Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 16
„Þér vitið vel, að ég mun gera það,“ sagði hún léttilega, og hann sá ekki, að varir henn- ar titruðu. „Eg mun einnig sakna yðar,“ sagði hann. „Eg mun hugsa um yður, þegar ég er að farast af hita í London.“ „Ætlið þér að gera það?“ sagði hún og sneri andlitinu undan og horfði beint fram fyrir sig. Og í sama bili flaug þessi hugsun í gegn- um huga hennar: „A morgun mun ég hata hafið og sólskinið og breiða, gullna strönd- ina.“ En þegar hún leit aftur á hann, horfði hann brosandi á hana. „Eg get ekki skilið, að við liöfum aðeins þekkt hvort annað í fjóra daga,“ sagði hann. „Nei, ég ekki heldur,“ viðurkenndi hún. En hún vissi með sjálfri sér, að hún hafði þekkt hann allt sitt líf, því að líf hennar hafði byrjað þá fyrst, er hún hitti hann, og hún furðaði sig á því með nokkurri óþolin- mæði, hvað það gæti verið, sem hefði komizt upp á milli sálar hans og hennar, svo að hann gæti ekki skilið, að hún átti sér enga framtíð án ástar hans. „Nú er sólin nær því horfin,“ sagði hann og benti á rauða hnöttinn, sem var að hálfu leyti liorfinn í bylgjurnar. „Já,“ endurtók hún, um leið og svolítill hrollur fór um hana, „sólin er nær því horf- in —“ „Og á morgun fæ ég alls ekki að sjá hana eða að minnsta kosti aðeins yfir ljótum reyk- háfum. Eg mun hugsa mér yður hérna niðri við vatnið og óslca þess, að ég væri hjá yður.“ „Ætlið þér að gera það í raun og veruf' sagði liún. „Ætlið þér ekki að óska hins sama?“ spurði hann brosandi. En him hristi höfuðið og sagði: „Nú er sólin alveg horfin, við skulum fara heim.“ Hann fór næsta dag, og hann tók með sér minninguna um fjóra góða daga og um and- lit Daphne Hiliers með litla, viðkvæmnis- lega munninn og löngunarfullu augun, sem hún leit upp til hans, þegar lestin rann hægt á brott frá litlu sveitastöðinni. Hann tók, til allrar óhamingju, einnig hjarta hennar með sér, en það vissi hann, sem betur fer, elckert um. Hann vonaði, að hún mundi sakna hans ákaflega, og þegar hann hafði lagt ferða- töskuna sína upp í netið og komið sér mak- indalega fyrir í horni klefans, hugsaði hann með sér, að hún mundi sjálfsagt ekki láta hann bíða mjög lengi eftir svari við bréfi, sem hann var ákveðinn í að skrifa henni, þegar hann kæmi til London. En ást er nú einu sinni ekki allt í lífi karlmanns, og þegar Atherton var kominn aftur inn í eril og hávaða borgarinnar, sá hann, að verzlunin hafði ekki gengið mjög vel í fjarveru hans. Ilann þurfti að tala við fjölda fólks, og margt gerðist, sem líka tók upp öll kvöld hans, og þegar hann, eftir langan tíma, fékk loks tíma til þess að hugsa um litla bæinn við ströndina, hafði löngun- in til þess að skrifa dvínað talsvert, og þess vegna var bréfið alls ekki skrifað. Og á meðan beið Daphne árangurslaust á hverjum degi eftir komu póstmannsins, og á hverjum degi minnkaði vonin og sársauk- inn jókst, og bréfið kom aldrei. Iíann skrifaði auðvitað til húsmóðurinn- ar, sem hafði boðið honum — fáeinar línur, hripaðar í flýti —■ og þakkaði henni fyrir ákaflega þægilegan tíma, sem liann hafði dvalizt hjá henni. Og nýgifta, unga frúin hnyklaði brúnirnar, rétti vinstúlku sinni það og fann til iðrunar í hjarta sínu, þegar hón sá, að Daphne náfölnaði, þegar hún ías eft- irskriftina: „Yiljið þér skila kveðju til ung- frú Hilier.“ En það var ekkert við því að að gera, og hún fór einnig á brott sköntmn síðar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma var því þessari litlu ástarsögu lokið og hún gleymd. En Daphne Hilier gleymdi ekki, og unga frúin gleymdi ekki heldur. Það var aðeius maðurinn, sem gleymdi, eða að minnsta kosti mundi það sem eitthvað, er skipti ekki mikln máli. Smnarið leið, og Nigel Atherton hafði ekki tíma til þess að hugsa um annað en barátt- una fyrir tilverunni og að græða peninga, en einn góðan veðurdag kom dálítið í veg- inn, sem stöðvaði um stundarsakir framgang hans, sem hafði annars verið mikill, og hann fékk tíma til þess að líta aftur. Og hann minntist nú alls þess, sem erillinn í Londou liafði komið honum til þess að gleyma, litla 192 HEIMILISBLABl®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.