Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 6
plágum, sem þjaka Hellas, eru aflraunamenn- irnir sú versta' ‘. Bftir að Rómverjar höfðu lagt Grikkland undir sig, létu þeir leikana stöðugt fara fram, en þeir voru afnumdir árið 939 af Theódósó- usi I af Byzans, kristnum drottnara, sem von- aðist til þess að geta „rutt um koll hinum heiðnu musterum um allan heim“. Kristnir menn á staðnum af lægri stéttum fullkomn- uðu ætlunarverkið, með aðstoð nokkurra jarð- skjálfta, og Olympía hvarf í meira en þús- und ár. Fyrir nálega tvö liundruð árum fannst staðurinn aftur, en var þá mýrarköldumeng- uð dæld, full af vatni. Árið 1875 gerðu Þjóð- verjar samning við grísku stjórnina, sem veitti þeim einkarétt á uppgreftri Ólympíu. Á sex árum tókst þýzku fornleifafræðingunum miklu, Ernst Curtius og Priedrich Adler að leiða í ljós leifar af musteri, sem voru grafn- ar undir fimm metra þykku lagi af leðju og drógu fram í dagsljósið fjársjóði eins og Hermesarstyttu Praxitelesar, eina af fegurstu höggmyndum, sem nokkurn tíma hafa verið gerðar. Þær fundust nákvæmlega á þeim stað, þar sem gríski rithöfundurinn Pausanias ■— Baedeker síns tíma •— sagðist hafa séð þær árið 174 e. kr. Ólympía okkar daga er staður með fögr- um rústum, blómum vöxnum. Perðamenn ineð myndavélar um hálsinn, sem heimsækja þær, geta séð gríska verkamenn gera skurði inn í brekkurnar umhverfis íþróttavöllinn, eg enn einu sinni er unnið undir leiðsögn þýzkra fornleifafræðinga. Það er seinlegt og rann- sóknarstarf, sem krefst mikillar nákvæmni, en stundum ber svo við, að eitthvað alveg einstætt kemur fram í dagsljósið: fræðandi áletrun á fótstalli, fallegur lítill hestur úr eirblendingi, eða eitthvert brot af dýrð horf- inna tíma, sem hlýtur að fylla nútímann lotn- ingu gagnvart mikilleik hins gríska anda og tryggð hans við erfðavenjurnar, sem komn Ólympíuleikunum af stað. íslendingarnir, sem nú taka þátt í leik- unum eru: Óskar Sigurpálsson, Guðmund- ur Hermannsson, Jón Þ. Ólafsson, Bllen Ingvadóttir, Björn Yilmundarson, farar- stjóri, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Leilmir Jónsson, Siggeir Siggeirsson, þjálfari, Val- björn Þorláksson og Guðmundur Gíslason. í sumar tókst Bandaríkjamanninum Bob Seagreen .aö setja nýtt lieims-- met í stangarstökki, þaö er 5,41 m. Láttu mig vita ef það kemur mús. Með allt að 60 km. hraða þýtur sj^' skíðafólkið á haffletinum. 182 HEIMILISBLAhl5

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.