Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 8
urstöðu, að skýringuna væri að finna í ein- hverju varðandi Golfstrauminn. Hann ræddi málið við bandaríska hvalveiðimenn, sem voru Golfstrauminum kunnugir og hagnýttu sér hann þegar þeir gátu; slíkt hugsuðu brezku sæfararnir ekki út í. Franklín gerði fyrsta kort sitt eftir upp- lýsingum þessara hvalveiðimanna — og próf- aði staðhæfingu þeirra með innsigluðum flöskum sem hann varpaði í Golfstrauminn með bréfum, sem hann bað finnendurna að endursenda sér. Hið endurskoðaða kort hans, sem gert var eftir þessum upplýsingum, er ekki ýkja frábrugðið því, sem stuðst er við enn í dag. Um 1860 tók brezki flotinn upp á því að setja prentuð plögg í flöskur, sem kastað var fyrir borð. Á miðum þessum var letrað nafn viðkomandi skips ásamt stað og stundu þegar flöskunni var varpað í sjóinn. Finnendur voru hvattir til að letra á miðann stað og stund þegar flaskan fannst og senda hann flotamálaráðuneytinu. Þrjátíu árum síðar tóku Bandaríkjamenn upp á þessu sama — og gera þetta enn í dag. Á miðunum er áletr- un á átta tungumálum, og árlega er u. þ. b. 350 slíkum miðum skilað. Þessir miðar hafa verið grundvöllur að gerð hinna nákvæm- ustu hafstrauma-korta. Flösku-aðferðir af þessu tagi hafa reynzt einkar gagnlegar eftir stríð. Eftir fyrri heims- styrjöldina voru siglingaleiðir undan Evrópu- ströndum krökkar af rek-tundurduflum, sem ógnuðu öllum skipaferðum. En hvernig átti að fara að því að finna þessi rekdufl á sem augveldastan hátt? Albert I af Mónaco, sem var mikill haffræðingur og hafði rannsakað sjávarstrauma með tilhjálp flöskuskeyta, hófst þegar í stað handa. Strax sjö vikum eftir vopnaliléið hafði hann dregið upp strauma- kort, sem sýndi sæfarendum, hvar hættan væri mest af rekduflum. Fyrir fiskimenn getur það bókstaflega reynzt á við gull, að þeir þekki vel til haf- straumanna. Árið 1894 réð skozka fiskifélag- ið vísindamann nokkurn til þess að kanna strauma í Norðursjó. Hann hagnýtti sér 2074 flöskur, auk 1479 timburflotholta. Árangur- inn af könnun hans hafði geysimikla þýð- ingu. Iíann leiddi t.il þess, að veiðarnar juk- ust geypilega, og samsvarandi rannsóknir eiga sér stað enn þann dag í dag. Víða eru flösku- slceyti notuð til að benda veiðimönnum á mið þorsks og ýsu. Ilrogn þessara fiska fljóta með strauminum, og flöskudufl, sem sett eru niður meðal þeirra, beina veiðimönnum a staðina, því að þær rekur að sjálfsögðu sörnvi leið og hrognin. Flöskur hafa einnig verið notaðar í bar- áttunni við olíu í sjó. Hráolía sú, sem tank- skipin flytja, skilur eftir sig tjörumettaða kvoðu, sem skipin verða að losna við með þvi að dæla henni í sjóinn. Þetta óhugnanlega efni flýtur síðan ofan á vatninu og berst einatt með straumum inn á strendurnar, hrarmast þar upp og eru til óþurftar fugla- lífi og baðgestum; það er t. d. næstum ógern- ingur að ná þessu úr handklæðum, ef svo ber undir. Margar baðstrendur, einkum 1 Vestur-Evrópu, hafa smám saman verið að eyðileggjast fyrir sakir þess arna. Einkum hefur England orðið illa fyrir barðinu, og brezkir haffræðingar reyna hvað þeir geta til að fylgjast með hafstraumun- um með tilhjálp flaskna, ekki aðeins nálægt ströndum landsins, heldur einnig hundruð kílómetra á haf út. Þeir vonast til að finna staði í fjörðum eða flóum þar sem óhætt er að hleypa út afgangsefnum olíunnar, án þess að hafstraumar hrífi þau með sér og flyt,!1 á óæskilega staði. Um aldaraðir hefur flöskupósturinn flutt sundurleitustu skilaboð. Má vera, að einn góð- an veðurdag rekizt þið á þannig póst fra „flöskuprestinum“ séra George Pliillips fra Taeoma í Washi n gton f ylki. Hann var drykkjumaður um margra ára skeið. Efti^ að hann hafði komizt yfir þau ósköp, lærð1 hann til prests, og árið 1940 tók hann að nota flöskurnar undan erkióvini sínum "" viskýinu —- til þess að færa mönnum fagu- aðarboðskapinn um víða veröld. Um tuttug11 ára skeið varpaði hann og lærisveinar hanS meira en 15,000 vín-, öl- og viskýflöskum 1 sjóinn með trúarboðskap innanglerja á fjÖl' mörgum tungumálum. Hann fékk meira eO 1400 svör frá 40 löndum — flest frá fólki- sem hafði hrifizt af boðskap hans og hét bot og betrun á lífsskeiði sínu. Sæfarendur hafa oft notazt við flöskupóst' inn á neyðarstundum. Nokkrir drengir, sen1 voru á gangi við Maine-strönd sumarið 1944, rákust á flösku eina sem skorðuð var í brak1 í fjöruborðinu. í henni voru eftirfaranó1 184 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.