Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 20
Litlu fingurnir titruðu lítið eitt í hendi hans, en þung augnalokin lyftust ekki. „Daphne,“ endurtók hann. Hann tók þéttar um liönd hennar, eins og hann gæti með því kallað hana aftur til lífsins. Ljóshærða höfuðið á svæflinum hreyfðist órólega og sneri sér svolítið í átt- ina til hans. Síðan lyfti hún augnalokunum andartak, og yndislegu, gráu augun horfðu inn í augu hans án þess að þekkja liann. Atherton þorði varla að anda og er hann stóð þarna og hélt í hönd hennar, var eins og tíminn, sem liðið hafði á milli, væri horf- inn, og hún og hann væru aftur í litla bæn- um við hafið og væru að ganga í gullnum sandinum í sólskininu. Sársaukadrættir komu í andlit ungu stúlk- unnar, eins og áreynslan við að hugsa væri of mikil fyrir liana. „Daphne,“ sagði Atherton með titrandi röddu, „þú hefur ekki gleymt mér — og hafinu — og klettunum, þar sem við vorum að leita að skeljum ■—■ og sólarlaginu — manstu eftir sólarlaginu síðasta kvöldið, áð- ur en ég fór —“ Iíann þagnaði, doðalegur svipurinn á and- liti ungu stúlkunnar breyttist skyndilega og gaf til kynna líf, og að hún bæri kennsl á hann. Ilann fann allt í einu fingur hennar skjálfa í sínum, og hann sá, að feimnisroði færðist hægt yfir fölt andlit hennar. Hún sneri andlitinu undan, svo að liann sá eklci framan í hana, og reyndi af veikum mætti að losa hönd sína. En ástin er dásamlegur kennari, svo að Atherton gat sér ósjálfrátt til um hugsanir hennar, og hann kraup nið- ur við rúmið og tók hana í faðm sinn. „Elskan mín,“ sagði hann, „þú mátt ekki snúa þér burt frá mér — ég hef beðið svo lengi eftir fyrirgefningu þinni — og eftir því að fá að segja þér, hve heitt ég elska þig. Eg var blindur, Daphne, og ég vissi það ekki, — en nú hef ég fundið þig, og við skiljum aldrei framar. Ó, litla stúlkan mín, viltu ekki tala við mig?“ ITún hafði reynt að losa sig, en nú lá liún allt í einu alveg kyrr með lokkuð augu og Ijósa höfuðið hvíldi ósjálfbjarga á öxl hans. Hjúkrunarkonan hafði ekki gengið langt frá og kom nú til þeirra og lagði höndina á öxl Athertons. „Nú verðið þér að leggja hana niður og fara,“ sagði hún, en þegar hann leit skelfd- ur upp til hennar, brosti hún vingjarnlega og sagði: „Svona geðshræringar eru ekki heppilegar fyrir veikt fólk — svo að ég held, að þér ættuð að fara og koma aftur á morgun —• það hefur aðeins liðið yfir hana —-, já, já, þér megið gjarna koma aftur á morgun.“ Atherton stóð á fætur, svo leit hann að síðustu á elskulegu, ungu stúlkuna og gekk aftur út í þokuna. Hann villtist hvað eftii' annað, en fann að lokum pósthús og fór þangað inn og sendi símskeyti til ungu frú- arinnar: „Hef fundið liana. Komið strax. Hún ef veik. Nigel Atherton.“ Unga frúin lilýtur að hafa verið fljót að átta sig, þó að hún hefði ekki heyrt frá manninum í langan tíma, en ef til vill hafði kærleiksríkt hjarta hennar samúð með hon- um. Hún kom að minnsta kosti. Þrátt fyrir fullyrðingar hjúkrunarkon- unnar, leið heil vika, áður en unga frúin kom uppp í skrifstofu Athertons og sagði. að læknirinn liefði sagt, að hún mætti taka Daphne með sér heim síðdegis þennan sama dag. „Daphne stóð auðvitað gegn því af ölluni mætti,“ sagði hún. „Hún sagði, að hún yrði að fara að vinna aftur, en ég sagði: Vitleysa, vina mín, þú kemur heim með mér.“ Unga frúin setti snotra fætur sína upp il aringrindurnar og losaði um loðkragann sinn, um leið og hún hélt áfram: „Það er ekkert vit í, að ung stúlka eins og hún sé hérna í London og skrifi á ritvél þess að geta ]ifað,“ og þar sem Atherton svaraði ekki ,hélt hiin áfram: „Já, hún vildi aðeins koma með því skil" yrði, að ég lofaði því ákveðið, að hún muncii ekki sjá ySur. Því lofaði ég svo — enda ekki um annað að ræða.“ Hún leit brosandi á dapurlegt andld mannsins og hélt áfram: „En ég ætla auðvitað að svíkja það lofor® mitt.“ „Það gerir hvorki til né frá,“ sagði hann rólega, „því að ég ætla að hitta hana, °£ það skal verða í dag.“ 196 HEIMILISBLA5lfl

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.