ Nin, fyrir að koma hingað og tala um fyrir mér; ég er þér þakklát, fyrir að þú hefnr gert mér ljóst hvað ég hagaði mér óskýtt' samlega. Ég er fjarska fegin því, að l111 skulir vera kominn aftur. Og ég mun reyllíl að ... hugsa mér þig sem ... sem mág! f,ð® verður þó ekki auðvelt, vegna þess ... vegllð þess að þú hefur alltaf búið mér í hjarta- En ég skal reyna það.“ Þessi sundurslitnu orð hennar hæfðu halin sem vandarhögg, og hann þráði heitt og i11111’ lega að grípa hana í faðm sér og þrýsC munni að mjúkum vörum hennar — svo a hann þyrfti ekki að heyra hana endurtakð loforðið um að umgangast hann aðeins se®1 mág. En þess í stað laut hann að henni (þ snerti vanga hennar laust, og um leið taK hann sjálfum sér trú um, að mannorði þeirrð beggja væri bjargað; því að liann haf®1 sagt henni ósatt og afneitað ást sinni í hen11 ar garð — og hún hafði lagt trúnað á 0,1 hans. Hún gekk burtu, og þegar hún var far111 tók hann að ganga um gólf, alltof upp11®111^ ur til að geta setzt; alltof óánægður lllP, sjálfan sig til að geta fagnað neinum sigrl; Hann hafði sigrað, en það var í raun111111 falskur sigur . . . Pramh- 210 HEIMILISBLA

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.